Líst vel á að Kjalnesingar fái að kjósa um sjálfstæði Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. mars 2022 11:38 Sigurður Ingi segir að íbúar sveitarfélaga eigi að fá meira að segja um framtíð sína. Stöð 2/Egill Innviðaráðherra líst vel á að Kjalnesingar fái að kjósa um það hvort þeir slíti sig frá Reykjavíkurborg samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor. Það myndi þó hugnast honum best að hverfið yrði áfram hluti af Reykjavík en íbúar ættu að hafa sitt að segja um það. Kjalnesingar hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að þeir fái að kjósa um framtíð sína samhliða sveitarstjórnarkosningunum. Þar eru uppi hugmyndir um að endurreisa sveitarfélagið Kjalarneshrepp, sem sameinaðist Reykjavík árið 1998, eða að sameinast frekar nærliggjandi sveitarfélögum; Mosfellsbæ eða Kjósarhreppi. Vill stærri og öflugri sveitarfélög Þessar hugmyndir falla ekki illa í kramið hjá innviðaráðherra. „Ég hef svo sem ekki kynnt mér þær nákvæmlega en það er auðvitað þannig að við höfum verið að virða rétt samfélaga sveitarfélaga. Við höfum hins vegar verið að hvetja til að þau verði stærri og öflugri. Þannig að þetta er nú skref í hina áttina ef þeir ætluðu að fara að verða sjálfstætt samfélag,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Hann er þó ekki mótfallinn því að Kjalnesingar kjósi um þetta atriði í vor. „Nei, ég held við eigum að gera meira af því að leita til íbúa um íbúasamráð og íbúakosningar og við erum reyndar með slík mál í vinnslu,“ segir Sigurður Ingi. Lofar því að Sundabrautin verði að veruleika Spurður hvort ekki sé eðlilegra að Kjalarnes tilheyri sveitarfélagi sem það á bæjarmörk við en ekki Reykjavík sem er talsvert í burtu segir hann það vel geta verið. Kjalarnesið er stærsta en jafnframt fámennasta hverfi Reykjavíkurborgar. Mosfellsbær skilur Kjalarnesið frá hinum hverfunum.vísir Þó hafi Sundabrautin alltaf skipt höfuðmáli þegar Kjalnesingar ákváðu að sameinast Reykjavík. Þeim var lofað að brautin yrði lögð fyrir 2002 en nú tveimur áratugum síðar bólar enn ekkert á framkvæmdinni. Ráðherrann lofar þó að hún muni hefjast á næstunni. „Já, ég get lofað því að hún verður því hún er kominn í öruggan farveg og við ætlum að setja hana af stað. Hún er mikilvæg öryggis- og samgöngubót á höfuðborgarsvæðinu; augljóslega fyrir Kjalnesinga og reyndar allt Vestur- og Norðurlandið,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Kjósarhreppur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Kjalnesingar hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að þeir fái að kjósa um framtíð sína samhliða sveitarstjórnarkosningunum. Þar eru uppi hugmyndir um að endurreisa sveitarfélagið Kjalarneshrepp, sem sameinaðist Reykjavík árið 1998, eða að sameinast frekar nærliggjandi sveitarfélögum; Mosfellsbæ eða Kjósarhreppi. Vill stærri og öflugri sveitarfélög Þessar hugmyndir falla ekki illa í kramið hjá innviðaráðherra. „Ég hef svo sem ekki kynnt mér þær nákvæmlega en það er auðvitað þannig að við höfum verið að virða rétt samfélaga sveitarfélaga. Við höfum hins vegar verið að hvetja til að þau verði stærri og öflugri. Þannig að þetta er nú skref í hina áttina ef þeir ætluðu að fara að verða sjálfstætt samfélag,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Hann er þó ekki mótfallinn því að Kjalnesingar kjósi um þetta atriði í vor. „Nei, ég held við eigum að gera meira af því að leita til íbúa um íbúasamráð og íbúakosningar og við erum reyndar með slík mál í vinnslu,“ segir Sigurður Ingi. Lofar því að Sundabrautin verði að veruleika Spurður hvort ekki sé eðlilegra að Kjalarnes tilheyri sveitarfélagi sem það á bæjarmörk við en ekki Reykjavík sem er talsvert í burtu segir hann það vel geta verið. Kjalarnesið er stærsta en jafnframt fámennasta hverfi Reykjavíkurborgar. Mosfellsbær skilur Kjalarnesið frá hinum hverfunum.vísir Þó hafi Sundabrautin alltaf skipt höfuðmáli þegar Kjalnesingar ákváðu að sameinast Reykjavík. Þeim var lofað að brautin yrði lögð fyrir 2002 en nú tveimur áratugum síðar bólar enn ekkert á framkvæmdinni. Ráðherrann lofar þó að hún muni hefjast á næstunni. „Já, ég get lofað því að hún verður því hún er kominn í öruggan farveg og við ætlum að setja hana af stað. Hún er mikilvæg öryggis- og samgöngubót á höfuðborgarsvæðinu; augljóslega fyrir Kjalnesinga og reyndar allt Vestur- og Norðurlandið,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Kjósarhreppur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira