Segir góðar og gildar ástæður fyrir háum launum stjórnenda Jakob Bjarnar og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 24. ágúst 2022 10:44 Finnur Oddsson forstjóri og Davíð Harðarson, stjórnarformaður Haga. Að sögn þess síðarnefnda eru góðar og gildar ástæður fyrir því að stjórnin telji vert að greiða sínum stjórnendum góð og samkeppnishæf laun. hagar Davíð Harðarson, stjórnarformaður Haga, segir það skyldu stjórnarinnar að tryggja hæfa stjórnendur og það geri þeir með því að bjóða samkeppnishæf laun. „Það er mat stjórnar að launakjör stjórnenda í lágvöruverðsverslunum lúti sömu lögmálum og laun annara stjórnenda í atvinnulífinu. Þau þurfa að vera samkeppnishæf við önnur stjórnendastjörf í atvinnulífinu, óháð þröngri skilgreininu á lágvöruverðsverslunum,“ segir Davíð í svari við fyrirspurn fréttastofu. Ofurlaunin harðlega gagnrýnd Rausnarleg greiðslur til forstjóra og annarra þeirra sem standa í efri lögum tekjustigans hafa verið mjög til ræðu og umfjöllunar að undanförnu, eftir að tekjublöðin svokölluð litu dagsins ljós. Víst er að mörgum blöskrar sláandi launamunur og hafa margir, meðal annars í forystu verkalýðshreyfingarinnar, látið þá skoðun í ljós með afgerandi hætti. Auður Alfa Ólafsdóttir sérfræðingur hjá ASÍ telur þessi kjör hljóti að hafa neikvæð áhrif fyrir neytendur. „Þegar forstjórar matvöruverslana og fyrirtækja sem framleiða matvöru eru með tíu til fimmtánföld laun láglaunafólks á sama tíma og miklar verðhækkanir hafa verið á mat og drykk þá veltir maður fyrir sér spurningunni, hvernig samfélagi viljum við búa í og hvort þetta sé siðferðislega rétt,“ segir Auður. Einn þeirra sem hefur kallað eftir skýringum á því hvernig það megi vera að svona sé í pottinn búið er Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Breki kallaði eftir skýringum á því sem hann kallar himinhá laun í viðtali við fréttastofu: „Atvinnurekendur höfða oft til ábyrgðar stéttarfélaga þegar samið er um laun á almennum markaði. Að sama skapi vil ég höfða til ábyrgðar stjórna þessara fyrirtækja sem ákvarða laun þessara stjórnenda, að þau færi rök fyrir því að þessi laun þurfi að vera svona himinhá. Við neytendur borgum jú brúsann á endanum og því kalla ég eftir sáttmála um hver þessi launamunur eigi eða megi vera,“ segir Breki. Nauðsynlegt að hlúa vel að starfskjörum stjórnenda Fréttastofa beindi því fyrirspurn til Davíðs stjórnarformanns sem segir að einfaldlega hlutverk stjórnar að tryggja hæfa stjórnendur til starfa í rekstri Haga og dótturfélaga. „Það næst með samningum við starfsmenn og mótast af því umhverfi sem rekstur félagsins er í hverju sinni. Í Högum og dótturfélögum eru reynslumiklir stjórnendur sem hafa mikinn metnað fyrir rekstri félagsins og hefur þannig skilað neytendum auknum hag og meiri kaupmætti en um leið skilað eigendum sem eru að mestu lífeyrissjóðir hóflegri ávöxtun sem hefur átt þátt í því að tryggja lífeyrisþegum ásættanlegan lífeyrir til framtíðar,“ segir Davíð. Stjórnarformaðurinn vísar til starfskjarastefnu félagsins sem samþykkt er af hluthöfum á ársfundi. „Það skal haft að markmiði við gerð samninga um starfskjör, að félagið sé samkeppnishæft um starfsfólk og stjórnendur. Til að svo megi verða skal félagið bjóða samkeppnishæf starfskjör við það sem tíðkast hjá sambærilegum fyrirtækjum. Nauðsynlegt er að hlúa vel að kjörum stjórnenda félagsins þannig að félagið njóti starfskrafta þeirra og hæfileika sem allra best þannig að hagur þeirra og félagsins fari saman. Við ákvörðun um starfskjör skal horft til ábyrgðar og árangurs og gætt að viðurkenndum jafnréttissjónarmiðum. Starfskjarastefnan er liður í að tryggja langtímahagsmuni eigenda félagsins, stjórnenda og annarra hagsmunaaðila, með skipulegum, einföldum og gagnsæjum hætti.“ Davíð segir liggja fyrir að launkjör starfsmanna Haga, þar með talin stjórnenda, séu metin út frá mörgum forsendum og þar sé litið til frammistöðu, reynslu og sögu hjá viðkomandi fyrirtæki. Þá sé tekið tillit til eldri samninga og árangur til skemmri tíma, sem er þá oft grundvöllur kaupauka sem eru meðal annars hluti af launakjörum miðað við framtalsárið 2021 sem nú er til umfjöllunar. Framkvæmdastjóri Bónuss skili sínu og vel það „Þar sem vísað er í Bónus sérstaklega þá er Bónus er eitt stærsta fyrirtæki landsins og er fyrirtæki sem hefur náð frábærum árangri í að bjóða neytendum ávallt upp á hagkvæmustu vörukörfu landsins um land allt á sama verði, núna í rúm 30 ár,“ segir Davíð í svörum sínum. Og bætir því við að frá þessu hafi þau hjá Högum aldrei hvikað. Og muni ekki gera. „Í rekstri lágvöruverðsverslana skiptir hagkvæmni í rekstri öllu máli og við metum það þannig að vinnuframlag framkvæmdastjóra Bónus standi undir launum hans og skili neytendum í raun miklum ávinning.“ Davíð, segir að fyrst vísað sé sérstaklega til framkvæmdastjóra Bónuss, sé það svo að hann hafi starfað í þrjá áratugi hjá félaginu, við mjög góðan orðstír og í raun mótað félagið á þessum tíma. „Það er óumdeilt að áhrif Bónus á kjör landsmanna hafa verið afgerandi jákvæð. Með öðrum orðum, þá væru mánaðarleg útgjöld vegna matvöru töluvert stærri hluti ráðstöfunartekna, ef Bónus hefði ekki notið við,“ segir Davíð Harðarson, stjórnarformaður Haga. Kjaramál Tekjur Neytendur Verslun Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
„Það er mat stjórnar að launakjör stjórnenda í lágvöruverðsverslunum lúti sömu lögmálum og laun annara stjórnenda í atvinnulífinu. Þau þurfa að vera samkeppnishæf við önnur stjórnendastjörf í atvinnulífinu, óháð þröngri skilgreininu á lágvöruverðsverslunum,“ segir Davíð í svari við fyrirspurn fréttastofu. Ofurlaunin harðlega gagnrýnd Rausnarleg greiðslur til forstjóra og annarra þeirra sem standa í efri lögum tekjustigans hafa verið mjög til ræðu og umfjöllunar að undanförnu, eftir að tekjublöðin svokölluð litu dagsins ljós. Víst er að mörgum blöskrar sláandi launamunur og hafa margir, meðal annars í forystu verkalýðshreyfingarinnar, látið þá skoðun í ljós með afgerandi hætti. Auður Alfa Ólafsdóttir sérfræðingur hjá ASÍ telur þessi kjör hljóti að hafa neikvæð áhrif fyrir neytendur. „Þegar forstjórar matvöruverslana og fyrirtækja sem framleiða matvöru eru með tíu til fimmtánföld laun láglaunafólks á sama tíma og miklar verðhækkanir hafa verið á mat og drykk þá veltir maður fyrir sér spurningunni, hvernig samfélagi viljum við búa í og hvort þetta sé siðferðislega rétt,“ segir Auður. Einn þeirra sem hefur kallað eftir skýringum á því hvernig það megi vera að svona sé í pottinn búið er Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Breki kallaði eftir skýringum á því sem hann kallar himinhá laun í viðtali við fréttastofu: „Atvinnurekendur höfða oft til ábyrgðar stéttarfélaga þegar samið er um laun á almennum markaði. Að sama skapi vil ég höfða til ábyrgðar stjórna þessara fyrirtækja sem ákvarða laun þessara stjórnenda, að þau færi rök fyrir því að þessi laun þurfi að vera svona himinhá. Við neytendur borgum jú brúsann á endanum og því kalla ég eftir sáttmála um hver þessi launamunur eigi eða megi vera,“ segir Breki. Nauðsynlegt að hlúa vel að starfskjörum stjórnenda Fréttastofa beindi því fyrirspurn til Davíðs stjórnarformanns sem segir að einfaldlega hlutverk stjórnar að tryggja hæfa stjórnendur til starfa í rekstri Haga og dótturfélaga. „Það næst með samningum við starfsmenn og mótast af því umhverfi sem rekstur félagsins er í hverju sinni. Í Högum og dótturfélögum eru reynslumiklir stjórnendur sem hafa mikinn metnað fyrir rekstri félagsins og hefur þannig skilað neytendum auknum hag og meiri kaupmætti en um leið skilað eigendum sem eru að mestu lífeyrissjóðir hóflegri ávöxtun sem hefur átt þátt í því að tryggja lífeyrisþegum ásættanlegan lífeyrir til framtíðar,“ segir Davíð. Stjórnarformaðurinn vísar til starfskjarastefnu félagsins sem samþykkt er af hluthöfum á ársfundi. „Það skal haft að markmiði við gerð samninga um starfskjör, að félagið sé samkeppnishæft um starfsfólk og stjórnendur. Til að svo megi verða skal félagið bjóða samkeppnishæf starfskjör við það sem tíðkast hjá sambærilegum fyrirtækjum. Nauðsynlegt er að hlúa vel að kjörum stjórnenda félagsins þannig að félagið njóti starfskrafta þeirra og hæfileika sem allra best þannig að hagur þeirra og félagsins fari saman. Við ákvörðun um starfskjör skal horft til ábyrgðar og árangurs og gætt að viðurkenndum jafnréttissjónarmiðum. Starfskjarastefnan er liður í að tryggja langtímahagsmuni eigenda félagsins, stjórnenda og annarra hagsmunaaðila, með skipulegum, einföldum og gagnsæjum hætti.“ Davíð segir liggja fyrir að launkjör starfsmanna Haga, þar með talin stjórnenda, séu metin út frá mörgum forsendum og þar sé litið til frammistöðu, reynslu og sögu hjá viðkomandi fyrirtæki. Þá sé tekið tillit til eldri samninga og árangur til skemmri tíma, sem er þá oft grundvöllur kaupauka sem eru meðal annars hluti af launakjörum miðað við framtalsárið 2021 sem nú er til umfjöllunar. Framkvæmdastjóri Bónuss skili sínu og vel það „Þar sem vísað er í Bónus sérstaklega þá er Bónus er eitt stærsta fyrirtæki landsins og er fyrirtæki sem hefur náð frábærum árangri í að bjóða neytendum ávallt upp á hagkvæmustu vörukörfu landsins um land allt á sama verði, núna í rúm 30 ár,“ segir Davíð í svörum sínum. Og bætir því við að frá þessu hafi þau hjá Högum aldrei hvikað. Og muni ekki gera. „Í rekstri lágvöruverðsverslana skiptir hagkvæmni í rekstri öllu máli og við metum það þannig að vinnuframlag framkvæmdastjóra Bónus standi undir launum hans og skili neytendum í raun miklum ávinning.“ Davíð, segir að fyrst vísað sé sérstaklega til framkvæmdastjóra Bónuss, sé það svo að hann hafi starfað í þrjá áratugi hjá félaginu, við mjög góðan orðstír og í raun mótað félagið á þessum tíma. „Það er óumdeilt að áhrif Bónus á kjör landsmanna hafa verið afgerandi jákvæð. Með öðrum orðum, þá væru mánaðarleg útgjöld vegna matvöru töluvert stærri hluti ráðstöfunartekna, ef Bónus hefði ekki notið við,“ segir Davíð Harðarson, stjórnarformaður Haga.
„Það skal haft að markmiði við gerð samninga um starfskjör, að félagið sé samkeppnishæft um starfsfólk og stjórnendur. Til að svo megi verða skal félagið bjóða samkeppnishæf starfskjör við það sem tíðkast hjá sambærilegum fyrirtækjum. Nauðsynlegt er að hlúa vel að kjörum stjórnenda félagsins þannig að félagið njóti starfskrafta þeirra og hæfileika sem allra best þannig að hagur þeirra og félagsins fari saman. Við ákvörðun um starfskjör skal horft til ábyrgðar og árangurs og gætt að viðurkenndum jafnréttissjónarmiðum. Starfskjarastefnan er liður í að tryggja langtímahagsmuni eigenda félagsins, stjórnenda og annarra hagsmunaaðila, með skipulegum, einföldum og gagnsæjum hætti.“
Kjaramál Tekjur Neytendur Verslun Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira