Þór gefur kost á sér í fyrsta sæti á Seltjarnarnesi Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2022 22:19 Þór Sigurgeirsson gefur kost á sér í fyrsta sæti. Aðsend Þór Sigurgeirsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Þór kveðst hafa reynslu af bæjarmálum Seltjarnarness en hann var bæjarfulltrúi á árunum 2006 til 2010. Þá hafi hann setið í nefndum á vegum bæjarins. „Eitthvað sem mig hefur lengi langað til að gera og eftir mikla hvatningu frá fjölda vina og kunningja í gegnum tíðina, af meiri þunga nú undanfarið, varð ákvörðunin á endanum einföld,“ segir Þór í framboðstilkynningu á Facebooksíðu sinni. Í samtali við Vísi segist Þór vera fjölskyldumaður, kvæntur Maríu Björk Óskarsdóttur sviðsstjóra hjá Seltjarnarnesbæ og saman eigi þau fjögur börn á aldrinum 12 til 24 ára. Fetar í fótspor föður síns Nú sé fram undan mikil endurnýjun í forystuhópi Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi og því telji hann tíma til kominn að hann stígi á svið bæjarmálanna á ný. „Akkúrat 20 árum frá því að pabbi lét af embætti eftir 40 ára farsælan feril – ákveðin rómantík í því!“ segir Þór, en faðir hans Sigurgeir Sigurðsson, var bæjarstjóri Seltjarnarness í áratugi og sat í bæjarstjórn í 40 ár. Stoltur af því að tilheyra fyrirmyndar samfélagi Þór segir Seltjarnarnes alltaf hafa verið sinn heimabæ og verði alltaf. Hann segist stoltur af því að tilheyra fyrirmyndar samfélagi og reyna ávallt að láta gott af sér leiða hvort heldur til að efla bæinn eða íþróttafélögin. „Ræturnar liggja klárlega í sportinu, ég hef alist upp með Gróttu, spilaði þar bæði handbolta og fótbolta. Stunda nú golf af kappi í Nesklúbbnum og er fastagestur í Sundlaug Seltjarness, bestu laug landsins, segir Þór í samtali við Vísi. Hann segir öll málefni bæjarfélagsins vera áherslumál. Þó að Seltjarnarnesbær sé nærri fullbyggður standi íbúar hans frammi fyrir fjölda áskorana í takt við nýja tíma. „Ég tel mig afbragðsefni í góðan fyrirliða samtaka liðs í kosningunum í maí og mun leggja mig allan fram við að auka fylgi Sjálfstæðismanna og sameina okkar sterka lið fái ég til þess umboð kjósenda í prófkjörinu,“ segir hann. Seltjarnarnes Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stefnir í æsispennandi bæjarstjóraslag á Seltjarnarnesi Fjögur eru nefnd til sögunnar og talin líkleg til að reyna fyrir sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, en sögulega tryggir oddvitasætið á lista flokksins jafnframt bæjarstjórastólinn. 9. janúar 2022 22:59 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Þór kveðst hafa reynslu af bæjarmálum Seltjarnarness en hann var bæjarfulltrúi á árunum 2006 til 2010. Þá hafi hann setið í nefndum á vegum bæjarins. „Eitthvað sem mig hefur lengi langað til að gera og eftir mikla hvatningu frá fjölda vina og kunningja í gegnum tíðina, af meiri þunga nú undanfarið, varð ákvörðunin á endanum einföld,“ segir Þór í framboðstilkynningu á Facebooksíðu sinni. Í samtali við Vísi segist Þór vera fjölskyldumaður, kvæntur Maríu Björk Óskarsdóttur sviðsstjóra hjá Seltjarnarnesbæ og saman eigi þau fjögur börn á aldrinum 12 til 24 ára. Fetar í fótspor föður síns Nú sé fram undan mikil endurnýjun í forystuhópi Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi og því telji hann tíma til kominn að hann stígi á svið bæjarmálanna á ný. „Akkúrat 20 árum frá því að pabbi lét af embætti eftir 40 ára farsælan feril – ákveðin rómantík í því!“ segir Þór, en faðir hans Sigurgeir Sigurðsson, var bæjarstjóri Seltjarnarness í áratugi og sat í bæjarstjórn í 40 ár. Stoltur af því að tilheyra fyrirmyndar samfélagi Þór segir Seltjarnarnes alltaf hafa verið sinn heimabæ og verði alltaf. Hann segist stoltur af því að tilheyra fyrirmyndar samfélagi og reyna ávallt að láta gott af sér leiða hvort heldur til að efla bæinn eða íþróttafélögin. „Ræturnar liggja klárlega í sportinu, ég hef alist upp með Gróttu, spilaði þar bæði handbolta og fótbolta. Stunda nú golf af kappi í Nesklúbbnum og er fastagestur í Sundlaug Seltjarness, bestu laug landsins, segir Þór í samtali við Vísi. Hann segir öll málefni bæjarfélagsins vera áherslumál. Þó að Seltjarnarnesbær sé nærri fullbyggður standi íbúar hans frammi fyrir fjölda áskorana í takt við nýja tíma. „Ég tel mig afbragðsefni í góðan fyrirliða samtaka liðs í kosningunum í maí og mun leggja mig allan fram við að auka fylgi Sjálfstæðismanna og sameina okkar sterka lið fái ég til þess umboð kjósenda í prófkjörinu,“ segir hann.
Seltjarnarnes Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stefnir í æsispennandi bæjarstjóraslag á Seltjarnarnesi Fjögur eru nefnd til sögunnar og talin líkleg til að reyna fyrir sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, en sögulega tryggir oddvitasætið á lista flokksins jafnframt bæjarstjórastólinn. 9. janúar 2022 22:59 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Stefnir í æsispennandi bæjarstjóraslag á Seltjarnarnesi Fjögur eru nefnd til sögunnar og talin líkleg til að reyna fyrir sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, en sögulega tryggir oddvitasætið á lista flokksins jafnframt bæjarstjórastólinn. 9. janúar 2022 22:59