Foreldrar krefjast svara frá borginni: „Þetta er algjörlega óviðunandi ástand“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. mars 2023 14:00 Thelma Björk Wilson er foreldri barns á leikskólaaldri en hún ákvað að stofna hópinn Leikskólamál í lamasessi í Reykjavík 2023 sem telur um 350 manns. Vísir/Samsett Neyðarástand blasir við í leikskólamálum að sögn foreldris barns á leikskólaaldri. Úthlutun leikskólaplássa hófst í dag en takmörkuð mönnun og framkvæmdir hafa áhrif á hversu mörg börn komast að eftir sumarið. Stór hópur foreldra hefur tekið höndum saman og krefur borgina um skýr svör eftir innantóm loforð. Staðan sé óviðunandi. Útlutun leikskólaplássa í Reykjavíkurborg hefst í dag og munu foreldrar sem sóttu um fyrir daginn í dag fá úthlutað í borgarreknum skólum á næstu vikum. Úthlutun lýkur eftir rúman mánuð, þann 17. apríl. Ljóst er að færri komast að en vilja eftir sumarið. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði borgarinnar mun einn leikskóli ekki taka við nýjum börnum í haust og hafa framkvæmdir töluverð áhrif á innritun í sex aðra skóla. Fjórir leikskólar til viðbótar munu þá tímabundið taka inn færri börn vegna framkvæmda og flutnings á starfsemi. Misjafnlega hafi þá gengið að manna lausar stöður sem hefur einnig áhrif. Greint var frá því í Morgunblaðinu í gær að leikskólaplássum í Reykjavík hafi fækkað um 680 frá 2014 til 2022 og í 25 af 67 skólum borgarinnar hafi eða gæti þurft að grípa til lokana vegna ástands húsnæðis og framkvæmda. Í svari skóla- og frístundasviðs segir að fækkun leikskólaplássa milli 2015 og 2020 sé tengd átaki til að bæta starfsaðstöðu þar sem barnagildum á hvern starfsmann var fækkað. Unnið sé af kappi að því að fjölga plássum samkvæmt aðgerðaráætlun en á sama tíma hafi þó staðið yfir metnaðarfullt átak í húsnæðismálum sem hafi til skemmri tíma áhrif á inntöku nýrra barna. Foreldrar í áfalli eftir fréttirnar Thelma Björk Wilson, foreldri barns á leikskólaaldri, er í forsvari fyrir hóp foreldra sem segir leikskólamálin í lamasessi. „Þetta er algjörlega óviðunandi ástand og við foreldrar fengu bara algjört áfall þegar við sáum fréttirnar í gær. Það eru margir að binda vonir við að fá pláss á leikskóla í haust og þegar það kemur í ljós að það er bara alls ekki víst þá blasir við neyð meðal foreldra. Hvað á fólk að gera?,“ spyr Thelma. Mikið gekk á í leikskólamálum í fyrra líkt og sjá má í annál fréttastofunnar hér fyrir neðan: Borgarstjórn samþykkti aðgerðaráætlunina Brúum bilið í nóvember 2018 sem miðar að því að fjölga leikskólaplássum og nær til ársloka 2026. Þá er stefnt á að bjóða börnum allt niður í tólf mánaða pláss. „Það er ekki lítið um loforðin en það vantar algjörlega að sýna fram á einhverja framvindu eða að efna eitthvað af þessum loforðum. Það gerist rosalega fátt hjá borgarstjórninni þegar að þessum málum kemur,“ segir Thelma um yfirlýsingar borgarinnar. Vilja fá að vita hvernig brúa eigi bilið Takmörkuð leikskólapláss hafi ekki aðeins áhrif á börnin sjálf heldur einnig foreldra og telur Thelma þetta beinlínis letjandi fyrir ungt fólk í dag. Þau lifi í óvissuástandi sem hefur áhrif á náms- og starfsframvindu og hafi takmarkaða getu til að púsla hlutunum saman. „Borgarstjórnin þarf bara að geta gefið foreldrum einhver svör, einhver svör um hvernig á að brúa þetta bil eins og þau hafa alltaf verið að tala um. Fæðingarorlofi lýkur við tólf mánuði en núna er meðalinntökualdur barna 20 mánuðir þannig þetta eru átta mánuðir að meðaltali sem að þarf að brúa,“ segir Thelma. „Hvernig eiga foreldrar að fara að í þann tíma?“ Um 350 manns eru í hópnum sem ætla að láta málin sig varða. „Neyðin er mikil meðal foreldra þannig við erum svona að leggja línurnar núna og ætlum að hittast á fimmtudaginn klukkan níu, þegar það er borgarráðsfundur, með börnin okkar. Koma saman og krefja borgarstjórnina um svör um þessi málefni og svo bara höldum við áfram þangað til eitthvað gerist,“ segir Thelma. „Við bara hvetjum alla til þess að mæta, þó þau séu ekki með börn, fyrir ömmur og afa, systkini, frændur og frænkur og þá sem vilja stofna fjölskyldur, þá sem vilja sjá eitthvað breytast í þessum málum,“ segir hún enn fremur. Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Heimgreiðslur auðveldi „átta mánaða púsluspil“ Foreldrar í Garðabæ eru þakklátir fyrir að heimgreiðslur séu í boði í sínu sveitarfélagi því úrræðið auðveldi þeim að skipuleggja það átta mánaða púsluspil sem fram undan er. Foreldrar hátt í hundrað hafnfirskra barna nýta sér heimgreiðslur til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. 20. febrúar 2023 18:01 Mygla í nokkrum leikskólum til viðbótar, borgin bregðist hraðar við Mygla hefur fundist á nokkrum leikskólum í Reykjavík og bætast þeir þar með í sístækkandi hóp grunn-og leikskóla sem glíma við mygluvanda. Sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir mun betur fylgst með húsnæði en áður. Ekki er ljóst hvort myglan muni hafa áhrif á starfsemi skólanna. 2. janúar 2023 12:01 Vinnueftirlitið hefur farið í 253 athuganir í leikskóla frá 2015 Frá árinu 2015 hefur Vinnueftirlitið farið í 253 vettvangsathuganir í leikskóla á landinu til að sinna eftirlitshlutverki sínu á grundvelli laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Í 27 tilvikum voru gerðar athugasemdir vegna vinnurýmis starfsfólks. 6. janúar 2023 10:54 Umdeild reglugerð ráðherra um fjölda barna á leikskólum sett á bið Reglugerðarbreyting mennta- og barnamálaráðherra um ákvörðunarvaldið hvað varðar fjölda barna á leikskólum hefur verið sett á bið eftir mikla gagnrýni. Ráðherra segist vilja ræða málin á breiðari grunni, leiða saman ólíka hópa, og gera stærri breytingar en voru undir í reglugerðinni. Samtal þess efnis muni eiga sér stað á næstu vikum og mánuðum. 14. október 2022 12:18 Leikskólastjórnendur afar gagnrýnir á skóla- og frístundasvið „Samfélagið, stjórnmálafólk verður núna, árið 2022, að skilja mikilvægi þess að hlúa að yngsta fólkinu sem byrjar rúmlega eins árs í leikskóla og dvelur þar að jafnaði 8,5 klukkustundir fimm daga vikunnar.“ 2. desember 2022 09:35 Stefna um fjölgun leikskólaplássa og fækkun starfsmanna sýni metnaðarleysi Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn vakti í dag athygli á því að samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár, 2023 væri aðeins reiknað með að leikskólaplássum í Reykjavík fjölgi um 109. Einnig sé stefnt að því að fækka leikskólastarfsmönnum. 1. nóvember 2022 18:44 618 ársgömul börn á biðlista eftir leikskólaplássi Enn bíða 618 börn 12 mánaða og eldri eftir að fá leikskólapláss í Reykjavík. Nærri hundrað pláss eru ónýt vegna myglu og þá hefur ekki tekist að manna leikskólana til að geta boðið fleiri pláss. 21. október 2022 06:56 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Útlutun leikskólaplássa í Reykjavíkurborg hefst í dag og munu foreldrar sem sóttu um fyrir daginn í dag fá úthlutað í borgarreknum skólum á næstu vikum. Úthlutun lýkur eftir rúman mánuð, þann 17. apríl. Ljóst er að færri komast að en vilja eftir sumarið. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði borgarinnar mun einn leikskóli ekki taka við nýjum börnum í haust og hafa framkvæmdir töluverð áhrif á innritun í sex aðra skóla. Fjórir leikskólar til viðbótar munu þá tímabundið taka inn færri börn vegna framkvæmda og flutnings á starfsemi. Misjafnlega hafi þá gengið að manna lausar stöður sem hefur einnig áhrif. Greint var frá því í Morgunblaðinu í gær að leikskólaplássum í Reykjavík hafi fækkað um 680 frá 2014 til 2022 og í 25 af 67 skólum borgarinnar hafi eða gæti þurft að grípa til lokana vegna ástands húsnæðis og framkvæmda. Í svari skóla- og frístundasviðs segir að fækkun leikskólaplássa milli 2015 og 2020 sé tengd átaki til að bæta starfsaðstöðu þar sem barnagildum á hvern starfsmann var fækkað. Unnið sé af kappi að því að fjölga plássum samkvæmt aðgerðaráætlun en á sama tíma hafi þó staðið yfir metnaðarfullt átak í húsnæðismálum sem hafi til skemmri tíma áhrif á inntöku nýrra barna. Foreldrar í áfalli eftir fréttirnar Thelma Björk Wilson, foreldri barns á leikskólaaldri, er í forsvari fyrir hóp foreldra sem segir leikskólamálin í lamasessi. „Þetta er algjörlega óviðunandi ástand og við foreldrar fengu bara algjört áfall þegar við sáum fréttirnar í gær. Það eru margir að binda vonir við að fá pláss á leikskóla í haust og þegar það kemur í ljós að það er bara alls ekki víst þá blasir við neyð meðal foreldra. Hvað á fólk að gera?,“ spyr Thelma. Mikið gekk á í leikskólamálum í fyrra líkt og sjá má í annál fréttastofunnar hér fyrir neðan: Borgarstjórn samþykkti aðgerðaráætlunina Brúum bilið í nóvember 2018 sem miðar að því að fjölga leikskólaplássum og nær til ársloka 2026. Þá er stefnt á að bjóða börnum allt niður í tólf mánaða pláss. „Það er ekki lítið um loforðin en það vantar algjörlega að sýna fram á einhverja framvindu eða að efna eitthvað af þessum loforðum. Það gerist rosalega fátt hjá borgarstjórninni þegar að þessum málum kemur,“ segir Thelma um yfirlýsingar borgarinnar. Vilja fá að vita hvernig brúa eigi bilið Takmörkuð leikskólapláss hafi ekki aðeins áhrif á börnin sjálf heldur einnig foreldra og telur Thelma þetta beinlínis letjandi fyrir ungt fólk í dag. Þau lifi í óvissuástandi sem hefur áhrif á náms- og starfsframvindu og hafi takmarkaða getu til að púsla hlutunum saman. „Borgarstjórnin þarf bara að geta gefið foreldrum einhver svör, einhver svör um hvernig á að brúa þetta bil eins og þau hafa alltaf verið að tala um. Fæðingarorlofi lýkur við tólf mánuði en núna er meðalinntökualdur barna 20 mánuðir þannig þetta eru átta mánuðir að meðaltali sem að þarf að brúa,“ segir Thelma. „Hvernig eiga foreldrar að fara að í þann tíma?“ Um 350 manns eru í hópnum sem ætla að láta málin sig varða. „Neyðin er mikil meðal foreldra þannig við erum svona að leggja línurnar núna og ætlum að hittast á fimmtudaginn klukkan níu, þegar það er borgarráðsfundur, með börnin okkar. Koma saman og krefja borgarstjórnina um svör um þessi málefni og svo bara höldum við áfram þangað til eitthvað gerist,“ segir Thelma. „Við bara hvetjum alla til þess að mæta, þó þau séu ekki með börn, fyrir ömmur og afa, systkini, frændur og frænkur og þá sem vilja stofna fjölskyldur, þá sem vilja sjá eitthvað breytast í þessum málum,“ segir hún enn fremur.
Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Heimgreiðslur auðveldi „átta mánaða púsluspil“ Foreldrar í Garðabæ eru þakklátir fyrir að heimgreiðslur séu í boði í sínu sveitarfélagi því úrræðið auðveldi þeim að skipuleggja það átta mánaða púsluspil sem fram undan er. Foreldrar hátt í hundrað hafnfirskra barna nýta sér heimgreiðslur til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. 20. febrúar 2023 18:01 Mygla í nokkrum leikskólum til viðbótar, borgin bregðist hraðar við Mygla hefur fundist á nokkrum leikskólum í Reykjavík og bætast þeir þar með í sístækkandi hóp grunn-og leikskóla sem glíma við mygluvanda. Sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir mun betur fylgst með húsnæði en áður. Ekki er ljóst hvort myglan muni hafa áhrif á starfsemi skólanna. 2. janúar 2023 12:01 Vinnueftirlitið hefur farið í 253 athuganir í leikskóla frá 2015 Frá árinu 2015 hefur Vinnueftirlitið farið í 253 vettvangsathuganir í leikskóla á landinu til að sinna eftirlitshlutverki sínu á grundvelli laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Í 27 tilvikum voru gerðar athugasemdir vegna vinnurýmis starfsfólks. 6. janúar 2023 10:54 Umdeild reglugerð ráðherra um fjölda barna á leikskólum sett á bið Reglugerðarbreyting mennta- og barnamálaráðherra um ákvörðunarvaldið hvað varðar fjölda barna á leikskólum hefur verið sett á bið eftir mikla gagnrýni. Ráðherra segist vilja ræða málin á breiðari grunni, leiða saman ólíka hópa, og gera stærri breytingar en voru undir í reglugerðinni. Samtal þess efnis muni eiga sér stað á næstu vikum og mánuðum. 14. október 2022 12:18 Leikskólastjórnendur afar gagnrýnir á skóla- og frístundasvið „Samfélagið, stjórnmálafólk verður núna, árið 2022, að skilja mikilvægi þess að hlúa að yngsta fólkinu sem byrjar rúmlega eins árs í leikskóla og dvelur þar að jafnaði 8,5 klukkustundir fimm daga vikunnar.“ 2. desember 2022 09:35 Stefna um fjölgun leikskólaplássa og fækkun starfsmanna sýni metnaðarleysi Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn vakti í dag athygli á því að samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár, 2023 væri aðeins reiknað með að leikskólaplássum í Reykjavík fjölgi um 109. Einnig sé stefnt að því að fækka leikskólastarfsmönnum. 1. nóvember 2022 18:44 618 ársgömul börn á biðlista eftir leikskólaplássi Enn bíða 618 börn 12 mánaða og eldri eftir að fá leikskólapláss í Reykjavík. Nærri hundrað pláss eru ónýt vegna myglu og þá hefur ekki tekist að manna leikskólana til að geta boðið fleiri pláss. 21. október 2022 06:56 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Heimgreiðslur auðveldi „átta mánaða púsluspil“ Foreldrar í Garðabæ eru þakklátir fyrir að heimgreiðslur séu í boði í sínu sveitarfélagi því úrræðið auðveldi þeim að skipuleggja það átta mánaða púsluspil sem fram undan er. Foreldrar hátt í hundrað hafnfirskra barna nýta sér heimgreiðslur til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. 20. febrúar 2023 18:01
Mygla í nokkrum leikskólum til viðbótar, borgin bregðist hraðar við Mygla hefur fundist á nokkrum leikskólum í Reykjavík og bætast þeir þar með í sístækkandi hóp grunn-og leikskóla sem glíma við mygluvanda. Sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir mun betur fylgst með húsnæði en áður. Ekki er ljóst hvort myglan muni hafa áhrif á starfsemi skólanna. 2. janúar 2023 12:01
Vinnueftirlitið hefur farið í 253 athuganir í leikskóla frá 2015 Frá árinu 2015 hefur Vinnueftirlitið farið í 253 vettvangsathuganir í leikskóla á landinu til að sinna eftirlitshlutverki sínu á grundvelli laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Í 27 tilvikum voru gerðar athugasemdir vegna vinnurýmis starfsfólks. 6. janúar 2023 10:54
Umdeild reglugerð ráðherra um fjölda barna á leikskólum sett á bið Reglugerðarbreyting mennta- og barnamálaráðherra um ákvörðunarvaldið hvað varðar fjölda barna á leikskólum hefur verið sett á bið eftir mikla gagnrýni. Ráðherra segist vilja ræða málin á breiðari grunni, leiða saman ólíka hópa, og gera stærri breytingar en voru undir í reglugerðinni. Samtal þess efnis muni eiga sér stað á næstu vikum og mánuðum. 14. október 2022 12:18
Leikskólastjórnendur afar gagnrýnir á skóla- og frístundasvið „Samfélagið, stjórnmálafólk verður núna, árið 2022, að skilja mikilvægi þess að hlúa að yngsta fólkinu sem byrjar rúmlega eins árs í leikskóla og dvelur þar að jafnaði 8,5 klukkustundir fimm daga vikunnar.“ 2. desember 2022 09:35
Stefna um fjölgun leikskólaplássa og fækkun starfsmanna sýni metnaðarleysi Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn vakti í dag athygli á því að samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár, 2023 væri aðeins reiknað með að leikskólaplássum í Reykjavík fjölgi um 109. Einnig sé stefnt að því að fækka leikskólastarfsmönnum. 1. nóvember 2022 18:44
618 ársgömul börn á biðlista eftir leikskólaplássi Enn bíða 618 börn 12 mánaða og eldri eftir að fá leikskólapláss í Reykjavík. Nærri hundrað pláss eru ónýt vegna myglu og þá hefur ekki tekist að manna leikskólana til að geta boðið fleiri pláss. 21. október 2022 06:56