Hörðustu samkomutakmarkanir til þessa taka gildi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. mars 2021 07:10 Neyðarstig almannavarna hefur verið virkjað vegna stöðunnar í faraldrinum og Landspítalinn er kominn á hættustig. Vísir/RAX Hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. Aðgerðirnar ná til landsins alls. Neyðarstig almannavarna hefur verið virkjað og þá er Landspítalinn kominn á hættustig. Þessar hörðu aðgerðir voru kynntar í gær eftir að sautján manns greindust innanlands á þriðjudag. Þar af voru þrír utan sóttkvíar en hinir fjórtán voru í sóttkví. Breska afbrigði veirunnar er nú ráðandi í faraldrinum en það er meira smitandi en aðrir stofnar hennar. Þá er talið að það geti valdið meiri veikindum og leggist meira á börn og ungt fólk. Sóttvarnaaðgerðirnar gilda í þrjár vikur. Ekki mega fleiri en tíu koma saman og gilda fjöldatakmörk að meginreglu fyrir alla nema börn sem fædd eru 2015 eða síðar. Grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum hefur verið gert að loka en leikskólar verða áfram opnir. Þó eru leikskólar á höfuðborgarsvæðinu lokaðir til hádegis í dag. Fjölmargri annarri starfsemi er einnig lokað en hér fyrir neðan má sjá helstu breytingar á samkomutakmörkunum sem hafa tekið gildi. Þá má lesa nánar um aðgerðirnar í reglugerð heilbrigðisráðherra. Neðst í fréttinni má síðan fylgjast með vaktinni þar sem greint verður frá öllum helstu vendingum í tengslum við faraldurinn í dag.
Þessar hörðu aðgerðir voru kynntar í gær eftir að sautján manns greindust innanlands á þriðjudag. Þar af voru þrír utan sóttkvíar en hinir fjórtán voru í sóttkví. Breska afbrigði veirunnar er nú ráðandi í faraldrinum en það er meira smitandi en aðrir stofnar hennar. Þá er talið að það geti valdið meiri veikindum og leggist meira á börn og ungt fólk. Sóttvarnaaðgerðirnar gilda í þrjár vikur. Ekki mega fleiri en tíu koma saman og gilda fjöldatakmörk að meginreglu fyrir alla nema börn sem fædd eru 2015 eða síðar. Grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum hefur verið gert að loka en leikskólar verða áfram opnir. Þó eru leikskólar á höfuðborgarsvæðinu lokaðir til hádegis í dag. Fjölmargri annarri starfsemi er einnig lokað en hér fyrir neðan má sjá helstu breytingar á samkomutakmörkunum sem hafa tekið gildi. Þá má lesa nánar um aðgerðirnar í reglugerð heilbrigðisráðherra. Neðst í fréttinni má síðan fylgjast með vaktinni þar sem greint verður frá öllum helstu vendingum í tengslum við faraldurinn í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira