„Samfélagið harmi slegið“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. október 2022 12:04 Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri Fjallabyggðar segir samfélagið harmi slegið eftir að manni var ráðinn bani á Ólafsfirði í nótt. Vísir Karlmaður var stunginn til bana í húsi á Ólafsfirði í nótt. Fjórir voru handteknir vegna málsins og njóta þeir allir réttarstöðu sakbornings á fyrstu stigum málsins. Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir samfélagið harmi slegið. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Norðurlandi eystra að óskað hafi verið eftir aðstoð að húsi á Ólafsfirði klukkan 02:34 í nótt. Þar hefði maður verið stunginn með eggvopni. Lögreglumenn frá Akureyri hafi þegar haldið á staðinn. Jafnframt voru lögreglumenn á bakvakt á Tröllaskaga ræstir út. Þá voru tveir sérsveitarmenn ræstir út frá Akureyri. Fram kemur að þegar fyrstu lögreglumenn komu á vettvang hafi endurlífgunartilraunir verið hafnar á karlmanni, sem var með áverka. Læknir og sjúkraflutningamenn komu einnig á vettvang en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi," segir í tilkynningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn látni íslenskur karlmaður sem búsettur var á Ólafsfirði. Fjórir aðilar voru handteknir í þágu rannsóknar málsins og njóta þeir allir réttarstöðu sakborninga á fyrstu stigum málsins og meðan aðkoma þeirra að málinu er rannsökuð. Lögregla segir að enginn sé eftirlýstur vegna málsins. Það verður haldin bænastund í Ólafsfjarðarkirkju klukkan 20 í kvöld er og kirkjan er opin í allan dag að sögn Sigríðar Invarsdóttur bæjarstjóra Fjallaabyggðar. Hún segir enn fremur að áfallateymi muni vera til staðar í sveitafélaginu. „Í svona litlu samfélagi eru allir harmi slegnir og hugur okkar eru hjá aðstandendum,“ segir Sigríður. Sigríður biður um að nánustu aðstandendur fái næði. „Ég óska eftir því að þeir sem standa manninum næst og eru að syrgja núna fái frið. Þetta er eitthvað sem gerðist bara í nótt og fólk þarf að fá að átta sig á hlutunum,“ segir Sigríður. Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Norðurlandi eystra að óskað hafi verið eftir aðstoð að húsi á Ólafsfirði klukkan 02:34 í nótt. Þar hefði maður verið stunginn með eggvopni. Lögreglumenn frá Akureyri hafi þegar haldið á staðinn. Jafnframt voru lögreglumenn á bakvakt á Tröllaskaga ræstir út. Þá voru tveir sérsveitarmenn ræstir út frá Akureyri. Fram kemur að þegar fyrstu lögreglumenn komu á vettvang hafi endurlífgunartilraunir verið hafnar á karlmanni, sem var með áverka. Læknir og sjúkraflutningamenn komu einnig á vettvang en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi," segir í tilkynningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn látni íslenskur karlmaður sem búsettur var á Ólafsfirði. Fjórir aðilar voru handteknir í þágu rannsóknar málsins og njóta þeir allir réttarstöðu sakborninga á fyrstu stigum málsins og meðan aðkoma þeirra að málinu er rannsökuð. Lögregla segir að enginn sé eftirlýstur vegna málsins. Það verður haldin bænastund í Ólafsfjarðarkirkju klukkan 20 í kvöld er og kirkjan er opin í allan dag að sögn Sigríðar Invarsdóttur bæjarstjóra Fjallaabyggðar. Hún segir enn fremur að áfallateymi muni vera til staðar í sveitafélaginu. „Í svona litlu samfélagi eru allir harmi slegnir og hugur okkar eru hjá aðstandendum,“ segir Sigríður. Sigríður biður um að nánustu aðstandendur fái næði. „Ég óska eftir því að þeir sem standa manninum næst og eru að syrgja núna fái frið. Þetta er eitthvað sem gerðist bara í nótt og fólk þarf að fá að átta sig á hlutunum,“ segir Sigríður.
Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira