Disney+ byrjuð að setja inn myndir á íslensku Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 3. júní 2021 16:54 Disney+ hefur nú gert að minnsta kosti tíu kvikmyndir aðgengilegar með íslensku tali. Samsett Streymisveitan Disney+ hefur orðið við beiðni Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra um að bjóða upp á efni með íslenskri talsetningu. Nú eru myndir á borð við Aladdin, Ísöld og Herkúles í boði með íslensku tali. Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson gagnrýndi það á Twitter í byrjun árs að streymisveitan Disney+ byði ekki upp á íslenskt tal á efni sínu, þar sem íslenska talsetningin væri svo sannarlega til. Þá benti hann á mikilvægi þess að varðveita íslenska tungu. Fjöldi fólks tók undir innlegg Jóhannesar. Hey @disneyplus why would you sell subscriptions in a region (Iceland to be specific) without making the subtitles and audio for that region available? Why oh why? Iceland has dubbed Disney features and TV shows for decades. You own it, you have it. Please make it available.— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) January 30, 2021 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra brást við umræðunni með því að senda bréf til Bob Chapek, forstjóra Disney, þar sem hún skoraði á Disney+ að gera efnið aðgengilegt á íslensku. Menntamálaráðherra barst svar frá Disney samsteypunni í byrjun febrúar. Þar tjáði Hans van Rijn, umsjónarmaður Disney+ á Norðurlöndunum, Lilju að málið væri í vinnslu. Vinsælar myndir á borð við Lion King, Toy Story, Frozen, Wall-E, Cars og Coco yrðu aðgengilegar á íslensku. Hann taldi að vinnan tæki nokkra mánuði. Að minnsta kosti tíu myndir aðgengilegar á íslensku Margir glöddust yfir því í dag að sjá að minnsta kosti tíu myndir eru nú aðgengilegar með íslensku tali. Það eru myndirnar Aladdin, Ísöld, Herkúles, Moana, Incredibles, Zootropolis, Bílar, Ríó 2 og Epic, ásamt myndinni Soul sem lengi vel var eina myndin á veitunni sem var aðgengileg á íslensku. Athygli vekur að þetta eru þó ekki þær myndir sem van Rijn taldi upp í svari sínu og því má ætla að fleiri myndir séu væntanlegar með íslensku tali á næstunni. Fréttastofa hefur sent Disney+ fyrirspurn vegna málsins. Disney Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Svar við bréfi Lilju gefur vonir um meiri íslensku hjá Disney Fleiri myndir verða aðgengilegar með íslenskri talsetningu og texta á streymisveitunni Disney+ eftir nokkra mánuði. Þetta kemur fram í svari Hans van Rijn, yfirmanns Disney á Norðurlöndunum, við erindi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 8. febrúar 2021 18:11 Lilja vonsvikin með Disney Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sent Bob Chapek, forstjóra Disney, bréf þar sem hún hvetur fyrirtækið til þess að bjóða í meira mæli upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni, Disney+. Hún kveðst hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hún komst að því hve lítið af slíku efni er í boði hjá fyrirtækinu. 1. febrúar 2021 18:41 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson gagnrýndi það á Twitter í byrjun árs að streymisveitan Disney+ byði ekki upp á íslenskt tal á efni sínu, þar sem íslenska talsetningin væri svo sannarlega til. Þá benti hann á mikilvægi þess að varðveita íslenska tungu. Fjöldi fólks tók undir innlegg Jóhannesar. Hey @disneyplus why would you sell subscriptions in a region (Iceland to be specific) without making the subtitles and audio for that region available? Why oh why? Iceland has dubbed Disney features and TV shows for decades. You own it, you have it. Please make it available.— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) January 30, 2021 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra brást við umræðunni með því að senda bréf til Bob Chapek, forstjóra Disney, þar sem hún skoraði á Disney+ að gera efnið aðgengilegt á íslensku. Menntamálaráðherra barst svar frá Disney samsteypunni í byrjun febrúar. Þar tjáði Hans van Rijn, umsjónarmaður Disney+ á Norðurlöndunum, Lilju að málið væri í vinnslu. Vinsælar myndir á borð við Lion King, Toy Story, Frozen, Wall-E, Cars og Coco yrðu aðgengilegar á íslensku. Hann taldi að vinnan tæki nokkra mánuði. Að minnsta kosti tíu myndir aðgengilegar á íslensku Margir glöddust yfir því í dag að sjá að minnsta kosti tíu myndir eru nú aðgengilegar með íslensku tali. Það eru myndirnar Aladdin, Ísöld, Herkúles, Moana, Incredibles, Zootropolis, Bílar, Ríó 2 og Epic, ásamt myndinni Soul sem lengi vel var eina myndin á veitunni sem var aðgengileg á íslensku. Athygli vekur að þetta eru þó ekki þær myndir sem van Rijn taldi upp í svari sínu og því má ætla að fleiri myndir séu væntanlegar með íslensku tali á næstunni. Fréttastofa hefur sent Disney+ fyrirspurn vegna málsins.
Disney Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Svar við bréfi Lilju gefur vonir um meiri íslensku hjá Disney Fleiri myndir verða aðgengilegar með íslenskri talsetningu og texta á streymisveitunni Disney+ eftir nokkra mánuði. Þetta kemur fram í svari Hans van Rijn, yfirmanns Disney á Norðurlöndunum, við erindi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 8. febrúar 2021 18:11 Lilja vonsvikin með Disney Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sent Bob Chapek, forstjóra Disney, bréf þar sem hún hvetur fyrirtækið til þess að bjóða í meira mæli upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni, Disney+. Hún kveðst hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hún komst að því hve lítið af slíku efni er í boði hjá fyrirtækinu. 1. febrúar 2021 18:41 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Svar við bréfi Lilju gefur vonir um meiri íslensku hjá Disney Fleiri myndir verða aðgengilegar með íslenskri talsetningu og texta á streymisveitunni Disney+ eftir nokkra mánuði. Þetta kemur fram í svari Hans van Rijn, yfirmanns Disney á Norðurlöndunum, við erindi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 8. febrúar 2021 18:11
Lilja vonsvikin með Disney Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sent Bob Chapek, forstjóra Disney, bréf þar sem hún hvetur fyrirtækið til þess að bjóða í meira mæli upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni, Disney+. Hún kveðst hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hún komst að því hve lítið af slíku efni er í boði hjá fyrirtækinu. 1. febrúar 2021 18:41