Smyglaði fimm kílóum af hassi í jólapökkum Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2021 19:11 Konan var stöðvuð á Keflavíkurflugvelli með fíkniefni í farangri sínum. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karl og konu í fangelsi fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning til landsins í desember síðastliðnum. Karlinn hlaut tveggja ára dóm en konan átján mánuði. Fólkið er frá Spáni og var ákært fyrir að hafa staðið að innflutningi á samtals tæpum fimm kílóum af hassi, rúmlega fimm þúsund stykkjum af MDMA og 100 stykkjum af LSD þann 19. desember síðastliðinn. Manninum var gefið að sök að hafa skipulagt innflutninginn. Bæði neituðu sök. Þá var maðurinn ákærður fyrir að hafa ásamt kærustu sinni staðið að innflutningi á 255,84 grömmum af metamfetamíni til Íslands daginn eftir, 20. desember. Konan flutti þau með flugi frá Kaupmannahöfn, falin innvortis og í dömubindi. Manninum var gefið að sök að hafa skipulagt komuna, bókaði flugið, greitt flugmiðana, pakkað fíkniefnunum og fylgt henni í fluginu. Hann játaði sök. Mál kærustunnar var að endingu skilið frá máli hinnar tveggja. Hún hlaut sex mánaða dóm fyrir aðild sína að innflutningnum fyrr í þessum mánuði. Sagði vin sinn hafa skipt um ferðatösku við sig Rakið er í dómi að tollverðir hafi stöðvað fyrri konuna á Keflavíkurflugvelli. Í farangri hennar hafi fundist tveir jólapakkar með hassi í. Þá hafi MDMA og LSD fundist í lofttæmdum umbúðum sem saumaðar voru inni í úlpu í tösku hennar. Konan lýsti því í skýrslutöku hjá lögreglu að hún hefði ætlað með vinkonu sinni og vini til Íslands en hún á endanum farið hingað ein. Vinurinn hefði hins vegar komið til hennar á hótel í Amsterdam morguninn áður en hún átti að fara og skipt um ferðatösku við hana. Hún kvaðst ekki hafa vitað að fíkniefnin væru í töskunni og þá hefði hún ekki verið neydd til Íslands. Aðrir skipulagt og fjármagnað innflutninginn Maðurinn kvaðst aðeins hafa keypt farmiðann fyrir konuna og þvertók fyrir að hafa vitað að hún væri að flytja inn fíkniefni. Hann kvaðst raunar ekki þekkja hana. Dómurinn mat það svo að lýsing konunnar á aðdraganda ferðar konunnar til Íslands væri með „ólíkindablæ“. Telja yrði yfirgnæfandi líkur á því að hún hafi vitað hver tilgangur ferðar hennar hafi verið. Auk þess hefðu fíkniefni fundist í farangri hennar og þannig teldist sannað að hún hefði flutt þau inn. Þá taldi dómurinn ótrúverðugt að maðurinn hefði ekki vitað hver tilgangur ferðar konunnar væri þegar hann keypti fyrir hana farmiða. Jafnframt bentu gögn málsins til þess að konan hefði komið hingað sem burðardýr en ekki komið að skipulaginu. Hins vegar virtist aðkoma mannsins hafa falist í aðstoð við innflutninginn en aðrir skipulagt og fjármagnað hann. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi og konan átján mánaða fangelsi. Rúmlega tveggja mánaða gæsluvarðhaldsvist sem þau sættu kom til frádráttar refsingunni. Þá var þeim gert hvoru um sig að greiða rúmar tvær milljónir í málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna, auk samtals um 800 þúsund krónur í sakarkostnað Lyf Dómsmál Smygl Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Fólkið er frá Spáni og var ákært fyrir að hafa staðið að innflutningi á samtals tæpum fimm kílóum af hassi, rúmlega fimm þúsund stykkjum af MDMA og 100 stykkjum af LSD þann 19. desember síðastliðinn. Manninum var gefið að sök að hafa skipulagt innflutninginn. Bæði neituðu sök. Þá var maðurinn ákærður fyrir að hafa ásamt kærustu sinni staðið að innflutningi á 255,84 grömmum af metamfetamíni til Íslands daginn eftir, 20. desember. Konan flutti þau með flugi frá Kaupmannahöfn, falin innvortis og í dömubindi. Manninum var gefið að sök að hafa skipulagt komuna, bókaði flugið, greitt flugmiðana, pakkað fíkniefnunum og fylgt henni í fluginu. Hann játaði sök. Mál kærustunnar var að endingu skilið frá máli hinnar tveggja. Hún hlaut sex mánaða dóm fyrir aðild sína að innflutningnum fyrr í þessum mánuði. Sagði vin sinn hafa skipt um ferðatösku við sig Rakið er í dómi að tollverðir hafi stöðvað fyrri konuna á Keflavíkurflugvelli. Í farangri hennar hafi fundist tveir jólapakkar með hassi í. Þá hafi MDMA og LSD fundist í lofttæmdum umbúðum sem saumaðar voru inni í úlpu í tösku hennar. Konan lýsti því í skýrslutöku hjá lögreglu að hún hefði ætlað með vinkonu sinni og vini til Íslands en hún á endanum farið hingað ein. Vinurinn hefði hins vegar komið til hennar á hótel í Amsterdam morguninn áður en hún átti að fara og skipt um ferðatösku við hana. Hún kvaðst ekki hafa vitað að fíkniefnin væru í töskunni og þá hefði hún ekki verið neydd til Íslands. Aðrir skipulagt og fjármagnað innflutninginn Maðurinn kvaðst aðeins hafa keypt farmiðann fyrir konuna og þvertók fyrir að hafa vitað að hún væri að flytja inn fíkniefni. Hann kvaðst raunar ekki þekkja hana. Dómurinn mat það svo að lýsing konunnar á aðdraganda ferðar konunnar til Íslands væri með „ólíkindablæ“. Telja yrði yfirgnæfandi líkur á því að hún hafi vitað hver tilgangur ferðar hennar hafi verið. Auk þess hefðu fíkniefni fundist í farangri hennar og þannig teldist sannað að hún hefði flutt þau inn. Þá taldi dómurinn ótrúverðugt að maðurinn hefði ekki vitað hver tilgangur ferðar konunnar væri þegar hann keypti fyrir hana farmiða. Jafnframt bentu gögn málsins til þess að konan hefði komið hingað sem burðardýr en ekki komið að skipulaginu. Hins vegar virtist aðkoma mannsins hafa falist í aðstoð við innflutninginn en aðrir skipulagt og fjármagnað hann. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi og konan átján mánaða fangelsi. Rúmlega tveggja mánaða gæsluvarðhaldsvist sem þau sættu kom til frádráttar refsingunni. Þá var þeim gert hvoru um sig að greiða rúmar tvær milljónir í málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna, auk samtals um 800 þúsund krónur í sakarkostnað
Lyf Dómsmál Smygl Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira