Fjölmargir Tene-farar sársvekktir og í óvissu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2022 10:52 Séð yfir strönd á Tenerife þar sem margur Íslendingurinn hugðist sóla sig yfir hátíðarnar. Getty Images Nokkur hundruð Íslendingar reiknuðu með að vera þessa stundina í háloftunum á leið í sól og sumaryl á Tenerife. Óvíst er hvenær hægt verður að fljúga. Á vef Keflavíkurflugvallar má sjá að mjög misjafnt er hvernig flugfélögin sjá daginn fyrir sér hvað varðar óvissu með flug. Flugi Icelandair til Tenerife klukkan 08:40 í morgun hefur verið aflýst. Flug Neos til Las Palmas klukkan 09 í morgun er enn á áætlun, klukkan 11. Flug Play til Tenerife sem var áætlað klukkan 09 í morgun er nú sett á 14:30. Icelandair hefur aflýst báðum flugferðum sínum sem fyrirhugaðar voru klukkan 09 í morgun. Einhverjir Tene-farar bíða því eftir nánari upplýsingum og vonast eflaust til að komast utan. Ferðalangar með Icelandair vita að ekkert verður af brottför hjá þeim í dag. Í tilkynningu frá Isavia, sem send var út í gærkvöldi, sagði að röskun gæti orðið á flugi til og frá vellinum til morgundagsins. Voru farþegar hvattir til að fylgjast með upplýsingum um flugtíma á vef Isavia eða hjá viðkomandi flugfélögum. Svona var staðan á vef Keflavíkurflugvelli á ellefta tímanum í dag. Viðmælandi Vísis sem var á leiðinni í sólina með fjölskyldunni í morgun kynnti sér upplýsingarnar á vefnum í morgun. Flugið var á áætlun svo hann dreif sig út á Reykjanesbraut. Reyndar komst hann bara áleiðis að álverinu enda var svo til ófært um Reykjanesbrautina. Vegagerðin greip til þess ráðs að láta plóg aka á undan hóp bíla fram og til baka frá höfuðborgarsvæðinu til Reykjanesbrautar. Um fimmtíu bílar voru fluttir í einu og komst viðmælandi Vísis til flugvallarins í tæka tíð til að ná fluginu í sólina. Nema þá var búið að aflýsa flugferðinni sem var með Icelandair. Því var ekkert annað en að fara aftur út í bíl og aka sem leið lá, á eftir ruðningstæki Vegagerðarinnar, aftur til borgarinnar. Þangað komst hann svo aftur á ellefta tímnanum. Ekki voru allir svo heppnir. Um tíuleytið var allri umferð lokað á Reykjanesbraut. Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Þangað geta allir leitað sem hafa ekki í nein hús að venda eða hafa orðið veðurtepptir. Uppfært klukkan 12:00 Play hefur nú einnig aflýst flugferð sinni til Tenerife. Neos áætlar enn brottför klukkan 14 samkvæmt vef Isavia. Ætlaðirðu til Tenerife í morgun og veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga? Sendu okkur þína sögu á [email protected] eða símanúmer svo við getum heyrt í þér. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Play Icelandair Samgöngur Kanaríeyjar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Flugi Icelandair til Tenerife klukkan 08:40 í morgun hefur verið aflýst. Flug Neos til Las Palmas klukkan 09 í morgun er enn á áætlun, klukkan 11. Flug Play til Tenerife sem var áætlað klukkan 09 í morgun er nú sett á 14:30. Icelandair hefur aflýst báðum flugferðum sínum sem fyrirhugaðar voru klukkan 09 í morgun. Einhverjir Tene-farar bíða því eftir nánari upplýsingum og vonast eflaust til að komast utan. Ferðalangar með Icelandair vita að ekkert verður af brottför hjá þeim í dag. Í tilkynningu frá Isavia, sem send var út í gærkvöldi, sagði að röskun gæti orðið á flugi til og frá vellinum til morgundagsins. Voru farþegar hvattir til að fylgjast með upplýsingum um flugtíma á vef Isavia eða hjá viðkomandi flugfélögum. Svona var staðan á vef Keflavíkurflugvelli á ellefta tímanum í dag. Viðmælandi Vísis sem var á leiðinni í sólina með fjölskyldunni í morgun kynnti sér upplýsingarnar á vefnum í morgun. Flugið var á áætlun svo hann dreif sig út á Reykjanesbraut. Reyndar komst hann bara áleiðis að álverinu enda var svo til ófært um Reykjanesbrautina. Vegagerðin greip til þess ráðs að láta plóg aka á undan hóp bíla fram og til baka frá höfuðborgarsvæðinu til Reykjanesbrautar. Um fimmtíu bílar voru fluttir í einu og komst viðmælandi Vísis til flugvallarins í tæka tíð til að ná fluginu í sólina. Nema þá var búið að aflýsa flugferðinni sem var með Icelandair. Því var ekkert annað en að fara aftur út í bíl og aka sem leið lá, á eftir ruðningstæki Vegagerðarinnar, aftur til borgarinnar. Þangað komst hann svo aftur á ellefta tímnanum. Ekki voru allir svo heppnir. Um tíuleytið var allri umferð lokað á Reykjanesbraut. Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Þangað geta allir leitað sem hafa ekki í nein hús að venda eða hafa orðið veðurtepptir. Uppfært klukkan 12:00 Play hefur nú einnig aflýst flugferð sinni til Tenerife. Neos áætlar enn brottför klukkan 14 samkvæmt vef Isavia. Ætlaðirðu til Tenerife í morgun og veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga? Sendu okkur þína sögu á [email protected] eða símanúmer svo við getum heyrt í þér.
Ætlaðirðu til Tenerife í morgun og veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga? Sendu okkur þína sögu á [email protected] eða símanúmer svo við getum heyrt í þér.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Play Icelandair Samgöngur Kanaríeyjar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira