Til Vals eftir verkfallið Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2023 16:44 Lúkas Logi Heimisson er orðinn leikmaður Vals. @valurfotbolti Lúkas Logi Heimisson, 19 ára knattspyrnumaður úr Grafarvogi, er genginn í raðir Vals frá Fjölni eftir að félögin komust að samkomulagi um kaupverð. Valsmenn tilkynntu um tvo nýja leikmenn í dag sem báðir eru ungir og hafa verið á mála hjá ítölsku félagi. Lúkas Logi hafði verið í verkfalli hjá Fjölni, ósáttur við að félagið hefði ekki samþykkt tilboð í hann, en það staðfesti Geir Kristinsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, við Fótbolta.net á laugardag. Sagði Geir að Lúkas Logi hefði sleppt því að mæta á nokkrar æfingar og að það væri vissulega ekki ákjósanlegt að samningsbundinn leikmaður hagaði sér þannig. Félaginu hefði hins vegar einfaldlega ekki borist nægilega gott tilboð í leikmanninn en nú hefur ræst úr því. Lúkas Logi var á mála hjá ítalska félaginu Empoli veturinn 2021-22 en spilaði svo með Fjölni í Lengjudeildinni síðasta sumar og skoraði þá átta mörk í 17 leikjum í Lengjudeildinni. Alls hefur Lúkas Logi skorað níu mörk í 37 deildarleikjum fyrir Fjölni en þar af eru sex leikir í efstu deild árið 2020. Þá á hann að baki sex leiki fyrir yngri landslið Íslands. Óliver Steinar mættur frá Atalanta Valsmenn hafa einnig samið við annan ungan leikmann sem dvalið hefur á Ítalíu því Óliver Steinar Guðmundsson kemur til félagsins frá Atalanta. Óliver fór 16 ára gamall til Atalanta frá Haukum en hann verður 19 ára í maí. Óliver hefur leikið með U18- og U19-liðum Atalanta sem miðjumaður og einnig með U19-landsliði Íslands. Óliver Steinar Guðmundsson í Val frá AtalantaVið bjóðum Óliver velkominn á Hlíðarendahttps://t.co/qdnWsReHTB@bestadeildin @VisirSport @mblsport @433_is @Fotboltinet pic.twitter.com/0WTNdaAReI— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) February 1, 2023 Besta deild karla Valur Fjölnir Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Lúkas Logi hafði verið í verkfalli hjá Fjölni, ósáttur við að félagið hefði ekki samþykkt tilboð í hann, en það staðfesti Geir Kristinsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, við Fótbolta.net á laugardag. Sagði Geir að Lúkas Logi hefði sleppt því að mæta á nokkrar æfingar og að það væri vissulega ekki ákjósanlegt að samningsbundinn leikmaður hagaði sér þannig. Félaginu hefði hins vegar einfaldlega ekki borist nægilega gott tilboð í leikmanninn en nú hefur ræst úr því. Lúkas Logi var á mála hjá ítalska félaginu Empoli veturinn 2021-22 en spilaði svo með Fjölni í Lengjudeildinni síðasta sumar og skoraði þá átta mörk í 17 leikjum í Lengjudeildinni. Alls hefur Lúkas Logi skorað níu mörk í 37 deildarleikjum fyrir Fjölni en þar af eru sex leikir í efstu deild árið 2020. Þá á hann að baki sex leiki fyrir yngri landslið Íslands. Óliver Steinar mættur frá Atalanta Valsmenn hafa einnig samið við annan ungan leikmann sem dvalið hefur á Ítalíu því Óliver Steinar Guðmundsson kemur til félagsins frá Atalanta. Óliver fór 16 ára gamall til Atalanta frá Haukum en hann verður 19 ára í maí. Óliver hefur leikið með U18- og U19-liðum Atalanta sem miðjumaður og einnig með U19-landsliði Íslands. Óliver Steinar Guðmundsson í Val frá AtalantaVið bjóðum Óliver velkominn á Hlíðarendahttps://t.co/qdnWsReHTB@bestadeildin @VisirSport @mblsport @433_is @Fotboltinet pic.twitter.com/0WTNdaAReI— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) February 1, 2023
Besta deild karla Valur Fjölnir Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira