Með heimavinnu í meirihlutaviðræðum á Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. maí 2022 11:44 Frá Akureyri. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Samfylkingarinnar á Akureyri vinna nú heimavinnu fyrir næsta fund þeirra, eftir að þeir ákváðu í gær að hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar. Greint var frá því í eftir fund forsvarsmanna flokkanna fjögurra í gærkvöldi að svo mikill samhljómur hafi verið með áherslum fundarmanna í öllum helstu málum, að grundvöllur væri fyrir því að fara í formlegar meirihlutaviðræður. „Auðvitað þurfa allir að lúffa með eitthvað smá en það var afskaplega lítið sem var. Þetta lítur bara vel út,“ segir Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í samtali við Vísi. Óákveðið er hvenær næsti fundur verður haldinn, en það verður að sögn Heimis Arnar á næstu dögum. Fulltrúar flokkanna hafi nú það verkefni að setja málefni niður á blað áður en fundað verður aftur. „Nú erum við með opin skjöl sem við erum að vinna í sameiginlega,“ segir Heimir Örn. Í tilkynningu sem flokkarnir fjóru sendu út í gær var vísað til þess að flokkarnir væru sammála um að leggja áherslu á „á farsæld barna, barnafjölskyldna, fólks í viðkvæmri stöðu og eldra fólks. Auk þess voru aðilar sammála um að leggja áherslu á umhverfis- og loftslagsmál, mannréttindi og velferð íbúa, öflugt skólastarf sem og metnaðarfull og fagleg skipulagsmál“. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Aðsend Samanlagt geta þessir flokkar myndað sex fulltrúa meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar, þar sem ellefu fulltrúar eiga sæti. Engin eiginlegur meirihluti hefur verið í bæjarstjórn Akureyrar undanfarin tvö ár þar sem allir flokkar mynduðu eins konar samstjórn í september 2020. Það fyrirkomulag tók við af meirihluta L-listans, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar sem verið hafði við völd frá árinu 2014. Í nýafstöðnum bæjarstjórnarkosningum hlutu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur tvo fulltrúa hvor, Miðflokkurinn og Samfylkingin einn hvor. Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Hefja formlegar viðræður á Akureyri Fulltrúar Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Miðflokksins á Akureyri hafa ákveðið að ganga til formlegra viðræðna um myndun bæjarstjórnar. 18. maí 2022 22:54 Fulltrúar B, D, S og M funda um meirihluta á Akureyri í kvöld Hlynur Jóhannsson, oddviti Miðflokksins á Akureyri, virðist nokkuð bjartsýnn á viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar með Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Stefnt er að því að fulltrúar flokkanna hittist í kvöld til að ræða málin. 18. maí 2022 10:58 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Greint var frá því í eftir fund forsvarsmanna flokkanna fjögurra í gærkvöldi að svo mikill samhljómur hafi verið með áherslum fundarmanna í öllum helstu málum, að grundvöllur væri fyrir því að fara í formlegar meirihlutaviðræður. „Auðvitað þurfa allir að lúffa með eitthvað smá en það var afskaplega lítið sem var. Þetta lítur bara vel út,“ segir Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í samtali við Vísi. Óákveðið er hvenær næsti fundur verður haldinn, en það verður að sögn Heimis Arnar á næstu dögum. Fulltrúar flokkanna hafi nú það verkefni að setja málefni niður á blað áður en fundað verður aftur. „Nú erum við með opin skjöl sem við erum að vinna í sameiginlega,“ segir Heimir Örn. Í tilkynningu sem flokkarnir fjóru sendu út í gær var vísað til þess að flokkarnir væru sammála um að leggja áherslu á „á farsæld barna, barnafjölskyldna, fólks í viðkvæmri stöðu og eldra fólks. Auk þess voru aðilar sammála um að leggja áherslu á umhverfis- og loftslagsmál, mannréttindi og velferð íbúa, öflugt skólastarf sem og metnaðarfull og fagleg skipulagsmál“. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Aðsend Samanlagt geta þessir flokkar myndað sex fulltrúa meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar, þar sem ellefu fulltrúar eiga sæti. Engin eiginlegur meirihluti hefur verið í bæjarstjórn Akureyrar undanfarin tvö ár þar sem allir flokkar mynduðu eins konar samstjórn í september 2020. Það fyrirkomulag tók við af meirihluta L-listans, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar sem verið hafði við völd frá árinu 2014. Í nýafstöðnum bæjarstjórnarkosningum hlutu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur tvo fulltrúa hvor, Miðflokkurinn og Samfylkingin einn hvor.
Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Hefja formlegar viðræður á Akureyri Fulltrúar Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Miðflokksins á Akureyri hafa ákveðið að ganga til formlegra viðræðna um myndun bæjarstjórnar. 18. maí 2022 22:54 Fulltrúar B, D, S og M funda um meirihluta á Akureyri í kvöld Hlynur Jóhannsson, oddviti Miðflokksins á Akureyri, virðist nokkuð bjartsýnn á viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar með Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Stefnt er að því að fulltrúar flokkanna hittist í kvöld til að ræða málin. 18. maí 2022 10:58 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Hefja formlegar viðræður á Akureyri Fulltrúar Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Miðflokksins á Akureyri hafa ákveðið að ganga til formlegra viðræðna um myndun bæjarstjórnar. 18. maí 2022 22:54
Fulltrúar B, D, S og M funda um meirihluta á Akureyri í kvöld Hlynur Jóhannsson, oddviti Miðflokksins á Akureyri, virðist nokkuð bjartsýnn á viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar með Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Stefnt er að því að fulltrúar flokkanna hittist í kvöld til að ræða málin. 18. maí 2022 10:58