Þurftu að vísa frá fólki á níræðisaldri í bólusetningu Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2021 18:11 Bóluefnið kláraðist um klukkan hálf þrjú, hálftíma áður en bólusetningunni átti að ljúka. Vísir/Egill Um fimmtíu manns á níræðisaldri sem voru boðaðir í bólusetningu gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll þurftu frá að hverfa þegar bóluefnið kláraðist í dag. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að meiri þátttaka en búist var við hafi orðið til þess vísa þurfti fólki frá. Bólusetning með bóluefni Pfizer fór fram í Laugardalshöll í Reykjavík í gær og í dag. Allir þeir sem eru fæddir árið 1939 eða fyrr voru upphaflega boðaðir í bólusetninguna. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, segir að í ljósi þátttökunnar í gær hafi verið ákveðið í gærkvöldi að boða einnig fólk fætt 1940 og fyrr í bólusetninguna í dag. Þátttakan í dag fór fram úr væntingum og því var bóluefnið á þrotum um klukkan hálf þrjú, hálftíma fyrir lok auglýsts tíma. Ragnheiður Ósk áætlar að um fimmtíu manns hafi verið vísað frá, líklega flestum fæddir 1940. Bóluefnið Pfizer er viðkvæmt og hafa heilbrigðisstarfsmenn aðeins fimm tíma til þess að gefa það eftir að sprauturnar eru blandaðar. Því segir Ragnheiður Ósk að reynt hafi verið að komast hjá því að heilsugæslan sætu uppi með afgangsbóluefni með því að boða fleiri í bólusetningu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón Erfitt sé að meta hversu mikil þátttakan verði fyrirfram og því hafi farið sem fór. „Ótrúlegt en satt tóku 90% þessu mjög vel og sýndu skilning og ætluðu bara að heimsækja okkur eftir viku. Það var auðvitað einn og einn sem var ekki alveg hress, það verður að segjast. Og alveg skiljanlegt, þetta var svona fýluferð,“ segir Ragnheiður Ósk. Önnur sending af Pfizer-bóluefninu er væntanleg og verður bólusetningunni haldið áfram eftir viku. Þeir sem þurftu frá að hverfa í dag verða boðaðir aftur þá. Klippa: Bóluefni kláraðist skömmu fyrir lokun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Eldri borgarar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að meiri þátttaka en búist var við hafi orðið til þess vísa þurfti fólki frá. Bólusetning með bóluefni Pfizer fór fram í Laugardalshöll í Reykjavík í gær og í dag. Allir þeir sem eru fæddir árið 1939 eða fyrr voru upphaflega boðaðir í bólusetninguna. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, segir að í ljósi þátttökunnar í gær hafi verið ákveðið í gærkvöldi að boða einnig fólk fætt 1940 og fyrr í bólusetninguna í dag. Þátttakan í dag fór fram úr væntingum og því var bóluefnið á þrotum um klukkan hálf þrjú, hálftíma fyrir lok auglýsts tíma. Ragnheiður Ósk áætlar að um fimmtíu manns hafi verið vísað frá, líklega flestum fæddir 1940. Bóluefnið Pfizer er viðkvæmt og hafa heilbrigðisstarfsmenn aðeins fimm tíma til þess að gefa það eftir að sprauturnar eru blandaðar. Því segir Ragnheiður Ósk að reynt hafi verið að komast hjá því að heilsugæslan sætu uppi með afgangsbóluefni með því að boða fleiri í bólusetningu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón Erfitt sé að meta hversu mikil þátttakan verði fyrirfram og því hafi farið sem fór. „Ótrúlegt en satt tóku 90% þessu mjög vel og sýndu skilning og ætluðu bara að heimsækja okkur eftir viku. Það var auðvitað einn og einn sem var ekki alveg hress, það verður að segjast. Og alveg skiljanlegt, þetta var svona fýluferð,“ segir Ragnheiður Ósk. Önnur sending af Pfizer-bóluefninu er væntanleg og verður bólusetningunni haldið áfram eftir viku. Þeir sem þurftu frá að hverfa í dag verða boðaðir aftur þá. Klippa: Bóluefni kláraðist skömmu fyrir lokun
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Eldri borgarar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira