Harmar að mannskæðir brunar eigi sér stað reglulega Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. október 2023 18:27 Einn er látinn og tveir eru á batavegi eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði þar sem tugir manna búa. Vísir/Ívar Fannar/Einar Samkvæmt frumvarpi sem innviðaráðherra kveðst leggja fram í nóvember verður hægt að veita tímabundna heimild til þess að búa í húsnæði sem ekki er skráð sem íbúðarhúsnæði standist það öryggismat. Þá gefst slökkviliði heimild til aukins eftirlits með slíku húsnæði en hingað til hefur það reynst þeim erfitt vegna laga um friðhelgi einkalífs. Karlmaður lést í dag af sárum sínum í kjölfar brunans sem varð í atvinnuhúsnæði við Funahöfða í Reykjavík í gær. Brunar í ósamþykktu húsnæði hafa færst í aukana síðustu misseri. Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra ræddi nýtt frumvarp sem mun gefa slökkviliði aukna heimild til eftirlits með ósamþykktu íbúðarhúsnæði í Reykjavík síðdegis. „Það er náttúrlega hörmulegt að svona atburðir séu farnir að gerast með reglubundnu millibili og hafa svona alvarlegar afleiðingar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Hann segir að í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg í júní 2020 hafi þáverandi ráðherra brunavarna sett á lagnirnar samráðshóp sem gaf út skýrslu með þrettán tillögum til þess að fyrirbyggja slík atvik. Sjálfur hafi hann sett af stað annan starfshóp til þess að útvega fjórar tillögur sem kölluðu á eftir breytingum á lögum sem snúa að þessum málum. „Við höfum verið með það á döfinni að koma með frumvarp sem mun birtast núna í nóvember þar sem við erum að taka á ákveðnum þáttum í kringum þetta,“ segir Sigurður. Frumvarpið felur í sér að hægt verði að gefa fólki tímabundna heimild til þess að búa í húsnæði sem ekki er skráð sem íbúðarhúsnæði á grunni þess að búið sé að gera öryggisúttekt á því. Að auki fái slökkvilið heimild til þess að hafa aukið eftirlit með slíku húsnæði. „Þeir hafa því miður lent í því og látið á það reyna fyrir dómstólum en á grundvelli persónuverndar og friðhelgi einkalífsins þá hefur því verið vísað frá,“ segir Sigurður. Færri í ólöglegu húsnæði en áður Hann segir að samkvæmt skýrslu sem var birt í apríl 2022 var talið að tæplega tvö þúsund manns búi í húsnæði sem ekki sé ætlað sem íbúðarhúsnæði. „Sem var talsvert mikið færra heldur en í skýrslum þar á undan, og húsnæðið margt skárra,“ segir Sigurður. „Og það er svolítið á grundvelli þessarar skoðunar og þessara atburða sem menn segja, við núverandi aðstæður, þegar við eigum ekki nógu mikið húsnæði þá gætum við þurft að fara þessa leið, að heimila tímabundna öryggisskráningu og samhliða eftirlit.“ Hann segir að það verði gert án þess að slá af öryggiskröfum. Sigurður segir aukið framboð á íbúðarhúsnæði fyrir tekjulága mikilvægan þátt í að koma í veg fyrir að fleiri setjist að í ólöglegu húsnæði. „Það er þess vegna sem við erum að leggja svona mikla áherslu á að setja meiri fjármuni í stofnframlög fyrir leigumarkaðinn, óhagnaðardrifnu félögin og önnur félög, þannig að fólk hafi ráð á því að búa í leiguhúsnæði,“ segir Sigurður. Þá segir hann mikilvægt að stórefla hlutdeildarlánafyrirkomulagið sem ráðuneytið gerði í sumar og var að hans sögn vel tekið á markaði. „Þetta er auðvitað stærsta verkefnið en það tekur bara tíma,“ segir Sigurður. Aðspurður hvort slökkvilið hefði heimild til að loka ólögmætu húsnæði samkvæmt frumvarpinu segir hann frekari úrræði í brunalögum sem þurfi að fara yfir í tengslum við frumvarpið, verið sé að horfa heildstætt á málið. „Það er eitt að vera kominn með löggjöfina og síðan annað að hún fari að fúnkera,“ segir Sigurður. Hann kveðst leggja frumvarpið fram á þingi í næsta mánuði. Bruni á Funahöfða Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Slökkvilið Tengdar fréttir Látinn eftir bruna á Funahöfða Maðurinn sem slasaðist alvarlega í bruna í Funahöfða 7 í Reykjavík í gær er látinn. Tveir aðrir sem slösuðust eru á batavegi. 17. október 2023 11:03 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Karlmaður lést í dag af sárum sínum í kjölfar brunans sem varð í atvinnuhúsnæði við Funahöfða í Reykjavík í gær. Brunar í ósamþykktu húsnæði hafa færst í aukana síðustu misseri. Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra ræddi nýtt frumvarp sem mun gefa slökkviliði aukna heimild til eftirlits með ósamþykktu íbúðarhúsnæði í Reykjavík síðdegis. „Það er náttúrlega hörmulegt að svona atburðir séu farnir að gerast með reglubundnu millibili og hafa svona alvarlegar afleiðingar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Hann segir að í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg í júní 2020 hafi þáverandi ráðherra brunavarna sett á lagnirnar samráðshóp sem gaf út skýrslu með þrettán tillögum til þess að fyrirbyggja slík atvik. Sjálfur hafi hann sett af stað annan starfshóp til þess að útvega fjórar tillögur sem kölluðu á eftir breytingum á lögum sem snúa að þessum málum. „Við höfum verið með það á döfinni að koma með frumvarp sem mun birtast núna í nóvember þar sem við erum að taka á ákveðnum þáttum í kringum þetta,“ segir Sigurður. Frumvarpið felur í sér að hægt verði að gefa fólki tímabundna heimild til þess að búa í húsnæði sem ekki er skráð sem íbúðarhúsnæði á grunni þess að búið sé að gera öryggisúttekt á því. Að auki fái slökkvilið heimild til þess að hafa aukið eftirlit með slíku húsnæði. „Þeir hafa því miður lent í því og látið á það reyna fyrir dómstólum en á grundvelli persónuverndar og friðhelgi einkalífsins þá hefur því verið vísað frá,“ segir Sigurður. Færri í ólöglegu húsnæði en áður Hann segir að samkvæmt skýrslu sem var birt í apríl 2022 var talið að tæplega tvö þúsund manns búi í húsnæði sem ekki sé ætlað sem íbúðarhúsnæði. „Sem var talsvert mikið færra heldur en í skýrslum þar á undan, og húsnæðið margt skárra,“ segir Sigurður. „Og það er svolítið á grundvelli þessarar skoðunar og þessara atburða sem menn segja, við núverandi aðstæður, þegar við eigum ekki nógu mikið húsnæði þá gætum við þurft að fara þessa leið, að heimila tímabundna öryggisskráningu og samhliða eftirlit.“ Hann segir að það verði gert án þess að slá af öryggiskröfum. Sigurður segir aukið framboð á íbúðarhúsnæði fyrir tekjulága mikilvægan þátt í að koma í veg fyrir að fleiri setjist að í ólöglegu húsnæði. „Það er þess vegna sem við erum að leggja svona mikla áherslu á að setja meiri fjármuni í stofnframlög fyrir leigumarkaðinn, óhagnaðardrifnu félögin og önnur félög, þannig að fólk hafi ráð á því að búa í leiguhúsnæði,“ segir Sigurður. Þá segir hann mikilvægt að stórefla hlutdeildarlánafyrirkomulagið sem ráðuneytið gerði í sumar og var að hans sögn vel tekið á markaði. „Þetta er auðvitað stærsta verkefnið en það tekur bara tíma,“ segir Sigurður. Aðspurður hvort slökkvilið hefði heimild til að loka ólögmætu húsnæði samkvæmt frumvarpinu segir hann frekari úrræði í brunalögum sem þurfi að fara yfir í tengslum við frumvarpið, verið sé að horfa heildstætt á málið. „Það er eitt að vera kominn með löggjöfina og síðan annað að hún fari að fúnkera,“ segir Sigurður. Hann kveðst leggja frumvarpið fram á þingi í næsta mánuði.
Bruni á Funahöfða Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Slökkvilið Tengdar fréttir Látinn eftir bruna á Funahöfða Maðurinn sem slasaðist alvarlega í bruna í Funahöfða 7 í Reykjavík í gær er látinn. Tveir aðrir sem slösuðust eru á batavegi. 17. október 2023 11:03 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Látinn eftir bruna á Funahöfða Maðurinn sem slasaðist alvarlega í bruna í Funahöfða 7 í Reykjavík í gær er látinn. Tveir aðrir sem slösuðust eru á batavegi. 17. október 2023 11:03