Kom í leitirnar eftir sex ár á vergangi Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. apríl 2023 19:47 Þrátt fyrir að hafa verið týndur í sex ár er kötturinn gæfur og finnst gott að láta klappa sér. Facebook Köttur sem hvarf fyrir sex árum í Reykjavík birtist í innkeyrslu hjóna í Borgarnesi fyrir tveimur vikum. Þökk sé kattasamfélaginu og störfum Villikatta á Vesturlandi er búið að hafa uppi á eigandanum. Fyrir tveimur vikum birtist soltinn og grindhoraður köttur í innkeyrslu Torfa Karlssonar, bifvélavirkja í Borgarnesi. Hann og kona hans hafa síðan gefið kettinum að borða og reynt að hafa upp á eigandanum. Það tókst loksins í dag og hafði Vísir samband við Torfa til að heyra söguna af kettinum. „Þegar við komum heim eitt kvöldið tók þessi köttur á móti okkur í innkeyrslunni. Við fórum inn fyrst og hún veinaði svo ámátlega að það var enginn friður fyrir henni. Við tíndum til eitthvað drasl fyrir hana að éta og gáfum henni vatn af því hún var alveg skrælnuð og það var mikið frost,“ sagði Torfi um örlagaríka kvöldið fyrir tveimur vikum. Að sögn Torfa var kötturinn mjög illa farinn og eiginlega nær dauða en lífi. „Hún var grindhoruð, ræfilsleg og öll í hársneplum. Hún er síðhærð og loðin svo þetta fer allt í flóka.“ Daginn eftir fór Torfi að kaupa kattamat fyrir hana og reyndi síðan að að finna út úr því hver eigandinn væri. Kattasamfélagið fljótt að finna eigandann Fyrst spurði Torfi Borgnesinga á Facebook hvort einhver kannaðist við köttinn en þar var fátt um svör. Í morgun leitaði hann á náðir Facebook-hópsins Kattavaktin og birti myndir af kettinum. Kötturinn þorði loks inn til þeirra hjóna í dag eftir að hafa forðast það síðastliðnar tvær vikur.Facebook „Þá fór allt af stað, fjöldi fólks fór að reyna að finna út úr því hvernig væri hægt að senda einhvern til mín til að lesa örmerki kattarins með örmerkjaralesara.“ Villikettir á Vesturlandi gátu sent fulltrúa sinn í Borgarnesi til að lesa örmerki kattarins. Að sögn Torfa vissu þau af því að kötturinn hafi verið týndur í langan tíma og gátu síðan fundið út úr því hver réttur eigandi kattarins er. Torfi veit ekki hver eigandinn er en samkvæmt upplýsingum Villikatta býr hún í Reykjavík, er upprunalega úr Borgarnesi en hefur ekki búið þar í fjölda ára. Þá segir hann að kötturinn verði sóttur á morgun af bróður eigandans. Þorði ekki inn en þáði klapp og klór Aðspurður hvernig kötturinn hafi hegðað sér sagði Torfi að hann hafi ekki treyst þeim hjónum nægilega mikið til að koma inn til þeirra fyrr en í dag. Hins vegar sé hún gæf og leyfi fólki að klóra og klappa sér. „Það er upphituð stéttin hjá mér og ég gaf henni mat þar. Síðan fékk ég gamalt kattarbúr sem ég setti við útidyrnar og hún fór inn í nóttinni, hún var fljót að fatta það,“ segir hann. „Hún vildi alltaf koma með okkur inn en um leið og hún kom að dyragættinni þá var eins og hún þekkti sig ekki og hrökklaðist alltaf út aftur,“ bætir hann við. Þá virtist hún vera skelkuð almennt, brá í hvert skipti sem hún heyrði einhver hávær hljóð. Kettir Dýr Borgarbyggð Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Fyrir tveimur vikum birtist soltinn og grindhoraður köttur í innkeyrslu Torfa Karlssonar, bifvélavirkja í Borgarnesi. Hann og kona hans hafa síðan gefið kettinum að borða og reynt að hafa upp á eigandanum. Það tókst loksins í dag og hafði Vísir samband við Torfa til að heyra söguna af kettinum. „Þegar við komum heim eitt kvöldið tók þessi köttur á móti okkur í innkeyrslunni. Við fórum inn fyrst og hún veinaði svo ámátlega að það var enginn friður fyrir henni. Við tíndum til eitthvað drasl fyrir hana að éta og gáfum henni vatn af því hún var alveg skrælnuð og það var mikið frost,“ sagði Torfi um örlagaríka kvöldið fyrir tveimur vikum. Að sögn Torfa var kötturinn mjög illa farinn og eiginlega nær dauða en lífi. „Hún var grindhoruð, ræfilsleg og öll í hársneplum. Hún er síðhærð og loðin svo þetta fer allt í flóka.“ Daginn eftir fór Torfi að kaupa kattamat fyrir hana og reyndi síðan að að finna út úr því hver eigandinn væri. Kattasamfélagið fljótt að finna eigandann Fyrst spurði Torfi Borgnesinga á Facebook hvort einhver kannaðist við köttinn en þar var fátt um svör. Í morgun leitaði hann á náðir Facebook-hópsins Kattavaktin og birti myndir af kettinum. Kötturinn þorði loks inn til þeirra hjóna í dag eftir að hafa forðast það síðastliðnar tvær vikur.Facebook „Þá fór allt af stað, fjöldi fólks fór að reyna að finna út úr því hvernig væri hægt að senda einhvern til mín til að lesa örmerki kattarins með örmerkjaralesara.“ Villikettir á Vesturlandi gátu sent fulltrúa sinn í Borgarnesi til að lesa örmerki kattarins. Að sögn Torfa vissu þau af því að kötturinn hafi verið týndur í langan tíma og gátu síðan fundið út úr því hver réttur eigandi kattarins er. Torfi veit ekki hver eigandinn er en samkvæmt upplýsingum Villikatta býr hún í Reykjavík, er upprunalega úr Borgarnesi en hefur ekki búið þar í fjölda ára. Þá segir hann að kötturinn verði sóttur á morgun af bróður eigandans. Þorði ekki inn en þáði klapp og klór Aðspurður hvernig kötturinn hafi hegðað sér sagði Torfi að hann hafi ekki treyst þeim hjónum nægilega mikið til að koma inn til þeirra fyrr en í dag. Hins vegar sé hún gæf og leyfi fólki að klóra og klappa sér. „Það er upphituð stéttin hjá mér og ég gaf henni mat þar. Síðan fékk ég gamalt kattarbúr sem ég setti við útidyrnar og hún fór inn í nóttinni, hún var fljót að fatta það,“ segir hann. „Hún vildi alltaf koma með okkur inn en um leið og hún kom að dyragættinni þá var eins og hún þekkti sig ekki og hrökklaðist alltaf út aftur,“ bætir hann við. Þá virtist hún vera skelkuð almennt, brá í hvert skipti sem hún heyrði einhver hávær hljóð.
Kettir Dýr Borgarbyggð Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira