Mat hugmyndir SA bæði óaðgengilegar og óásættanlegar Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 25. nóvember 2022 11:04 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hugmyndir samninganefndar Samtaka atvinnulífsins hvernig ná mætti skammtímasamningi í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði hafi verið algjörlega óásættanlegar. Þá hafi orð fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær ekki hjálpað til. Undanfarnar vikur hafa samningsaðilar rætt um gerð skammtímasamnings til fjórtán mánaða. VR sleit hins vegar samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Ragnar Þór segir í viðtali við fréttastofu að ákvörðunin um að slíta viðræðum hafi verið margþætt. Ákvörðun Seðlabankans um að hækka stýrivexti sett viðræðurnar í uppnám. „Útspil Seðlabankans á miðvikudaginn hafði mikil áhrif. Við vorum að ræða hugmyndir sem áttu að tala inn í stöðuna, það er að segja mjög háa verðbólgu og gríðarlega hátt vaxtastig og þessa erfiða stöðu sem blasir við heimilinum, bæði út af hækkun á nauðsynjavörum, eins og allir þekkja; matvöru, og gjaldskrárhækkunum sveitarfélagana, verðbólgan, húsnæðislánin og sömuleiðis leigan og allt þetta. Seðlabankastjóri, hann í rauninni ruddi þessu öllu út af borðinu,“ sagði Ragnar Þór. Horfa má á viðtal Heimis Más Péturssonar við Ragnar Þór í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Óaðgengilegar hugmyndir Nokkuð rofaði til í viðræðunum í gærmorgun eftir óvæntan fund forsætisráðherra með aðilum vinnumarkaðarins. Orð Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs, virðast hins vegar hafa farið öfugt ofan í forsvarsmenn VR. Þá segir Ragnar að hugmyndir SA um hvað skammtímasamningur myndi fela í sér hafi ekki verið aðgengilegar af hálfu VR. „Það er margt sem spilaði inn í en það sem gerir útslagið eru kannski þær hugmyndir sem Samtök atvinnulífsins höfðu um samninginn, eða hvernig við ætluðum að reyna að loka þessu til skemmri tíma, inn í stærri samning í gær. Þær hugmyndir voru algjörlega óaðgengilegar og algjörlega óásættanlegar að okkar mati,“ segir Ragnar Þór sem sagði grundvöll ákvörðunarinnar í raun vera þríþættan. „Þessar aðgerðir, bæði Seðlabankans. Ummæli fjármálaráðherra sem að fer með hefti ríkisins og hefur mjög mikið um það að segja hvað verður til skiptana frá stjórnvöldum inn í svona samkomulag og síðan aftur hugmyndir Samtaka atvinnulífsins að lausnum,“ sagði Ragnar Þór. Hann hafi haft umboð til að slíta viðræðu mæti hann stöðuna svo. Samninganefnd VR hafi einnig fundað í morgun þar sem einhugur hafi verið um stuðning við ákvörðun hans. Forsætisráðherra segi eitt, fjármálaráðherra annað Aðspurður hvort að forsætisráðherra og fjármálaráðherra tali ekki sama mál, segir Ragnar að það blasi við. „Forsætisráðherra segir eitt, fjármálaráðherra segir annað. Hverjum eigum við að trúa? Þetta er í sjálfu sér ekki upphaf og endir ákvörðunarinnar en hún hefur vissulega áhrif.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu buðu Samtök atvinnulífsins upp á að laun hækkuðu að lágmarki um 17 þúsund krónur á samningstímanum og aldrei meira en um 30 þúsund. Hagvaxtarauki sem koma á til greiðslu í maí á næsta ári samkvæmt fyrri samningum reiknaðist inn í þá tölu. Ragnar Þór vildi ekki fara mikið út í einstakar tölur en vísaði í að 17 þúsund króna hækkun dyggði skammt. „Fyrst að nú nefnir þarna 17 þúsund krónur. Það eru tæplega 10.800 kall í vasann. Ég held að það sjái það flest allir sem að vilja setja það inn í heimilisbókhaldið að það dugar nú skammt. Hvort að dugi fyrir gjaldskrárhækkunum sveitarfélaga skal ég ekki segja en þá er nú allt annð eftir.“ Útilokar ekki verkföll en segir tíma allsherjarverkfalla löngu liðinn Næstu dagar verða teknir í að meða stöðuna sem komin er upp. Hann segir góða samvinnu á milli forsvarmanna verkalýðshreyfingarinnar og útilokar ekki verkföll, verði metið svo að nauðsynlegt sé að bæta slíku tóli. „Það er mjög gott samband á milli hópanna þó að kröfurnar séu ólíkar. Það getur vel farið svo að við slítum en aðrir ekki. Ef að kemur til einhvers konar aðgerða þá verður það ekki í formi einverja allsherjarverkfalla. Það verður þá frekar einhvers konar skæruaðgerðir eins og voru til dæmis í síðustu kjarasamningum. Tími allsherjarverkfalla er löngu löngu liðinn en skærur eru mögulegar. Það munum við skoða í samfloti með öðrum félögum ef til þess kemur.“ Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir VR sleit viðræðum við SA í gærkvöldi VR sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðust ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær mjög illa í samninganefnd VR. 25. nóvember 2022 08:47 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa samningsaðilar rætt um gerð skammtímasamnings til fjórtán mánaða. VR sleit hins vegar samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Ragnar Þór segir í viðtali við fréttastofu að ákvörðunin um að slíta viðræðum hafi verið margþætt. Ákvörðun Seðlabankans um að hækka stýrivexti sett viðræðurnar í uppnám. „Útspil Seðlabankans á miðvikudaginn hafði mikil áhrif. Við vorum að ræða hugmyndir sem áttu að tala inn í stöðuna, það er að segja mjög háa verðbólgu og gríðarlega hátt vaxtastig og þessa erfiða stöðu sem blasir við heimilinum, bæði út af hækkun á nauðsynjavörum, eins og allir þekkja; matvöru, og gjaldskrárhækkunum sveitarfélagana, verðbólgan, húsnæðislánin og sömuleiðis leigan og allt þetta. Seðlabankastjóri, hann í rauninni ruddi þessu öllu út af borðinu,“ sagði Ragnar Þór. Horfa má á viðtal Heimis Más Péturssonar við Ragnar Þór í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Óaðgengilegar hugmyndir Nokkuð rofaði til í viðræðunum í gærmorgun eftir óvæntan fund forsætisráðherra með aðilum vinnumarkaðarins. Orð Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs, virðast hins vegar hafa farið öfugt ofan í forsvarsmenn VR. Þá segir Ragnar að hugmyndir SA um hvað skammtímasamningur myndi fela í sér hafi ekki verið aðgengilegar af hálfu VR. „Það er margt sem spilaði inn í en það sem gerir útslagið eru kannski þær hugmyndir sem Samtök atvinnulífsins höfðu um samninginn, eða hvernig við ætluðum að reyna að loka þessu til skemmri tíma, inn í stærri samning í gær. Þær hugmyndir voru algjörlega óaðgengilegar og algjörlega óásættanlegar að okkar mati,“ segir Ragnar Þór sem sagði grundvöll ákvörðunarinnar í raun vera þríþættan. „Þessar aðgerðir, bæði Seðlabankans. Ummæli fjármálaráðherra sem að fer með hefti ríkisins og hefur mjög mikið um það að segja hvað verður til skiptana frá stjórnvöldum inn í svona samkomulag og síðan aftur hugmyndir Samtaka atvinnulífsins að lausnum,“ sagði Ragnar Þór. Hann hafi haft umboð til að slíta viðræðu mæti hann stöðuna svo. Samninganefnd VR hafi einnig fundað í morgun þar sem einhugur hafi verið um stuðning við ákvörðun hans. Forsætisráðherra segi eitt, fjármálaráðherra annað Aðspurður hvort að forsætisráðherra og fjármálaráðherra tali ekki sama mál, segir Ragnar að það blasi við. „Forsætisráðherra segir eitt, fjármálaráðherra segir annað. Hverjum eigum við að trúa? Þetta er í sjálfu sér ekki upphaf og endir ákvörðunarinnar en hún hefur vissulega áhrif.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu buðu Samtök atvinnulífsins upp á að laun hækkuðu að lágmarki um 17 þúsund krónur á samningstímanum og aldrei meira en um 30 þúsund. Hagvaxtarauki sem koma á til greiðslu í maí á næsta ári samkvæmt fyrri samningum reiknaðist inn í þá tölu. Ragnar Þór vildi ekki fara mikið út í einstakar tölur en vísaði í að 17 þúsund króna hækkun dyggði skammt. „Fyrst að nú nefnir þarna 17 þúsund krónur. Það eru tæplega 10.800 kall í vasann. Ég held að það sjái það flest allir sem að vilja setja það inn í heimilisbókhaldið að það dugar nú skammt. Hvort að dugi fyrir gjaldskrárhækkunum sveitarfélaga skal ég ekki segja en þá er nú allt annð eftir.“ Útilokar ekki verkföll en segir tíma allsherjarverkfalla löngu liðinn Næstu dagar verða teknir í að meða stöðuna sem komin er upp. Hann segir góða samvinnu á milli forsvarmanna verkalýðshreyfingarinnar og útilokar ekki verkföll, verði metið svo að nauðsynlegt sé að bæta slíku tóli. „Það er mjög gott samband á milli hópanna þó að kröfurnar séu ólíkar. Það getur vel farið svo að við slítum en aðrir ekki. Ef að kemur til einhvers konar aðgerða þá verður það ekki í formi einverja allsherjarverkfalla. Það verður þá frekar einhvers konar skæruaðgerðir eins og voru til dæmis í síðustu kjarasamningum. Tími allsherjarverkfalla er löngu löngu liðinn en skærur eru mögulegar. Það munum við skoða í samfloti með öðrum félögum ef til þess kemur.“
Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir VR sleit viðræðum við SA í gærkvöldi VR sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðust ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær mjög illa í samninganefnd VR. 25. nóvember 2022 08:47 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
VR sleit viðræðum við SA í gærkvöldi VR sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðust ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær mjög illa í samninganefnd VR. 25. nóvember 2022 08:47