Bróðir Magnúsar á leið út og farangurinn á leið heim Lovísa Arnardóttir skrifar 3. október 2023 16:38 Magnús Kristinn er fæddur árið 1987. Hann hefur verið týndur í Dóminíska lýðveldinu frá 10. september. Ekkert hefur enn spurst til Magnúsar Kristins í Dóminíska lýðveldinu. Bróðir hans er nú á leið út en fyrir fjölskylduna starfar nú innlendur lögmaður. Hluti af farangri Magnúsar er á leið til landsins. Bróðir Magnúsar Kristins Magnússonar er nú á leið til Dóminíska lýðveldisins til að aðstoða við leit að Magnúsi. Ekkert hefur spurst til Magnúsar síðan 10. september þegar hann átti flug heim til Íslands, í gegnum Frankfurt, frá Dóminíska lýðveldinu. Hann fór ekki um borð í flugið en farangur hans fannst þó á flugvellinum. Hluti af farangrinum er á leið til landsins að sögn vinar Magnúsar sem hefur undanfarnar vikur aðstoðað fjölskyldu hans við leit og samskipti við lögregluna ytra. Sést í mynd yfirgefa flugvöllinn Greint var frá því á vef RÚV fyrr í dag þar sem einnig kom fram að rannsóknarlögreglumenn ríkislögreglu Dóminíska lýðveldisins hafi farið á flugvöllinn í tengslum við leitina. Þar er vísað í frétt á fréttavefnum Listin Diario þar sem segir að lögreglan hafi skoðað myndefni á flugvellinum þar sem megi sjá Magnús yfirgefa flugvöllinn og setjast um borð í bíl. Samkvæmt fréttinni er ekki vitað í hvaða átt hann hélt að því loknu. „Það virðist vera nokkur þungi settur í þessa rannsókn,“ segir vinurinn sem ekki vill láta nafns síns getið, í samtali við fréttastofu. Hann segir að fjölskyldan hafi samt ekki heyrt af þessari myndbandsupptöku fyrr en þarna. Hann segir íslensku lögregluna aðstoða eins og þau geta en vegna fjarlægðar sé það auðvitað erfitt. Í frétt Listin Diario segir einnig að lögreglan hafi heimsótt hótel og spilavíti nálægt ferðamannastöðunum, Boca Chica, Juan Dolio og La Romana vegna gruns um að hann gæti dvalið þar. Systir Rannveigar lýsti því í viðtali við Bítið á Bylgjunni um miðjan septembermánuð að fjölskyldan óttaðist að andleg veikindi Magnúsar hefðu tekið sig upp aftur á ferðalagi hans. Hann hafi glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum. Leitin að Magnúsi Kristni Dóminíska lýðveldið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Þessi óvissa er algjör martröð“ Enn hefur ekkert spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar, 36 ára,sem hvarf í Dóminíska Lýðveldinu fyrir tæpum tveimur vikum. Systir hans segir vonina um góðar fréttir minnka með hverjum degi. 23. september 2023 14:21 Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31 Ekkert bendi til þess að Magnús hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt Fjölskylda Magnúsar Kristins Magnússonar íhugar nú að fara út til Dóminíska lýðveldisins til að halda áfram leit að honum. Hann hefur nú verið týndur í viku. Systir hans segir ekkert benda til ólöglegs athæfis. 17. september 2023 14:21 Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Bróðir Magnúsar Kristins Magnússonar er nú á leið til Dóminíska lýðveldisins til að aðstoða við leit að Magnúsi. Ekkert hefur spurst til Magnúsar síðan 10. september þegar hann átti flug heim til Íslands, í gegnum Frankfurt, frá Dóminíska lýðveldinu. Hann fór ekki um borð í flugið en farangur hans fannst þó á flugvellinum. Hluti af farangrinum er á leið til landsins að sögn vinar Magnúsar sem hefur undanfarnar vikur aðstoðað fjölskyldu hans við leit og samskipti við lögregluna ytra. Sést í mynd yfirgefa flugvöllinn Greint var frá því á vef RÚV fyrr í dag þar sem einnig kom fram að rannsóknarlögreglumenn ríkislögreglu Dóminíska lýðveldisins hafi farið á flugvöllinn í tengslum við leitina. Þar er vísað í frétt á fréttavefnum Listin Diario þar sem segir að lögreglan hafi skoðað myndefni á flugvellinum þar sem megi sjá Magnús yfirgefa flugvöllinn og setjast um borð í bíl. Samkvæmt fréttinni er ekki vitað í hvaða átt hann hélt að því loknu. „Það virðist vera nokkur þungi settur í þessa rannsókn,“ segir vinurinn sem ekki vill láta nafns síns getið, í samtali við fréttastofu. Hann segir að fjölskyldan hafi samt ekki heyrt af þessari myndbandsupptöku fyrr en þarna. Hann segir íslensku lögregluna aðstoða eins og þau geta en vegna fjarlægðar sé það auðvitað erfitt. Í frétt Listin Diario segir einnig að lögreglan hafi heimsótt hótel og spilavíti nálægt ferðamannastöðunum, Boca Chica, Juan Dolio og La Romana vegna gruns um að hann gæti dvalið þar. Systir Rannveigar lýsti því í viðtali við Bítið á Bylgjunni um miðjan septembermánuð að fjölskyldan óttaðist að andleg veikindi Magnúsar hefðu tekið sig upp aftur á ferðalagi hans. Hann hafi glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum.
Leitin að Magnúsi Kristni Dóminíska lýðveldið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Þessi óvissa er algjör martröð“ Enn hefur ekkert spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar, 36 ára,sem hvarf í Dóminíska Lýðveldinu fyrir tæpum tveimur vikum. Systir hans segir vonina um góðar fréttir minnka með hverjum degi. 23. september 2023 14:21 Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31 Ekkert bendi til þess að Magnús hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt Fjölskylda Magnúsar Kristins Magnússonar íhugar nú að fara út til Dóminíska lýðveldisins til að halda áfram leit að honum. Hann hefur nú verið týndur í viku. Systir hans segir ekkert benda til ólöglegs athæfis. 17. september 2023 14:21 Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
„Þessi óvissa er algjör martröð“ Enn hefur ekkert spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar, 36 ára,sem hvarf í Dóminíska Lýðveldinu fyrir tæpum tveimur vikum. Systir hans segir vonina um góðar fréttir minnka með hverjum degi. 23. september 2023 14:21
Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31
Ekkert bendi til þess að Magnús hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt Fjölskylda Magnúsar Kristins Magnússonar íhugar nú að fara út til Dóminíska lýðveldisins til að halda áfram leit að honum. Hann hefur nú verið týndur í viku. Systir hans segir ekkert benda til ólöglegs athæfis. 17. september 2023 14:21
Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14