Engin lífshætta nema fólk lendi í sérstökum aðstæðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. september 2021 15:54 Magnús Tumi er prófessor í jarðeðlisfræði. Hér er hann við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga. Gera má ráð fyrir að það taki upp undir sólarhring fyrir vatnið sem nú hleypur úr Eystri Skaftárkatli að ná að jökuljaðrinum. Hlaupið hófst seint í gærkvöldi. Jarðeðlisfræðingur segir hlaupið eiga að ná hámarki á einum til tveimur sólarhringum. Hann segir enga beina lífshættu stafa af hlaupinu. „Þetta er úr eystri Skaftárkatlinum og þau hlaup eru alltaf miklu stærri en þau sem koma úr þeim vestari,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í samtali við fréttastofu. Hlaup úr vestari katlinum hefur staðið yfir síðustu daga en í morgun greindi Veðurstofa Íslands frá því að hlaup úr þeim eystri væri hafið. Magnús Tumi rifjar upp hlaupið sem kom úr eystri katlinum árið 2015, sem var afar kraftmikið. Hann gerir ekki ráð fyrir sama krafti í þessu hlaupi, og telur að það muni frekar svipa til hlaupsins sem varð árið 2018. „Það er ekki eins mikið vatn í katlinum og ekki eins langt síðan það hljóp síðast. En það má reikna með því að þetta verði kannski svipað hlaup og kom fyrir þremur árum,“ segir hann. Hlaup úr vestari katlinum hófst í síðustu viku en nú er hlaup úr þeim eystri hafið. Þau eru alla jafna stærri og kraftmeiri.Vísir/RAX Á ekki von á að þjóðvegurinn sé í bráðri hættu Magnús Tumi segir að Skaftárhlaup teljist ekki til stærstu náttúruatburða sem verði hér á landi. Þeim fylgi þó mikill aur sem dreifist víða, og hlaupin geti lokað vegum. Þá fylgi oft sandfok þegar taki að þorna. „Það er ekki bein lífshætta, nema fólk lendi í einhverjum mjög sérstökum aðstæðum,“ segir hann. Hann gerir ekki ráð fyrir að þjóðvegurinn lokist vegna hlaupsins en Veðurstofan hefur gefið það út að gera megi ráð fyrir að vatn úr hlaupinu nái að þjóðveginum annað kvöld. „Uppi á hálendinu er brennisteinsvetni sem kemur úr vatninu, því þetta er vatn undan Skaftárkatlinum. Ef fólk er nálægt upptökunum eða við Skaftá þá getur fylgt því eitrun. Það er ástæða til að fara að öllu með gát og það borgar sig að lokast ekki inni ef fólk er þarna upp með Skaftá fyrir ofan byggð. Svo má vel vera að þetta trufli göngur sem ég held að eigi að hefjast núna strax eftir helgina,“ segir Magnús Tumi. Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Almannavarnir Tengdar fréttir Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07 Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. 5. september 2021 12:06 Flogið yfir sigkatlana í Skaftárjökli Rennsli virðist fara hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. 4. september 2021 10:08 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
„Þetta er úr eystri Skaftárkatlinum og þau hlaup eru alltaf miklu stærri en þau sem koma úr þeim vestari,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í samtali við fréttastofu. Hlaup úr vestari katlinum hefur staðið yfir síðustu daga en í morgun greindi Veðurstofa Íslands frá því að hlaup úr þeim eystri væri hafið. Magnús Tumi rifjar upp hlaupið sem kom úr eystri katlinum árið 2015, sem var afar kraftmikið. Hann gerir ekki ráð fyrir sama krafti í þessu hlaupi, og telur að það muni frekar svipa til hlaupsins sem varð árið 2018. „Það er ekki eins mikið vatn í katlinum og ekki eins langt síðan það hljóp síðast. En það má reikna með því að þetta verði kannski svipað hlaup og kom fyrir þremur árum,“ segir hann. Hlaup úr vestari katlinum hófst í síðustu viku en nú er hlaup úr þeim eystri hafið. Þau eru alla jafna stærri og kraftmeiri.Vísir/RAX Á ekki von á að þjóðvegurinn sé í bráðri hættu Magnús Tumi segir að Skaftárhlaup teljist ekki til stærstu náttúruatburða sem verði hér á landi. Þeim fylgi þó mikill aur sem dreifist víða, og hlaupin geti lokað vegum. Þá fylgi oft sandfok þegar taki að þorna. „Það er ekki bein lífshætta, nema fólk lendi í einhverjum mjög sérstökum aðstæðum,“ segir hann. Hann gerir ekki ráð fyrir að þjóðvegurinn lokist vegna hlaupsins en Veðurstofan hefur gefið það út að gera megi ráð fyrir að vatn úr hlaupinu nái að þjóðveginum annað kvöld. „Uppi á hálendinu er brennisteinsvetni sem kemur úr vatninu, því þetta er vatn undan Skaftárkatlinum. Ef fólk er nálægt upptökunum eða við Skaftá þá getur fylgt því eitrun. Það er ástæða til að fara að öllu með gát og það borgar sig að lokast ekki inni ef fólk er þarna upp með Skaftá fyrir ofan byggð. Svo má vel vera að þetta trufli göngur sem ég held að eigi að hefjast núna strax eftir helgina,“ segir Magnús Tumi.
Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Almannavarnir Tengdar fréttir Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07 Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. 5. september 2021 12:06 Flogið yfir sigkatlana í Skaftárjökli Rennsli virðist fara hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. 4. september 2021 10:08 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07
Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. 5. september 2021 12:06
Flogið yfir sigkatlana í Skaftárjökli Rennsli virðist fara hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. 4. september 2021 10:08