Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Eiður Þór Árnason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 21. febrúar 2022 14:34 Enn ein lægðin skellur á landinu í kvöld. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. Samhæfingarmiðstöð almannavarna verður starfrækt frá og með þeim tíma og fram til morguns. Talsverð hætta er á foktjóni auk þess sem samgöngur geta verið erfiðar um tíma, að því er fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra. Fólk er hvatt til þess að ganga vel frá lausum munum og verktakar beðnir að ganga vel frá framkvæmdasvæðum. Veðurstofa Íslands hefur fært veðurviðvörun sína upp á rautt fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa í kvöld. Appelsínugular viðvaranir eru annars í gildi á öllu landinu. Veðurfræðingur býst við miklu vatnsskemmdaveðri en annar hvellur gengur svo yfir landið strax í fyrramálið. Stutt frá síðasta óveðri Rauðu viðvaranirnar, sem eru þær alvarlegustu í viðvaranakerfi Veðurstofunnar, taka allar gildi klukkan 19 í kvöld, samkvæmt vef Veðurstofunnar. Þær gilda til 22:30 á höfuðborgarsvæðinu, 23 á Suðurlandi og 00:30 á Faxaflóa. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð suðaustan stormi eða roki 20 til 30 m/s. Þá má gera ráð fyrir talsverðri rigningu eða snjókomu og getur snjórinn valdið ófærð á götum. Þá er ekkert ferðaveður á Suðurlandi og Faxaflóa á meðan viðvörunin gildir. Einungis tvær vikur eru frá því að hættustigi almannavarna var lýst yfir vegna óveðurs um allt land og samhæfingarstöð virkjuð. Almannavarnir geta virkjað þrjú stig í áætlun sinni: Óvissustig, hættustig og svo neyðarstig. Hægt er að fylgjast með framvindu veðursins á vef Veðurstofu Íslands, vegum og lokunum hjá Vegagerðinni og ölduhæð á vef Vegagerðarinnar.
Samhæfingarmiðstöð almannavarna verður starfrækt frá og með þeim tíma og fram til morguns. Talsverð hætta er á foktjóni auk þess sem samgöngur geta verið erfiðar um tíma, að því er fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra. Fólk er hvatt til þess að ganga vel frá lausum munum og verktakar beðnir að ganga vel frá framkvæmdasvæðum. Veðurstofa Íslands hefur fært veðurviðvörun sína upp á rautt fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa í kvöld. Appelsínugular viðvaranir eru annars í gildi á öllu landinu. Veðurfræðingur býst við miklu vatnsskemmdaveðri en annar hvellur gengur svo yfir landið strax í fyrramálið. Stutt frá síðasta óveðri Rauðu viðvaranirnar, sem eru þær alvarlegustu í viðvaranakerfi Veðurstofunnar, taka allar gildi klukkan 19 í kvöld, samkvæmt vef Veðurstofunnar. Þær gilda til 22:30 á höfuðborgarsvæðinu, 23 á Suðurlandi og 00:30 á Faxaflóa. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð suðaustan stormi eða roki 20 til 30 m/s. Þá má gera ráð fyrir talsverðri rigningu eða snjókomu og getur snjórinn valdið ófærð á götum. Þá er ekkert ferðaveður á Suðurlandi og Faxaflóa á meðan viðvörunin gildir. Einungis tvær vikur eru frá því að hættustigi almannavarna var lýst yfir vegna óveðurs um allt land og samhæfingarstöð virkjuð. Almannavarnir geta virkjað þrjú stig í áætlun sinni: Óvissustig, hættustig og svo neyðarstig. Hægt er að fylgjast með framvindu veðursins á vef Veðurstofu Íslands, vegum og lokunum hjá Vegagerðinni og ölduhæð á vef Vegagerðarinnar.
Veður Almannavarnir Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói á rauðri viðvörun Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi í rauða vegna ofsaveðurs sem gengur yfir landið í kvöld. Appelsínugular viðvaranir eru annars í gildi á öllu landinu. Veðurfræðingur býst við miklu vatnsskemmdaveðri en annar hvellur gengur svo yfir landið strax í fyrramálið. 21. febrúar 2022 11:55 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói á rauðri viðvörun Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi í rauða vegna ofsaveðurs sem gengur yfir landið í kvöld. Appelsínugular viðvaranir eru annars í gildi á öllu landinu. Veðurfræðingur býst við miklu vatnsskemmdaveðri en annar hvellur gengur svo yfir landið strax í fyrramálið. 21. febrúar 2022 11:55