Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Höttur 89-91 | Fyrsti sigur Hattar í Subway deildinni Andri Már Eggertsson skrifar 20. október 2022 21:40 Styrmir Snær Þrastarson er mættur aftur í Subway-deildina. vísir/diego Höttur fór til Þorlákshafnar og vann Þór Þorlákshöfn 89-91. Leikurinn var afar spennandi á síðustu mínútunum en Höttur var í bílstjórasætinu og náði að halda þetta út sem skilaði sigri. Þetta var annar sigur Hattar á Þór Þorlákshöfn í röð þar sem liðin mættust í bikarnum síðustu helgi. Þór Þorlákshöfn byrjaði leikinn af krafti og í fyrstu þremur sóknunum gerði Þór átta stig. Höttur vann sig betur í leikinn og liðin skiptust á körfum. Gestirnir frá Egilsstöðum áttu síðan fyrsta áhlaup leiksins undir lok fyrsta leikhluta þar sem Höttur gerði níu stig í röð og var staðan 23-31 eftir fyrsta leikhluta. Styrmir Snær Þrastarson mætti illa sofinn eftir Ameríkuflug beint í síðasta deildarleik sem tapaðist. Í kvöld lék Styrmir sinn fyrsta heimaleik í endurkomunni og hann mætti með látum og gerði 14 stig í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleikur einkenndist af áhlaupum og í öðrum leikhluta var það Þór Þorlákshöfn sem var með yfirhöndina og vann leikhlutann með ellefu stigum. Staðan í hálfleik var 50-47. Það var mikill og góður andi yfir gestunum í þriðja leikhluta. Höttur setti niður hvern þristinn á fætur öðrum og eftir níu stig í röð tók Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, leikhlé. Sóknarleikur Þórs var stirður og hugmyndasnauður í þriðja leikhluta og gerðu heimamenn aðeins ellefu stig. Fjórði leikhluti byrjaði á þriggja stiga flóði. Fyrstu þrjár körfur Hattar voru þriggja stiga körfur en Þór hélt sér inn í leiknum með því að setja einn þrist í milli tíðinni. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Heimamenn fengu á sig rándýra tæknivillu þegar 56 sekúndur voru eftir þar sem Höttur var þremur stigum yfir. Timothy Guers fékk eitt víti sem hann hitti úr. Höttur fékk síðan boltann aftur þar sem hann setti þrist og kom Hetti sjö stigum yfir. Höttur vann að lokum leikinn með tveimur stigum 89-91. Af hverju vann Höttur? Það munaði ekki miklu í kvöld. Varnarleikur Hattar í þriðja leikhluta var góður sem varð til þess að Þór Þorlákshöfn gerði aðeins ellefu stig. Leikurinn var æsispennandi undir lokin þar sem Þórsarar neituðu að gefast upp en fjögurra stiga sókn Hattar reyndist ansi dýr þegar talið var upp úr pokanum. Hverjir stóðu upp úr? Timothy Guers var með Egilsstaði á bakinu á lokamínútunum. Timothy Guers setti stór skot og endaði með 25 stig og tók 7 fráköst. Nemanja Knezevic gerði 12 stig og tók 5 fráköst. Þær 24 mínútur sem hann spilaði vann Höttur með níu stigum. Hvað gekk illa? Eftir að hafa verið þremur stigum yfir í hálfleik var þriðji leikhluti Þórsara lélegur. Sóknarleikur Þórs var ansi klaufalegur og gerðu heimamenn aðeins ellefu stig. Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag mætast Höttur og Tindastóll klukkan 19:15. Föstudaginn eftir viku mætast Þór Þorlákshöfn og KR klukkan 18:15. Lárus: Upplifum okkur í fallbaráttu Lárus Jónsson og Þórsliðið áttu engin svör við góðum leik Valsliðsins í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var svekktur með tap kvöldsins. „Þetta var jafn leikur en hlutir sem við bjuggumst ekki við eins og að Gísli myndi setja fjóra þrista. Það datt með þeim en mér fannst við spila flotta vörn og við völdum réttu skytturnar,“ sagði Lárus Jónsson eftir leik. Lárus var ekki sáttur með þriðja leikhluta þar sem Þór Þorlákshöfn gerði aðeins ellefu stig. „Við fengum fín tækifæri í sókninni en við hittum illa.“ Það er ekki bjart yfir Þorlákshöfn þessa stundina þar sem Þór er úr leik í bikarnum og Þór hefur tapað öllum þremur leikjunum í deildinni. „Þetta er langt tímabil en úrslitin eru vonbrigði þar sem við ætluðum að vinna en fyrsti sigurinn kemur þá í næstu viku. Við upplifum okkur í fallbaráttu þar sem við erum í fallsæti eins og staðan er í dag,“ sagði Lárus Jónsson að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Höttur
Höttur fór til Þorlákshafnar og vann Þór Þorlákshöfn 89-91. Leikurinn var afar spennandi á síðustu mínútunum en Höttur var í bílstjórasætinu og náði að halda þetta út sem skilaði sigri. Þetta var annar sigur Hattar á Þór Þorlákshöfn í röð þar sem liðin mættust í bikarnum síðustu helgi. Þór Þorlákshöfn byrjaði leikinn af krafti og í fyrstu þremur sóknunum gerði Þór átta stig. Höttur vann sig betur í leikinn og liðin skiptust á körfum. Gestirnir frá Egilsstöðum áttu síðan fyrsta áhlaup leiksins undir lok fyrsta leikhluta þar sem Höttur gerði níu stig í röð og var staðan 23-31 eftir fyrsta leikhluta. Styrmir Snær Þrastarson mætti illa sofinn eftir Ameríkuflug beint í síðasta deildarleik sem tapaðist. Í kvöld lék Styrmir sinn fyrsta heimaleik í endurkomunni og hann mætti með látum og gerði 14 stig í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleikur einkenndist af áhlaupum og í öðrum leikhluta var það Þór Þorlákshöfn sem var með yfirhöndina og vann leikhlutann með ellefu stigum. Staðan í hálfleik var 50-47. Það var mikill og góður andi yfir gestunum í þriðja leikhluta. Höttur setti niður hvern þristinn á fætur öðrum og eftir níu stig í röð tók Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, leikhlé. Sóknarleikur Þórs var stirður og hugmyndasnauður í þriðja leikhluta og gerðu heimamenn aðeins ellefu stig. Fjórði leikhluti byrjaði á þriggja stiga flóði. Fyrstu þrjár körfur Hattar voru þriggja stiga körfur en Þór hélt sér inn í leiknum með því að setja einn þrist í milli tíðinni. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Heimamenn fengu á sig rándýra tæknivillu þegar 56 sekúndur voru eftir þar sem Höttur var þremur stigum yfir. Timothy Guers fékk eitt víti sem hann hitti úr. Höttur fékk síðan boltann aftur þar sem hann setti þrist og kom Hetti sjö stigum yfir. Höttur vann að lokum leikinn með tveimur stigum 89-91. Af hverju vann Höttur? Það munaði ekki miklu í kvöld. Varnarleikur Hattar í þriðja leikhluta var góður sem varð til þess að Þór Þorlákshöfn gerði aðeins ellefu stig. Leikurinn var æsispennandi undir lokin þar sem Þórsarar neituðu að gefast upp en fjögurra stiga sókn Hattar reyndist ansi dýr þegar talið var upp úr pokanum. Hverjir stóðu upp úr? Timothy Guers var með Egilsstaði á bakinu á lokamínútunum. Timothy Guers setti stór skot og endaði með 25 stig og tók 7 fráköst. Nemanja Knezevic gerði 12 stig og tók 5 fráköst. Þær 24 mínútur sem hann spilaði vann Höttur með níu stigum. Hvað gekk illa? Eftir að hafa verið þremur stigum yfir í hálfleik var þriðji leikhluti Þórsara lélegur. Sóknarleikur Þórs var ansi klaufalegur og gerðu heimamenn aðeins ellefu stig. Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag mætast Höttur og Tindastóll klukkan 19:15. Föstudaginn eftir viku mætast Þór Þorlákshöfn og KR klukkan 18:15. Lárus: Upplifum okkur í fallbaráttu Lárus Jónsson og Þórsliðið áttu engin svör við góðum leik Valsliðsins í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var svekktur með tap kvöldsins. „Þetta var jafn leikur en hlutir sem við bjuggumst ekki við eins og að Gísli myndi setja fjóra þrista. Það datt með þeim en mér fannst við spila flotta vörn og við völdum réttu skytturnar,“ sagði Lárus Jónsson eftir leik. Lárus var ekki sáttur með þriðja leikhluta þar sem Þór Þorlákshöfn gerði aðeins ellefu stig. „Við fengum fín tækifæri í sókninni en við hittum illa.“ Það er ekki bjart yfir Þorlákshöfn þessa stundina þar sem Þór er úr leik í bikarnum og Þór hefur tapað öllum þremur leikjunum í deildinni. „Þetta er langt tímabil en úrslitin eru vonbrigði þar sem við ætluðum að vinna en fyrsti sigurinn kemur þá í næstu viku. Við upplifum okkur í fallbaráttu þar sem við erum í fallsæti eins og staðan er í dag,“ sagði Lárus Jónsson að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti