Hafa allir svarað fyrir sig í stóra kókaínmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2023 16:38 Jóhannes Páll Durr huldi andlit við aðalmeðferðina í dag. Vísir Fjórir karlmenn sem sæta ákæru í stóra kókaínmálinu svokallaða gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Óhætt er að segja að framburður ákærðu hafi verið um margt athyglisverður. Héraðsdómari tók skýrt fram við upphaf aðalmeðferðar í morgun að fjölmiðlar mættu ekki grein frá því sem fram kæmi fyrr en að lokinni aðalmeðferð. Héraðsdómur hefur samkvæmt elleftu grein laga um meðferð sakamála heimild til að banna að skýrt verði frá því sem gerist þar ef ætla megi að frásögn geti leitt til sakarspjalla eða valdið vandamönnum sakbornings, brotaþola eða öðrum sem ekki eru fyrir sökum hafðir þjáningum eða verulegum óþægindum. Athygli vakti að ákærðu fjórir sátu allir aðalmeðferðina í héraðsdómi í dag og gátu því heyrt framburð hver annars eftir því sem á daginn leið. Um er að ræða langstærsta kókaínmál sem komið hefur upp hér á landi. Fjórum sakborningum í málinu er gefið að sök að hafa flutt inn um hundrað kíló af kókaíni, sem falin voru í sjö trjádrumbum. Reikna má með þungum dómum verði mennirnir fundnir sekir. Mennirnir fjórir eru allir ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi og tilraun til stórfellds fíkniefnabrots. Þeir eru einnig allir ákærðir fyrir peningaþvætti. Sá liður hljóðar upp á samtals 63 milljónir. Mennirnir eru á aldrinum 27 til 68 ára. Þeir eru: Páll Jónsson, timburinnflytjandi á sjötugsaldri. Fyrirtæki hans, „Hús og Harðviður“ var samkvæmt ákæru notað til peningaþvættis. Jóhannes Páll Durr er 28 ára. Hann er best þekktur sem liðsstjóri íslenska landsliðsins í efótbolta. Daði Björnsson, þrítugur karlmaður. Hann er einnig ákærður fyrir kanabisræktun og vörslu maríjúana. Birgir Halldórsson, 27 ára karlmaður. Karlmennirnir sæta allir sem einn gæsluvarðhaldi og hafa gert síðan þeir voru handteknir í ágúst. Nokkur fjöldi lögreglumanna var í dómsal til að fylgjast með sakborningum. Þeir hafa það hlutverk að flytja mennina í og úr fangelsum. Lögreglumenn eru einmitt á meðal vitna sem koma fyrir dóminn þegar aðalmeðferðinni verður framhaldið á mánudaginn. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fer fram í dag Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða langstærsta kókaínmál sem komið hefur upp hér á landi. Fjórum sakborningum í málinu er gefið að sök að hafa flutt inn um hundrað kíló af kókaíni, sem falin voru í sjö trjádrumbum. Reikna má með þungum dómum verði mennirnir fundnir sekir. 19. janúar 2023 08:01 Sagðist í fyrstu skýrslutöku hafa átt að fá greiddar 30 milljónir Karlmaður á sjötugsaldri sem sætir ákæru í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar viðurkenndi í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði átt að fá þrjátíu milljónir króna fyrir sinn hlut í innflutningnum. Í næstu yfirheyrslum dró hann úr framburði sínum og sagði óljóst hve há greiðslan hefði átt að vera. 21. nóvember 2022 16:52 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Héraðsdómur hefur samkvæmt elleftu grein laga um meðferð sakamála heimild til að banna að skýrt verði frá því sem gerist þar ef ætla megi að frásögn geti leitt til sakarspjalla eða valdið vandamönnum sakbornings, brotaþola eða öðrum sem ekki eru fyrir sökum hafðir þjáningum eða verulegum óþægindum. Athygli vakti að ákærðu fjórir sátu allir aðalmeðferðina í héraðsdómi í dag og gátu því heyrt framburð hver annars eftir því sem á daginn leið. Um er að ræða langstærsta kókaínmál sem komið hefur upp hér á landi. Fjórum sakborningum í málinu er gefið að sök að hafa flutt inn um hundrað kíló af kókaíni, sem falin voru í sjö trjádrumbum. Reikna má með þungum dómum verði mennirnir fundnir sekir. Mennirnir fjórir eru allir ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi og tilraun til stórfellds fíkniefnabrots. Þeir eru einnig allir ákærðir fyrir peningaþvætti. Sá liður hljóðar upp á samtals 63 milljónir. Mennirnir eru á aldrinum 27 til 68 ára. Þeir eru: Páll Jónsson, timburinnflytjandi á sjötugsaldri. Fyrirtæki hans, „Hús og Harðviður“ var samkvæmt ákæru notað til peningaþvættis. Jóhannes Páll Durr er 28 ára. Hann er best þekktur sem liðsstjóri íslenska landsliðsins í efótbolta. Daði Björnsson, þrítugur karlmaður. Hann er einnig ákærður fyrir kanabisræktun og vörslu maríjúana. Birgir Halldórsson, 27 ára karlmaður. Karlmennirnir sæta allir sem einn gæsluvarðhaldi og hafa gert síðan þeir voru handteknir í ágúst. Nokkur fjöldi lögreglumanna var í dómsal til að fylgjast með sakborningum. Þeir hafa það hlutverk að flytja mennina í og úr fangelsum. Lögreglumenn eru einmitt á meðal vitna sem koma fyrir dóminn þegar aðalmeðferðinni verður framhaldið á mánudaginn.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fer fram í dag Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða langstærsta kókaínmál sem komið hefur upp hér á landi. Fjórum sakborningum í málinu er gefið að sök að hafa flutt inn um hundrað kíló af kókaíni, sem falin voru í sjö trjádrumbum. Reikna má með þungum dómum verði mennirnir fundnir sekir. 19. janúar 2023 08:01 Sagðist í fyrstu skýrslutöku hafa átt að fá greiddar 30 milljónir Karlmaður á sjötugsaldri sem sætir ákæru í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar viðurkenndi í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði átt að fá þrjátíu milljónir króna fyrir sinn hlut í innflutningnum. Í næstu yfirheyrslum dró hann úr framburði sínum og sagði óljóst hve há greiðslan hefði átt að vera. 21. nóvember 2022 16:52 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fer fram í dag Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða langstærsta kókaínmál sem komið hefur upp hér á landi. Fjórum sakborningum í málinu er gefið að sök að hafa flutt inn um hundrað kíló af kókaíni, sem falin voru í sjö trjádrumbum. Reikna má með þungum dómum verði mennirnir fundnir sekir. 19. janúar 2023 08:01
Sagðist í fyrstu skýrslutöku hafa átt að fá greiddar 30 milljónir Karlmaður á sjötugsaldri sem sætir ákæru í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar viðurkenndi í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði átt að fá þrjátíu milljónir króna fyrir sinn hlut í innflutningnum. Í næstu yfirheyrslum dró hann úr framburði sínum og sagði óljóst hve há greiðslan hefði átt að vera. 21. nóvember 2022 16:52