Slegnir yfir fyrirhugaðri lækkun aflamarks þorsks Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. júní 2022 13:29 Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Sjómönnum og útgerðarmönnum líst illa á fyrirhugaða lækkun aflamarks þorks. Uppbygging þorksstofnsins hefur staðnað síðustu ár og afrakstur minni en áætlað var. Margir telja að tími sé kominn til að endurskoða nálgun Hafrannsóknarstofnunar. Hafrannsóknastofnun lagði fyrr í mánuðinum til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki úr rúmlega 222 þúsund tonnum í tæplega 209 þúsund tonn. Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G.RUN á Grundafirði, segir sjómenn og eigendur minni útgerða slegna yfir þessari lækkun. „Það gengur of hægt að byggja upp þorsksstofninn. Þeir segja alltaf að hann sé orðinn stór og öflugur en við erum alltaf bara að veiða í kringum 200 þúsund tonnin. Það er auðvitað langt, langt frá þeim afla sem var kynnt fyrir okkur í upphafi þegar tekin var upp þessi veiðistjórnun sem við erum nú með,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi og á við þá áætlun að með uppbyggingu þorksstofnsins hafi útgerðarmenn búist við því að veiða um 300 til 400 þúsund tonn í ár. Stöðnun í vexti stofnsins Guðmundur segir ekki óeðlilegt að hafa reiknað með slíkum afla miðað við fræðirannsóknir. „Við erum mjög langt frá því að ná því sem lagt var upp með. Hafró gerði ráð fyrir stærri fiskum í stofninum sem myndu tryggja betri hrygningu og betri viðkomu stofnsins en það er ekki að gerast. Þegar við fórum að draga svona mikið úr veiðinni fóru fiskarnir að stækka þar sem við tókum minna hlutfall úr stofninum.“ Hann segir heildarstofninn hafa hætt að stækka á síðustu tveimur árum. „Vaxtarkúrvan fellur. Mín kenning er sú að það eru eldri fiskar í stofninum sem deyja. Við erum því að byggja upp þorskstofn og spara þorskstofn sem við erum þar með ekki að nýta á sem hagkvæmastan hátt.“ Löndun þorsks við Breiðdalsvík.Vísir/Vilhelm Með veiði styrkist stofninn „Öll líffræði byggist á því að þegar þú nýtir svona stofna þá styrkjast þeir og þegar þú hættir að nýta þá, þá veikjast þeir,“ segir Guðmundur. Allir hafi verið sammála um að minnka veiði eftir að svört skýrsla Hafró um þorskstofninn var birt. „Svo þegar við drógum mikið úr veiðinni og fórum að byggja upp stofninn, stækkuðu einstaklingarnir. Stofninn stækkaði tiltölulega hratt en síðan kemur í ljós að heildarstofninn hættir að stækka og vaxtarkúrvan fellur.“ Allir sjómenn séu mjög óhressir með uppbyggingu þorsksstofnsins. „Afrakstur stofnsins er miklu minni en allir væntu, líffræðilega gengur þetta ekki eftir. Stofninn skilar allt of litlu af sér,“ sagði Guðmundur að lokum. Hann býst því við að það hljóti því að vera komið tilefni til að endurskoða þessa nálgun Hafrannsóknarstofnunar. Sjávarútvegur Grundarfjörður Tengdar fréttir „Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta“ Strandveiðiflotinn mokveiðir nú sem aldrei fyrr og stefnir í að heildarpotturinn klárist fyrir lok næsta mánaðar. Formaður smábátaeigenda krefst þess að fá meiri kvóta til að koma í veg fyrir að veiðarnar stöðvist. 20. júní 2022 22:40 Leggja til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks Hafrannsóknastofnun hefur lagt til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki í rúmelga 222 þúsund tonn í tæplega 209 þúsund tonn. 15. júní 2022 13:09 Sér fram á milljarðatap ef þorskkvóti verður minnkaður frekar Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segist sjá fram á að útflutningstekjur af sjávarafurðum dragist saman um allt að sjö milljarða króna fari sjávarútvegsráðherra að ráðlegginum Hafrannsóknastofnunar um minni þorskkvóta. 15. júní 2022 20:23 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Hafrannsóknastofnun lagði fyrr í mánuðinum til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki úr rúmlega 222 þúsund tonnum í tæplega 209 þúsund tonn. Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G.RUN á Grundafirði, segir sjómenn og eigendur minni útgerða slegna yfir þessari lækkun. „Það gengur of hægt að byggja upp þorsksstofninn. Þeir segja alltaf að hann sé orðinn stór og öflugur en við erum alltaf bara að veiða í kringum 200 þúsund tonnin. Það er auðvitað langt, langt frá þeim afla sem var kynnt fyrir okkur í upphafi þegar tekin var upp þessi veiðistjórnun sem við erum nú með,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi og á við þá áætlun að með uppbyggingu þorksstofnsins hafi útgerðarmenn búist við því að veiða um 300 til 400 þúsund tonn í ár. Stöðnun í vexti stofnsins Guðmundur segir ekki óeðlilegt að hafa reiknað með slíkum afla miðað við fræðirannsóknir. „Við erum mjög langt frá því að ná því sem lagt var upp með. Hafró gerði ráð fyrir stærri fiskum í stofninum sem myndu tryggja betri hrygningu og betri viðkomu stofnsins en það er ekki að gerast. Þegar við fórum að draga svona mikið úr veiðinni fóru fiskarnir að stækka þar sem við tókum minna hlutfall úr stofninum.“ Hann segir heildarstofninn hafa hætt að stækka á síðustu tveimur árum. „Vaxtarkúrvan fellur. Mín kenning er sú að það eru eldri fiskar í stofninum sem deyja. Við erum því að byggja upp þorskstofn og spara þorskstofn sem við erum þar með ekki að nýta á sem hagkvæmastan hátt.“ Löndun þorsks við Breiðdalsvík.Vísir/Vilhelm Með veiði styrkist stofninn „Öll líffræði byggist á því að þegar þú nýtir svona stofna þá styrkjast þeir og þegar þú hættir að nýta þá, þá veikjast þeir,“ segir Guðmundur. Allir hafi verið sammála um að minnka veiði eftir að svört skýrsla Hafró um þorskstofninn var birt. „Svo þegar við drógum mikið úr veiðinni og fórum að byggja upp stofninn, stækkuðu einstaklingarnir. Stofninn stækkaði tiltölulega hratt en síðan kemur í ljós að heildarstofninn hættir að stækka og vaxtarkúrvan fellur.“ Allir sjómenn séu mjög óhressir með uppbyggingu þorsksstofnsins. „Afrakstur stofnsins er miklu minni en allir væntu, líffræðilega gengur þetta ekki eftir. Stofninn skilar allt of litlu af sér,“ sagði Guðmundur að lokum. Hann býst því við að það hljóti því að vera komið tilefni til að endurskoða þessa nálgun Hafrannsóknarstofnunar.
Sjávarútvegur Grundarfjörður Tengdar fréttir „Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta“ Strandveiðiflotinn mokveiðir nú sem aldrei fyrr og stefnir í að heildarpotturinn klárist fyrir lok næsta mánaðar. Formaður smábátaeigenda krefst þess að fá meiri kvóta til að koma í veg fyrir að veiðarnar stöðvist. 20. júní 2022 22:40 Leggja til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks Hafrannsóknastofnun hefur lagt til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki í rúmelga 222 þúsund tonn í tæplega 209 þúsund tonn. 15. júní 2022 13:09 Sér fram á milljarðatap ef þorskkvóti verður minnkaður frekar Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segist sjá fram á að útflutningstekjur af sjávarafurðum dragist saman um allt að sjö milljarða króna fari sjávarútvegsráðherra að ráðlegginum Hafrannsóknastofnunar um minni þorskkvóta. 15. júní 2022 20:23 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
„Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta“ Strandveiðiflotinn mokveiðir nú sem aldrei fyrr og stefnir í að heildarpotturinn klárist fyrir lok næsta mánaðar. Formaður smábátaeigenda krefst þess að fá meiri kvóta til að koma í veg fyrir að veiðarnar stöðvist. 20. júní 2022 22:40
Leggja til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks Hafrannsóknastofnun hefur lagt til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki í rúmelga 222 þúsund tonn í tæplega 209 þúsund tonn. 15. júní 2022 13:09
Sér fram á milljarðatap ef þorskkvóti verður minnkaður frekar Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segist sjá fram á að útflutningstekjur af sjávarafurðum dragist saman um allt að sjö milljarða króna fari sjávarútvegsráðherra að ráðlegginum Hafrannsóknastofnunar um minni þorskkvóta. 15. júní 2022 20:23