Flóttamannanefnd vonast til að skila tillögum til ráðherra fyrir helgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 11:57 Stefán Vagn Stefánsson, formaður flóttamannanefndar, segir að stefnt sé að því að nefndin skili tillögum um hvernig taka megi á móti afgönsku flóttafólki fyrir helgi. Stöð 2/Arnar Halldórsson Flóttamannanefnd mun skila inn tillögum til ráðherra um hvernig taka megi á móti flóttamönnum frá Afganistan fyrir ríkisstjórnarfund næsta þriðjudag. Verið sé að vinna tillögurnar mun hraðar en almennt væri gert vegna alvarleika stöðunnar. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra boðaði flóttamannanefnd á fund í gær og fól henni að gera tillögur til stjórnvalda um hvernig taka megi á móti flóttamönnum frá Afganistan. Nefndin mun funda aftur annað hvort á morgun eða á föstudag þar sem línurnar munu skýrast enn frekar. „Ég á von á því að nefndin skili af sér tillögum vonandi á föstudaginn þannig að það er fundur hjá nefndinni á fimmtudag eða föstudag þannig að við gerum ráð fyrir að klára þetta þá,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður flóttamannanefndar. Hann segir að verið sé að vinna mun hraðar að tillögunum en almennt er gert vegna alvarleika málsins. Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum í höfuðborginni Kabúl og landinu öllu. Búist er við miklum fólksflutningum frá landinu á næstu misserum vegna uppgangs Talibana. „Þetta tekur miklu styttri tíma en venjulega hjá okkur og við erum að reyna að bregðast við þessu eins hratt og hægt er og við erum fullmeðvituð um alvarleika málsins og að það þurfi að vinna þetta hratt,“ segir Stefán. „Þetta er stórt mál, þetta er flókið mál og þetta er mjög erfitt í marga staði og þess vegna þarf að vinna þetta vel líka en hratt.“ Horfa til annarra þjóða Hann segir að nefndin hafi það nú til skoðunar hvernig aðrar þjóðir séu að bregðast við stöðunni. Bretland tilkynnti í gær að tekið yrði við tuttugu þúsund afgönskum flóttamönnum og Kanada mun gera slíkt hið sama. Þá er Ástralía þegar farin að taka við flóttafólki. „Við höfum verið að horfa sérstaklega til Norðurlandanna í því og annarra Evrópuríkja.“ Félagsmálaráðherra segist vilja taka á móti afgönskum flóttamönnum. „Já, ég hefði ekki beðið flóttamannanefnd að koma saman nema vegna þess að við viljum skoða hvað er hægt að gera, með hvað a hætti og við værum ekki að kalla nefndina saman að tilgangslausu, það gefur augaleið,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Nánar er rætt við Ásmund Einar hér að neðan. Afganistan Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar. 18. ágúst 2021 10:42 Kanna hvernig taka megi á móti afgönsku flóttafólki Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist bíða eftir tillögum flóttamannanefndar um hvernig megi taka við afgönsku flóttafólki. 18. ágúst 2021 07:35 Leiðtogar Talibana koma úr felum Leiðtogar Talibana sem undanfarna áratugi hafa verið í felum og sjaldan veitt viðtöl nema með mikilli leynd, sýna sig nú hver á fætur öðrum opinberlega í Kabúl. 18. ágúst 2021 06:40 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra boðaði flóttamannanefnd á fund í gær og fól henni að gera tillögur til stjórnvalda um hvernig taka megi á móti flóttamönnum frá Afganistan. Nefndin mun funda aftur annað hvort á morgun eða á föstudag þar sem línurnar munu skýrast enn frekar. „Ég á von á því að nefndin skili af sér tillögum vonandi á föstudaginn þannig að það er fundur hjá nefndinni á fimmtudag eða föstudag þannig að við gerum ráð fyrir að klára þetta þá,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður flóttamannanefndar. Hann segir að verið sé að vinna mun hraðar að tillögunum en almennt er gert vegna alvarleika málsins. Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum í höfuðborginni Kabúl og landinu öllu. Búist er við miklum fólksflutningum frá landinu á næstu misserum vegna uppgangs Talibana. „Þetta tekur miklu styttri tíma en venjulega hjá okkur og við erum að reyna að bregðast við þessu eins hratt og hægt er og við erum fullmeðvituð um alvarleika málsins og að það þurfi að vinna þetta hratt,“ segir Stefán. „Þetta er stórt mál, þetta er flókið mál og þetta er mjög erfitt í marga staði og þess vegna þarf að vinna þetta vel líka en hratt.“ Horfa til annarra þjóða Hann segir að nefndin hafi það nú til skoðunar hvernig aðrar þjóðir séu að bregðast við stöðunni. Bretland tilkynnti í gær að tekið yrði við tuttugu þúsund afgönskum flóttamönnum og Kanada mun gera slíkt hið sama. Þá er Ástralía þegar farin að taka við flóttafólki. „Við höfum verið að horfa sérstaklega til Norðurlandanna í því og annarra Evrópuríkja.“ Félagsmálaráðherra segist vilja taka á móti afgönskum flóttamönnum. „Já, ég hefði ekki beðið flóttamannanefnd að koma saman nema vegna þess að við viljum skoða hvað er hægt að gera, með hvað a hætti og við værum ekki að kalla nefndina saman að tilgangslausu, það gefur augaleið,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Nánar er rætt við Ásmund Einar hér að neðan.
Afganistan Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar. 18. ágúst 2021 10:42 Kanna hvernig taka megi á móti afgönsku flóttafólki Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist bíða eftir tillögum flóttamannanefndar um hvernig megi taka við afgönsku flóttafólki. 18. ágúst 2021 07:35 Leiðtogar Talibana koma úr felum Leiðtogar Talibana sem undanfarna áratugi hafa verið í felum og sjaldan veitt viðtöl nema með mikilli leynd, sýna sig nú hver á fætur öðrum opinberlega í Kabúl. 18. ágúst 2021 06:40 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar. 18. ágúst 2021 10:42
Kanna hvernig taka megi á móti afgönsku flóttafólki Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist bíða eftir tillögum flóttamannanefndar um hvernig megi taka við afgönsku flóttafólki. 18. ágúst 2021 07:35
Leiðtogar Talibana koma úr felum Leiðtogar Talibana sem undanfarna áratugi hafa verið í felum og sjaldan veitt viðtöl nema með mikilli leynd, sýna sig nú hver á fætur öðrum opinberlega í Kabúl. 18. ágúst 2021 06:40