Á-listinn fékk meirihluta í Rangárþingi ytra með ellefu atkvæðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. maí 2022 13:55 Sveitarstjórnarfulltrúar Á-listans. Aðsend Litlu munaði að Sjálfstæðisflokkurinn bæri sigur úr bítum í sveitarstjórnarkosningum í Rangárþingi ytra á laugardag. Ellefu atkvæðum munaði, að sögn oddvita flokksins, að hann hefði fengið meirihluta. „Kæru vinir, mjótt var á munum eða einungis 11 atkvæði. Ég óska Á-listanum til hamingju með sigurinn og vona að þeirra forysta veðri sveitarfélaginu til góðs. D-listinn mun standa fyrir þeim gildum og þeirri stefnu sem við mörkuðum fyrir næsta kjörtímabil. Við munum styðja meirihlutann í góðum verkum og veita þeim öflugt aðhald þegar á þarf að halda.“ Þetta skrifar Ingvar Pétur Guðbjörnsson, oddviti D-lista Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra og bæjarstjóraefni flokksins, á Facebook. Mjótt var á munum, eins og Ingvar dregur fram, í sveitarstjórnarkosningum í Rangárþingi ytra en Á-listinn bar sigur úr bítum með aðeins ellefu atkvæðum. Á-listinn fékk 50,6% atkvæða og D-listinn 49,4%. Á listinn fær því fjóra menn kjörna og D-listinn þrjá. Eggert Valur Guðmundsson oddviti Á-listans mun taka við sveitarstjórn þegar kjörtímabilið hefst. Í sveitarstjórn fyrir Á-listann eru Eggert Valur, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Þórunn Dís Þórunnardóttir og Erla Sigríður Sigurðardóttir. Fyrir D-listann eru Ingvar Pétur, Eydís Þorbjörg Indriðadóttir og Björk Grétarsdóttir. „Ég þakka öllum þeim sem studdu D-listann í kosningunum, þakka þeim ótal mörgu sjálfboðaliðum sem lögðu baráttunni lið með margvíslegum hætti. Sú hjálp var ómetanleg. Það var gríðarlega góð stemning í okkar hópi og kosningabaráttan var skemmtileg. Listinn vann og vinnur afar þétt saman,“ skrifar Ingvar. „Að lokum ráða kjósendur, hver með sínu atkvæði, og ekki annað að gera en að taka niðurstöðunni. Nú er að þétta ráðirnar. Fjögur ár líða hratt.“ Ingvar Pétur var valinn oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu í mars en Ásmundur Friðriksson Alþingismaður sóttist eftir því að leiða listann. Ásmundur tilkynnti framboðið í lok janúar og hugðist hann hætta á þingi næði hann kjöri í Rangárþingi ytra. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Rangárþing ytra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
„Kæru vinir, mjótt var á munum eða einungis 11 atkvæði. Ég óska Á-listanum til hamingju með sigurinn og vona að þeirra forysta veðri sveitarfélaginu til góðs. D-listinn mun standa fyrir þeim gildum og þeirri stefnu sem við mörkuðum fyrir næsta kjörtímabil. Við munum styðja meirihlutann í góðum verkum og veita þeim öflugt aðhald þegar á þarf að halda.“ Þetta skrifar Ingvar Pétur Guðbjörnsson, oddviti D-lista Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra og bæjarstjóraefni flokksins, á Facebook. Mjótt var á munum, eins og Ingvar dregur fram, í sveitarstjórnarkosningum í Rangárþingi ytra en Á-listinn bar sigur úr bítum með aðeins ellefu atkvæðum. Á-listinn fékk 50,6% atkvæða og D-listinn 49,4%. Á listinn fær því fjóra menn kjörna og D-listinn þrjá. Eggert Valur Guðmundsson oddviti Á-listans mun taka við sveitarstjórn þegar kjörtímabilið hefst. Í sveitarstjórn fyrir Á-listann eru Eggert Valur, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Þórunn Dís Þórunnardóttir og Erla Sigríður Sigurðardóttir. Fyrir D-listann eru Ingvar Pétur, Eydís Þorbjörg Indriðadóttir og Björk Grétarsdóttir. „Ég þakka öllum þeim sem studdu D-listann í kosningunum, þakka þeim ótal mörgu sjálfboðaliðum sem lögðu baráttunni lið með margvíslegum hætti. Sú hjálp var ómetanleg. Það var gríðarlega góð stemning í okkar hópi og kosningabaráttan var skemmtileg. Listinn vann og vinnur afar þétt saman,“ skrifar Ingvar. „Að lokum ráða kjósendur, hver með sínu atkvæði, og ekki annað að gera en að taka niðurstöðunni. Nú er að þétta ráðirnar. Fjögur ár líða hratt.“ Ingvar Pétur var valinn oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu í mars en Ásmundur Friðriksson Alþingismaður sóttist eftir því að leiða listann. Ásmundur tilkynnti framboðið í lok janúar og hugðist hann hætta á þingi næði hann kjöri í Rangárþingi ytra.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Rangárþing ytra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira