„Þessir biðleikir eru ekki í þágu þjóðarinnar“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. ágúst 2022 20:14 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Um þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar hafa áhyggjur af samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Formaður Viðreisnar segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Auka þurfi traust til sjávarútvegsins, en það verði ekki gert öðruvísi en með breytingum á regluverki. Samkvæmt könnun Maskínu sögðust 46 prósent hafa mjög miklar eða fremur miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í kjölfar kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík í síðasta mánuði, á meðan 26 prósent sögðust hafa í meðallagi miklar áhyggjur. Þá sögðust 28 prósent hafa fremur litlar eða mjög litlar áhyggjur af samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi. Rit sem sýnir afstöðu fólks eftir þeim stjórnmálaflokki sem það styður.Stöð 2/Sara Þeir svarendur sem sögðust líklegastir til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, ef gengið yrði til kosninga í dag, virðast hafa minnstar áhyggjur, en 43 prósent þeirra hafa mjög litlar eða fremur litlar áhyggjur af samþjöppun. Næst á eftir koma þeir sem kjósa myndu Framsókn, þar sem 36 prósent hafa litlar áhyggjur. Aðra sögu er að segja af þeim sem kjósa myndu þriðja ríkisstjórnarflokksinn, Vinstri græn. Um 60 prósent þeirra hafa mjög miklar eða fremur miklar áhyggjur af stöðu mála í sjávarútveginum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir niðurstöðurnar ekki koma sér á óvart. „En við verðum að hafa það í huga að það er þjóðhagslega mikilvægt að þjóðin hafi bæði traust og trú á íslenskum sjávarútvegi. En til þess að svo verði þá þarf ákveðnar breytingar,“ segir Þorgerður. Hún telur að tímabinda þurfi réttinn yfir fiskveiðiauðlindinni, koma á réttlátu gjaldi fyrir afnot hennar og skýrar reglur um samþjöppun sjávarútvegsins. Viðreisn hafi ítrekað lagt fram tillögur um einmitt þetta, en þær ekki náð fram að ganga. 46 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi.Stöð 2/Sara „Í fimm ár erum við búin að upplifa það að ríkisstjórnin er bara búin að tefla einhverjum biðleikjum í þessum grunnatvinnuvegi þjóðarinnar og þessir biðleikir eru ekki í þágu þjóðarinnar.“ Hún telur þó ekki líklegt að nokkuð breytist í málaflokkinum. „Það þarf að breyta, það þarf að gera þetta skýrar, það þarf að vekja traust þjóðarinnar. Og í þessari könnun greinilega, þá vantar svolítið mikið upp á það traust. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.“ Sjávarútvegur Alþingi Síldarvinnslan Kauphöllin Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Samkvæmt könnun Maskínu sögðust 46 prósent hafa mjög miklar eða fremur miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í kjölfar kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík í síðasta mánuði, á meðan 26 prósent sögðust hafa í meðallagi miklar áhyggjur. Þá sögðust 28 prósent hafa fremur litlar eða mjög litlar áhyggjur af samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi. Rit sem sýnir afstöðu fólks eftir þeim stjórnmálaflokki sem það styður.Stöð 2/Sara Þeir svarendur sem sögðust líklegastir til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, ef gengið yrði til kosninga í dag, virðast hafa minnstar áhyggjur, en 43 prósent þeirra hafa mjög litlar eða fremur litlar áhyggjur af samþjöppun. Næst á eftir koma þeir sem kjósa myndu Framsókn, þar sem 36 prósent hafa litlar áhyggjur. Aðra sögu er að segja af þeim sem kjósa myndu þriðja ríkisstjórnarflokksinn, Vinstri græn. Um 60 prósent þeirra hafa mjög miklar eða fremur miklar áhyggjur af stöðu mála í sjávarútveginum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir niðurstöðurnar ekki koma sér á óvart. „En við verðum að hafa það í huga að það er þjóðhagslega mikilvægt að þjóðin hafi bæði traust og trú á íslenskum sjávarútvegi. En til þess að svo verði þá þarf ákveðnar breytingar,“ segir Þorgerður. Hún telur að tímabinda þurfi réttinn yfir fiskveiðiauðlindinni, koma á réttlátu gjaldi fyrir afnot hennar og skýrar reglur um samþjöppun sjávarútvegsins. Viðreisn hafi ítrekað lagt fram tillögur um einmitt þetta, en þær ekki náð fram að ganga. 46 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi.Stöð 2/Sara „Í fimm ár erum við búin að upplifa það að ríkisstjórnin er bara búin að tefla einhverjum biðleikjum í þessum grunnatvinnuvegi þjóðarinnar og þessir biðleikir eru ekki í þágu þjóðarinnar.“ Hún telur þó ekki líklegt að nokkuð breytist í málaflokkinum. „Það þarf að breyta, það þarf að gera þetta skýrar, það þarf að vekja traust þjóðarinnar. Og í þessari könnun greinilega, þá vantar svolítið mikið upp á það traust. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.“
Sjávarútvegur Alþingi Síldarvinnslan Kauphöllin Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira