Forsætisráðherra brugðið yfir að blaðamennirnir hafi verið kallaðir til yfirheyrslu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 17:34 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segist hafa verið brugðið yfir fréttum af því að fjórir blaðamenn hefðu verið kallaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu með réttarstöðu sakborninga í tengslum við umfjallanir þeirra um Samherja. Hún treysti því að lögregla fari ekki af stað með slíka rannsókn nema ríkt tilefni sé til. Málið var til umræðu á Alþingi í dag þar sem Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, lýsti áhyggjum af því hvaða áhrif rannsóknin á hendur blaðamönnunum fjórum kunni að hafa á lýðræðið. „Nú virðist sem svo að lögreglustjóri umdæmisins þar sem Samherji á höfuðstöðvar hafi tekið það upp hjá sjálfri sér að beita fráleitri lagatúlkun á ákvæði hegningarlaga, sem breytt var til að vernda kynferðislega friðhelgi, til að skilgreina blaðamenn sem sakborninga í máli sem varðar meint brot á friðhelgi einkalífs,“ sagði Halldóra. „Höfum í huga að þetta eru blaðamenn sem upplýstu um óvægnar og ósvífnar aðferðir Samherja við að njósna, sitja um og þagga niður í blaðamönnum við vinnu sína við Samherjamálið. Þetta eru blaðamennirnir sem upplýstu okkur um að Samherji væri að leggja á ráðin um að koma í veg fyrir að lykilvitni gæti komið fyrir dóm í Namibíu.“ Hún spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í framhaldinu hvaða augum hún líti á það að lögregla ákveði að yfirheyra blaðamenn vegna umfjöllunar þeirra um einn stærsta aðila í íslenskum sjávarútvegi, „þann sama og sætir rannsókn vegna alvarlegrar spillingar og mútubrota, bæði hér á landi og erlendis.“. Katrín sagði lögreglu litlar upplýsingar hafa gefið um rannsóknina og því sé erfitt fyrir hana sem ráðherra að tjá sig sérstaklega um hana. „Ég vil þó segja að mér var auðvitað brugðið yfir fréttum af því að fjórir blaðamenn hefðu verið kallaðir til yfirheyrslu með réttarstöðu sakborninga í tengslum við fréttaflutning sem þau stóðu fyrir. Við treystum því að sjálfsögðu að lögreglan sé meðvituð um mikilvægi fjölmiðla sem ég hef hér rætt og hv. þingmaður hefur rætt og að málefni stórfyrirtækja sem eru til rannsóknar og framgöngu þeirra í tengslum við hana eru mál sem eiga brýnt erindi við almenning,“ svaraði Katrín. Þá treysti hún því að lögregla sé mjög meðvituð um að allar rannsóknaraðgerðir gegn fjölmiðlum geti haft fælingaráhrif og því eigi ekki að fara af stað nema ríkt tilefni sé til og meðalhófs gætt. Halldóra spurði einnig út í viðbrögð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra en hann birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann spurði hvort blaðamenn væru yfir það hafnir að svara spurningum lögreglu. Katrín svaraði því ekki öðruvísi en að treysta þurfi réttarkerfinu. „Við verðum að treysta því að réttarkerfið og lögreglan starfi samkvæmt þeim lögum og reglum sem hafa verið sett. Þar eru ákveðin og skýr sjónarmið sem hafa verið fest í lög, eins og um vernd heimildarmanna. Það þekki ég mætavel og ég treysti því að þau mál fari eftir lögum og reglum.“ Alþingi Samherjaskjölin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Málið var til umræðu á Alþingi í dag þar sem Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, lýsti áhyggjum af því hvaða áhrif rannsóknin á hendur blaðamönnunum fjórum kunni að hafa á lýðræðið. „Nú virðist sem svo að lögreglustjóri umdæmisins þar sem Samherji á höfuðstöðvar hafi tekið það upp hjá sjálfri sér að beita fráleitri lagatúlkun á ákvæði hegningarlaga, sem breytt var til að vernda kynferðislega friðhelgi, til að skilgreina blaðamenn sem sakborninga í máli sem varðar meint brot á friðhelgi einkalífs,“ sagði Halldóra. „Höfum í huga að þetta eru blaðamenn sem upplýstu um óvægnar og ósvífnar aðferðir Samherja við að njósna, sitja um og þagga niður í blaðamönnum við vinnu sína við Samherjamálið. Þetta eru blaðamennirnir sem upplýstu okkur um að Samherji væri að leggja á ráðin um að koma í veg fyrir að lykilvitni gæti komið fyrir dóm í Namibíu.“ Hún spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í framhaldinu hvaða augum hún líti á það að lögregla ákveði að yfirheyra blaðamenn vegna umfjöllunar þeirra um einn stærsta aðila í íslenskum sjávarútvegi, „þann sama og sætir rannsókn vegna alvarlegrar spillingar og mútubrota, bæði hér á landi og erlendis.“. Katrín sagði lögreglu litlar upplýsingar hafa gefið um rannsóknina og því sé erfitt fyrir hana sem ráðherra að tjá sig sérstaklega um hana. „Ég vil þó segja að mér var auðvitað brugðið yfir fréttum af því að fjórir blaðamenn hefðu verið kallaðir til yfirheyrslu með réttarstöðu sakborninga í tengslum við fréttaflutning sem þau stóðu fyrir. Við treystum því að sjálfsögðu að lögreglan sé meðvituð um mikilvægi fjölmiðla sem ég hef hér rætt og hv. þingmaður hefur rætt og að málefni stórfyrirtækja sem eru til rannsóknar og framgöngu þeirra í tengslum við hana eru mál sem eiga brýnt erindi við almenning,“ svaraði Katrín. Þá treysti hún því að lögregla sé mjög meðvituð um að allar rannsóknaraðgerðir gegn fjölmiðlum geti haft fælingaráhrif og því eigi ekki að fara af stað nema ríkt tilefni sé til og meðalhófs gætt. Halldóra spurði einnig út í viðbrögð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra en hann birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann spurði hvort blaðamenn væru yfir það hafnir að svara spurningum lögreglu. Katrín svaraði því ekki öðruvísi en að treysta þurfi réttarkerfinu. „Við verðum að treysta því að réttarkerfið og lögreglan starfi samkvæmt þeim lögum og reglum sem hafa verið sett. Þar eru ákveðin og skýr sjónarmið sem hafa verið fest í lög, eins og um vernd heimildarmanna. Það þekki ég mætavel og ég treysti því að þau mál fari eftir lögum og reglum.“
Alþingi Samherjaskjölin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira