Mjólkurgrautur og slátur í Hrísey og þorrablót í kvöld Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. febrúar 2023 12:01 Hríseyingar komu saman í hádeginu og fengu sér mjólkurgraut og slátur í boði ferðafélags eyjunnar. Hér skammtar Þröstur Johan Jörundi graut og Ómar bíður þolinmóður á meðan. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar í Hrísey komu nú saman í hádeginu til að gæða sér á mjólkurgraut og slátri og í kvöld er þorrablót í eyjunni. Þá er haldið upp á 112 daginn og kökubasar verður líka í eyjunni í dag . Íbúar í Hrísey eru um 120 með fasta búsetu en yfir sumartímann fjölgar þeim þegar fólk flytur í sumarhúsin sín. Það er mikil samstaða á meðal íbúa en í hverjum mánuði býður ferðamálafélag Hríseyjar öllum upp á mjólkurgraut og slátur í hádeginu á laugardegi í félagsheimilinu eins og í dag. Ásrún Ýr Gestsdóttir starfar fyrir byggðaþróunarverkefnið Áfram Hrísey og veit allt um dagskrá dagsins. „Og svo klukkan 13:00 verður kökubasar í Hríseyjarbúðinni, sem foreldrafélag Hríseyjarskóla stendur fyrir og síðan erum við að halda upp á 112 daginn því að við fengum nýjan slökkviliðsbíl í vikunni og björgunarsveitin í eyjunni er búin að vera að endurnýja búnaðinn sinn, þannig að það verður opið hús hjá þeim á milli 14:00 og 16:00. Við erum alltaf að skemmta okkur í Hrísey en það er sérstaklega góð skemmtun í dag,” segir Ásrún Ýr. Ásrún Ýr Gestsdóttir, sem vinnur fyrir byggðaþróunarverkefnið „Áfram Hrísey” Aðsend Og áttu von á miklu stuði og stemningu á þorrablótinu í kvöld? „Já, heldur betur. Ég held að það séu um 140 manns, sem hafa skráð sig á blótið og við vitum að maturinn verður góður þó fólki finnist hann mis góður. Svo verður skemmtileg hljómsveit með ball. Við Hríseyingar erum glöð upp til hópa þannig að ég geri ráð fyrir mikilli skemmtun.” Nýi slökkviliðsbílinn verður til sýnis í dag á 112 deginum en hér eru þeir Ingólfur, Klas, Vigfús og Hörður við bílinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En lífið í Hrísey svona almennt, hvernig gengur það? „Það gengur bara vel. Við fórum af stað með byggðaþróunarverkefni í haust, sem heitir “Áfram Hrísey”, sem ég starfa fyrir og við höfum fundið fyrir miklum áhuga. Fólk vill koma og prófa að búa út í eyju, þannig að núna erum við helst að vinna í því að fá langtímaleiguhúsnæði, sem virðist vera að ganga upp. Við erum búin að fá vilyrði frá Akureyrarbæ að breyta hérna lóðum úr einbýlishúsalóðum í fjölbýlislóðir og það eru áhugasamir einstaklingar og fyrirtæki, sem hafa áhuga á að byggja. Þannig að við erum mjög bjartsýni á framtíðina hérna,” segir Ýr Gestsdóttir, sem vinnur fyrir byggðaþróunarverkefnið „Áfram Hrísey.” Byggðaþróunarverkefnið Hrísey Akureyri Þorrablót Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Íbúar í Hrísey eru um 120 með fasta búsetu en yfir sumartímann fjölgar þeim þegar fólk flytur í sumarhúsin sín. Það er mikil samstaða á meðal íbúa en í hverjum mánuði býður ferðamálafélag Hríseyjar öllum upp á mjólkurgraut og slátur í hádeginu á laugardegi í félagsheimilinu eins og í dag. Ásrún Ýr Gestsdóttir starfar fyrir byggðaþróunarverkefnið Áfram Hrísey og veit allt um dagskrá dagsins. „Og svo klukkan 13:00 verður kökubasar í Hríseyjarbúðinni, sem foreldrafélag Hríseyjarskóla stendur fyrir og síðan erum við að halda upp á 112 daginn því að við fengum nýjan slökkviliðsbíl í vikunni og björgunarsveitin í eyjunni er búin að vera að endurnýja búnaðinn sinn, þannig að það verður opið hús hjá þeim á milli 14:00 og 16:00. Við erum alltaf að skemmta okkur í Hrísey en það er sérstaklega góð skemmtun í dag,” segir Ásrún Ýr. Ásrún Ýr Gestsdóttir, sem vinnur fyrir byggðaþróunarverkefnið „Áfram Hrísey” Aðsend Og áttu von á miklu stuði og stemningu á þorrablótinu í kvöld? „Já, heldur betur. Ég held að það séu um 140 manns, sem hafa skráð sig á blótið og við vitum að maturinn verður góður þó fólki finnist hann mis góður. Svo verður skemmtileg hljómsveit með ball. Við Hríseyingar erum glöð upp til hópa þannig að ég geri ráð fyrir mikilli skemmtun.” Nýi slökkviliðsbílinn verður til sýnis í dag á 112 deginum en hér eru þeir Ingólfur, Klas, Vigfús og Hörður við bílinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En lífið í Hrísey svona almennt, hvernig gengur það? „Það gengur bara vel. Við fórum af stað með byggðaþróunarverkefni í haust, sem heitir “Áfram Hrísey”, sem ég starfa fyrir og við höfum fundið fyrir miklum áhuga. Fólk vill koma og prófa að búa út í eyju, þannig að núna erum við helst að vinna í því að fá langtímaleiguhúsnæði, sem virðist vera að ganga upp. Við erum búin að fá vilyrði frá Akureyrarbæ að breyta hérna lóðum úr einbýlishúsalóðum í fjölbýlislóðir og það eru áhugasamir einstaklingar og fyrirtæki, sem hafa áhuga á að byggja. Þannig að við erum mjög bjartsýni á framtíðina hérna,” segir Ýr Gestsdóttir, sem vinnur fyrir byggðaþróunarverkefnið „Áfram Hrísey.” Byggðaþróunarverkefnið
Hrísey Akureyri Þorrablót Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira