Nýjar sóttvarnareglur í gildi Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2021 07:27 Opnað er á möguleikann á stærri samkomum frá og með næstu viku að því gefnu að gestir framvísu neikvæðu hraðprófi og beri grímu. Vísir/Vilhelm Engin takmörk eru lengur á hámarksfjölda gesta í sundlaugum eftir að nýjar sóttvarnareglur tóku gildi á miðnætti. Áfram eru samkomur takmarkaðar við 200 manns en gerð er krafa um grímunotkun þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægðarmörk. Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um tamörkun á samkomum vegna farsóttar tók gildi á miðnætti og gildir til og með 17. september. Reglurnar eru að miklu leyti þær sömu og hafa verið við lýði undanfarnar vikur en aðeins er slakað á takmörkunum. Þannig verður heimilt að hafa allt að 500 manns í rými á viðburðum ef gestir geta lagt fram neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi frá og með 3. september. Reglurnar sem nú eru í gildi eru eftirfarandi samkvæmt Covid.is, upplýsingasíðu almannavarna og landlæknis um kórónuveirufaraldurinn: Tvö hundruð manna samkomubannið nær ekki til barna sem eru fædd 2016 eða síðar og þá gildir það ekki um almenningsamgöngur, hópbifreiðar, innanlandsflug, farþegaferjur og störf viðbragðsaðila (s.s. lögreglu, slökkviliðs, hjálparliðs almannavarna og heilbrigðisstarfsfólks). Einnig gildir hún ekki um störf ríkisstjórnar, ríkisráðs, Alþingis, þjóðaröryggisráðs eða þegar dómstólar fara með dómsvald sitt. Á öllum vinnustöðum og í annarri starfsemi þarf að tryggja 1 metra nálægðarmörk á milli fólks sem er ekki í nánum tengslum. Heimilt er að falla frá 1 metra nálægðarmörkum á athöfnum þar sem gestir sitja, að því gefnu að þeir séu skráðir í sæti með nafni, kennitölu og símanúmeri og noti andlitsgrímu. Grímunotkun Grímuskylda er innandyra þar sem ekki er unnt að tryggja eins metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum, einnig á viðburðum þar sem gestir sitja í bókuðum sætum. Nálægðarmörk og grímuskylda á ekki við um börn fædd 2006 eða síðar. Andlitsgrímur skal nota þar sem ekki er unnt að tryggja eins metra nálægðarmörk svo sem í heilbrigðisþjónustu, verslunum, söfnum, innanlandsflugi og ferjum, almenningssamgöngum, leigubifreiðum og hópbifreiðum, í verklegu ökunámi og flugnámi, starfsemi hárgreiðslustofa, snyrtistofa, nuddstofa, húðflúrstofa, hundasnyrtistofa, sólbaðsstofa og annarri sambærilegri starfsemi. Andlitsgríma skal hylja nef og munn. Undanþegnir grímuskyldu eru þeir einstaklingar sem hafa ekki skilning eða þroska til að nota andlitsgrímu rétt eða geta það ekki af öðrum ástæðum, svo sem vegna heilsufars. Kennurum og nemendum fæddum 2005 og fyrr er heimilt í skólum að taka niður grímu eftir að sest er niður inni í skólastofu. Viðburðir með sitjandi gestum Allt að 200 manns mega vera viðstaddir athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga, sviðslistar- menningar- og íþróttaviðburði, ráðstefnur, fyrirlestra og sambærilega viðburði að uppfylltum öllum eftirtöldum skilyrðum. Nálægðarmörk gilda ekki á viðburðum þar sem allir sitja. Þátttaka allra gesta skal skráð á númeruð sæti þar sem fram kemur nafn, kennitala og símanúmer. Varðveita skal skráninguna í tvær vikur. Allir skulu nota andlitsgrímu innandyra (börn fædd 2006 eða síðar undanskilin). Heimilt er að hafa hlé á sýningum og veitingasala á viðburðum er heimil. Í hléi skal tryggja eins metra nálægðarmörk. Frá 3. september gildir að: Heimilt er að hafa allt að 500 manns í rými á viðburðum að uppfylltum öllum eftirfarandi skilyrðum: Allir gestir framvísi neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi (antigen) sem má ekki vera eldra en 48 klukkustunda. Sjálfspróf eru ekki talin gild. Allir gestir séu sitjandi og ekki andspænis hver öðrum. Allir gestir séu skráðir með nafni, kennitölu og símanúmeri. Skrána skal varðveita í tvær vikur og henni eytt að þeim tíma liðnum. Allir gestir noti andlitsgrímu innandyra (börn fædd 2006 eða síðar undanskilin). Ýmis starfsemi Verslanir mega taka á móti 200 viðskiptavinum svo lengi sem hægt sé að tryggja að minnsta kosti eins metra á milli þeirra sem eru ekki í nánum tengslum. Tryggja þarf aðgang að handsótthreinsi við innganga og í grennd við algenga snertifleti, s.s. snertiskjái, innkaupakerrur og afgreiðslukassa. Sviðslistir, bíósýningar og aðrir menningarviðburðir hafa heimild til að hafa allt að 200 manns á sviði, þ.e. á æfingum og sýningum. Heimilt er að taka á móti allt að 200 sitjandi gestum í hvert rými og er þeim skylt að nota andlitsgrímu innandyra. Sæti skulu númeruð og skráð á nafn, kenntiölu og símanúmer. Börn fædd 2016 og síðar eru ekki talin með. Veitingasala er heimil í hléi. Frá 3. september: Athugið sérstakar reglur um allt að 500 manns í hólfi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Sjá ofar. Við athafnir trú- og lífskoðunarfélaga mega allt að 200 gestir vera viðstaddir og einnig í erfidrykkjum, fermingarveislum og sambærilegum viðburðum.. Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar mega hafa opið til kl. 23 alla daga vikunnar með að hámarki 200 gesti í rými og 1 metra nálægðarmörkum. Allir gestir skulu skráðir á nafn, kennitölu og símanúmer. Vínveitingar skal bera til sitjandi viðskiptavina. Allir gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 00.00. Skemmtistaðir og krár mega hafa opið til kl. 23 alla daga vikunnar með að hámarki 200 gesti í rými. Vínveitingar skal bera til sitjandi viðskiptavina. Allir gestir skulu skráðir á nafn, kennitölu og símanúmer. Allir gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 00.00. Þó er heimilt að halda einkasamkvæmi á veitingastöðum þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar lengur en til miðnættis, að því gefnu að allir gestir séu skráðir og ekki fleiri í heildina en 200. Spilakassar og spilasalir mega hafa opið til kl. 23 alla daga vikunnar með að hámarki 200 gesti í rými. Vínveitingar skal bera til sitjandi viðskiptavina. Allir gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 00.00. Sundlaugar og baðstaðir eru opnir fyrir leyfilegan hámarksfjölda. Heilsu- og líkamsræktarstöðvar eru opnar fyrir leyfilegan hámarksfjölda gesta. Búnað skal sótthreinsa milli notenda og allir notendur skráðir. Mælt er með notkun andlitsgríma í sameiginlegum rýmum. Tryggja skal loftræstingu og góðan aðgang sótthreinsiefnum fyrir hendur og tæki. Tjaldsvæði og hjólhýsasvæði mega taka á móti 200 manns í hverju sóttvarnarými. Börn fædd árið 2016 og síðar eru ekki talin með. Sóttvarnarými getur verið innan- sem utandyra.Nálægðarmörk er 1 metri milli ótengdra aðila en annars grímuskylda. Takmarka þarf samneyti á milli aðskildra ferðahópa eins og unnt er. Söfn mega taka á móti leyfilegum hámarksfjölda gesta en þó ekki fleiri en 200 í hvert rými. Ekki er heimilt að veita tímabundið leyfi fyrir skemmtunum svo sem tónleikum, dansleikjum, brennum eða öðrum viðburðum sem ætla má að dragi að sér hóp fólks eftir kl 23. Íþróttastarf á vegum ÍSÍ Íþróttir inni og úti, jafnt barna sem fullorðinna, eru heimilar. Hámarksfjöldi í hverju hólfi eru 200 manns. Gætt skal að sóttvörnum og sameiginleg áhöld sótthreinsuð eftir notkun og þess gætt að loftræsting sé í lagi og loftað út reglulega. Íþróttakeppnir barna og fullorðinna eru heimilar og leyfilegt að taka á móti allt að 200 sitjandi gestum og er þeim skylt að nota andlitsgrímu innandyra. Sæti skulu númeruð og skráð á nafn, kennitölu og símanúmer. Fylgja skal reglum um viðburði með sitjandi gesti. Sjá ofar. Veitingasala á keppnisstöðum er heimil. Í íþróttum sem ekki tilheyra Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands skal setja leiðbeiningar eða fylgja sömu leiðbeiningum og sambærilegar íþróttir innan sambandsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um tamörkun á samkomum vegna farsóttar tók gildi á miðnætti og gildir til og með 17. september. Reglurnar eru að miklu leyti þær sömu og hafa verið við lýði undanfarnar vikur en aðeins er slakað á takmörkunum. Þannig verður heimilt að hafa allt að 500 manns í rými á viðburðum ef gestir geta lagt fram neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi frá og með 3. september. Reglurnar sem nú eru í gildi eru eftirfarandi samkvæmt Covid.is, upplýsingasíðu almannavarna og landlæknis um kórónuveirufaraldurinn: Tvö hundruð manna samkomubannið nær ekki til barna sem eru fædd 2016 eða síðar og þá gildir það ekki um almenningsamgöngur, hópbifreiðar, innanlandsflug, farþegaferjur og störf viðbragðsaðila (s.s. lögreglu, slökkviliðs, hjálparliðs almannavarna og heilbrigðisstarfsfólks). Einnig gildir hún ekki um störf ríkisstjórnar, ríkisráðs, Alþingis, þjóðaröryggisráðs eða þegar dómstólar fara með dómsvald sitt. Á öllum vinnustöðum og í annarri starfsemi þarf að tryggja 1 metra nálægðarmörk á milli fólks sem er ekki í nánum tengslum. Heimilt er að falla frá 1 metra nálægðarmörkum á athöfnum þar sem gestir sitja, að því gefnu að þeir séu skráðir í sæti með nafni, kennitölu og símanúmeri og noti andlitsgrímu. Grímunotkun Grímuskylda er innandyra þar sem ekki er unnt að tryggja eins metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum, einnig á viðburðum þar sem gestir sitja í bókuðum sætum. Nálægðarmörk og grímuskylda á ekki við um börn fædd 2006 eða síðar. Andlitsgrímur skal nota þar sem ekki er unnt að tryggja eins metra nálægðarmörk svo sem í heilbrigðisþjónustu, verslunum, söfnum, innanlandsflugi og ferjum, almenningssamgöngum, leigubifreiðum og hópbifreiðum, í verklegu ökunámi og flugnámi, starfsemi hárgreiðslustofa, snyrtistofa, nuddstofa, húðflúrstofa, hundasnyrtistofa, sólbaðsstofa og annarri sambærilegri starfsemi. Andlitsgríma skal hylja nef og munn. Undanþegnir grímuskyldu eru þeir einstaklingar sem hafa ekki skilning eða þroska til að nota andlitsgrímu rétt eða geta það ekki af öðrum ástæðum, svo sem vegna heilsufars. Kennurum og nemendum fæddum 2005 og fyrr er heimilt í skólum að taka niður grímu eftir að sest er niður inni í skólastofu. Viðburðir með sitjandi gestum Allt að 200 manns mega vera viðstaddir athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga, sviðslistar- menningar- og íþróttaviðburði, ráðstefnur, fyrirlestra og sambærilega viðburði að uppfylltum öllum eftirtöldum skilyrðum. Nálægðarmörk gilda ekki á viðburðum þar sem allir sitja. Þátttaka allra gesta skal skráð á númeruð sæti þar sem fram kemur nafn, kennitala og símanúmer. Varðveita skal skráninguna í tvær vikur. Allir skulu nota andlitsgrímu innandyra (börn fædd 2006 eða síðar undanskilin). Heimilt er að hafa hlé á sýningum og veitingasala á viðburðum er heimil. Í hléi skal tryggja eins metra nálægðarmörk. Frá 3. september gildir að: Heimilt er að hafa allt að 500 manns í rými á viðburðum að uppfylltum öllum eftirfarandi skilyrðum: Allir gestir framvísi neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi (antigen) sem má ekki vera eldra en 48 klukkustunda. Sjálfspróf eru ekki talin gild. Allir gestir séu sitjandi og ekki andspænis hver öðrum. Allir gestir séu skráðir með nafni, kennitölu og símanúmeri. Skrána skal varðveita í tvær vikur og henni eytt að þeim tíma liðnum. Allir gestir noti andlitsgrímu innandyra (börn fædd 2006 eða síðar undanskilin). Ýmis starfsemi Verslanir mega taka á móti 200 viðskiptavinum svo lengi sem hægt sé að tryggja að minnsta kosti eins metra á milli þeirra sem eru ekki í nánum tengslum. Tryggja þarf aðgang að handsótthreinsi við innganga og í grennd við algenga snertifleti, s.s. snertiskjái, innkaupakerrur og afgreiðslukassa. Sviðslistir, bíósýningar og aðrir menningarviðburðir hafa heimild til að hafa allt að 200 manns á sviði, þ.e. á æfingum og sýningum. Heimilt er að taka á móti allt að 200 sitjandi gestum í hvert rými og er þeim skylt að nota andlitsgrímu innandyra. Sæti skulu númeruð og skráð á nafn, kenntiölu og símanúmer. Börn fædd 2016 og síðar eru ekki talin með. Veitingasala er heimil í hléi. Frá 3. september: Athugið sérstakar reglur um allt að 500 manns í hólfi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Sjá ofar. Við athafnir trú- og lífskoðunarfélaga mega allt að 200 gestir vera viðstaddir og einnig í erfidrykkjum, fermingarveislum og sambærilegum viðburðum.. Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar mega hafa opið til kl. 23 alla daga vikunnar með að hámarki 200 gesti í rými og 1 metra nálægðarmörkum. Allir gestir skulu skráðir á nafn, kennitölu og símanúmer. Vínveitingar skal bera til sitjandi viðskiptavina. Allir gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 00.00. Skemmtistaðir og krár mega hafa opið til kl. 23 alla daga vikunnar með að hámarki 200 gesti í rými. Vínveitingar skal bera til sitjandi viðskiptavina. Allir gestir skulu skráðir á nafn, kennitölu og símanúmer. Allir gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 00.00. Þó er heimilt að halda einkasamkvæmi á veitingastöðum þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar lengur en til miðnættis, að því gefnu að allir gestir séu skráðir og ekki fleiri í heildina en 200. Spilakassar og spilasalir mega hafa opið til kl. 23 alla daga vikunnar með að hámarki 200 gesti í rými. Vínveitingar skal bera til sitjandi viðskiptavina. Allir gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 00.00. Sundlaugar og baðstaðir eru opnir fyrir leyfilegan hámarksfjölda. Heilsu- og líkamsræktarstöðvar eru opnar fyrir leyfilegan hámarksfjölda gesta. Búnað skal sótthreinsa milli notenda og allir notendur skráðir. Mælt er með notkun andlitsgríma í sameiginlegum rýmum. Tryggja skal loftræstingu og góðan aðgang sótthreinsiefnum fyrir hendur og tæki. Tjaldsvæði og hjólhýsasvæði mega taka á móti 200 manns í hverju sóttvarnarými. Börn fædd árið 2016 og síðar eru ekki talin með. Sóttvarnarými getur verið innan- sem utandyra.Nálægðarmörk er 1 metri milli ótengdra aðila en annars grímuskylda. Takmarka þarf samneyti á milli aðskildra ferðahópa eins og unnt er. Söfn mega taka á móti leyfilegum hámarksfjölda gesta en þó ekki fleiri en 200 í hvert rými. Ekki er heimilt að veita tímabundið leyfi fyrir skemmtunum svo sem tónleikum, dansleikjum, brennum eða öðrum viðburðum sem ætla má að dragi að sér hóp fólks eftir kl 23. Íþróttastarf á vegum ÍSÍ Íþróttir inni og úti, jafnt barna sem fullorðinna, eru heimilar. Hámarksfjöldi í hverju hólfi eru 200 manns. Gætt skal að sóttvörnum og sameiginleg áhöld sótthreinsuð eftir notkun og þess gætt að loftræsting sé í lagi og loftað út reglulega. Íþróttakeppnir barna og fullorðinna eru heimilar og leyfilegt að taka á móti allt að 200 sitjandi gestum og er þeim skylt að nota andlitsgrímu innandyra. Sæti skulu númeruð og skráð á nafn, kennitölu og símanúmer. Fylgja skal reglum um viðburði með sitjandi gesti. Sjá ofar. Veitingasala á keppnisstöðum er heimil. Í íþróttum sem ekki tilheyra Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands skal setja leiðbeiningar eða fylgja sömu leiðbeiningum og sambærilegar íþróttir innan sambandsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira