Útilokar ekki samstarf með Sjálfstæðisflokki Bjarki Sigurðsson skrifar 16. maí 2022 15:41 Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ, útilokar ekki meirihlutasamstarf með neinum flokki. Stefnt er á að klára viðræður við alla flokka í dag. Vísir/Vilhelm Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ, segir flokkinn ekki útiloka meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Hún hefur ekki náð að ræða við alla flokka og því geti hún hvorki útilokað einn né neinn. Meirihluti Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ féll um helgina og minnkaði fylgi Sjálfstæðisflokksins um 12 prósent frá því árið 2018. Vinstri grænir hlutu einungis 5,7 prósent í kosningunum á laugardaginn og fengu engan mann inn í bæjarstjórn. Stórsigur Framsóknar Framsókn hlaut mesta fylgið í kosningunum eða 32,2 prósent og fá þannig fjóra fulltrúa inn í bæjarstjórn líkt og Sjálfstæðisflokkurinn sem hlaut 27,3 prósent atkvæða. Framsókn hefur ekki átt mann í bæjarstjórn Mosfellsbæjar síðan árið 2010. Í dag greindi Kjarninn frá því að samkvæmt heimildum þeirra útiloki Framsóknarflokkurinn meirihlutasamstarf með sjálfstæðismönnum. Þar kemur fram að flokkurinn ætli frekar í viðræður við Samfylkinguna og Viðreisn sem bæði fengu einn mann kjörinn í bæjarstjórn. Þá komi einnig til greina að bjóða Vinum Mosfellsbæjar að taka þátt í viðræðunum en þau fengu einnig einn mann kjörinn inn. Vill klára að ræða við alla Í samtali við fréttastofu þvertekur Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins, fyrir að nokkur flokkur hafi nú þegar verið útilokaður. Hún eigi eftir að klára að ræða við alla flokka og ætlar að nýta daginn í dag í það. „Ég þarf einhvern veginn að koma mér inn í þennan pólitíska veruleika, það koma bara allskonar sögur án þess að maður viti af. Við vorum í viðræðum í gær, við erum í viðræðum í dag. Það er ekki búið að útiloka neitt, allt er opið,“ segir Halla. Hún segir formlegar viðræður um meirihlutasamstarf ekki hefjast fyrr en búið sé að ræða við alla flokka og flokksmenn Framsóknar séu búnir að ráðfæra sig við hvorn annan. Aðspurð segir hún að það sé ekki komið á hreint hvort hún geri tilkall til bæjarstjórasætisins eða hvort ópólitískur einstaklingur verði ráðinn í starfið. Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Meirihluti Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ féll um helgina og minnkaði fylgi Sjálfstæðisflokksins um 12 prósent frá því árið 2018. Vinstri grænir hlutu einungis 5,7 prósent í kosningunum á laugardaginn og fengu engan mann inn í bæjarstjórn. Stórsigur Framsóknar Framsókn hlaut mesta fylgið í kosningunum eða 32,2 prósent og fá þannig fjóra fulltrúa inn í bæjarstjórn líkt og Sjálfstæðisflokkurinn sem hlaut 27,3 prósent atkvæða. Framsókn hefur ekki átt mann í bæjarstjórn Mosfellsbæjar síðan árið 2010. Í dag greindi Kjarninn frá því að samkvæmt heimildum þeirra útiloki Framsóknarflokkurinn meirihlutasamstarf með sjálfstæðismönnum. Þar kemur fram að flokkurinn ætli frekar í viðræður við Samfylkinguna og Viðreisn sem bæði fengu einn mann kjörinn í bæjarstjórn. Þá komi einnig til greina að bjóða Vinum Mosfellsbæjar að taka þátt í viðræðunum en þau fengu einnig einn mann kjörinn inn. Vill klára að ræða við alla Í samtali við fréttastofu þvertekur Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins, fyrir að nokkur flokkur hafi nú þegar verið útilokaður. Hún eigi eftir að klára að ræða við alla flokka og ætlar að nýta daginn í dag í það. „Ég þarf einhvern veginn að koma mér inn í þennan pólitíska veruleika, það koma bara allskonar sögur án þess að maður viti af. Við vorum í viðræðum í gær, við erum í viðræðum í dag. Það er ekki búið að útiloka neitt, allt er opið,“ segir Halla. Hún segir formlegar viðræður um meirihlutasamstarf ekki hefjast fyrr en búið sé að ræða við alla flokka og flokksmenn Framsóknar séu búnir að ráðfæra sig við hvorn annan. Aðspurð segir hún að það sé ekki komið á hreint hvort hún geri tilkall til bæjarstjórasætisins eða hvort ópólitískur einstaklingur verði ráðinn í starfið.
Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira