Bökkuðu bíl inn í Nova og stálu símum Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 14. desember 2023 10:07 Skjótt var brugðist við hjá Nova í nótt og plötur settar í stað rúðanna. Vísir/Margrét Björk Innbrot var framið í verslun Nova í Lágmúla í Reykjavík í nótt. Bíl var bakkað inn í verslunina áður en innbrotsþjófarnir létu greipar sópa. Eins og sjá má á myndunum sem fylgja fréttinni var brugðist hratt við hjá Nova í morgun og var verslunin opnuð á hefðbundnum opnunartíma. Búið er að festa plötur í stað rúðanna sem brotnuðu við innbrotið í nótt. Séð innan úr verslun Nova.Vísir/Margrét Björk Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var einhverju magni af snjallsímum stolið úr versluninni en enn er verið að meta tjónið. Verslunarstjóri Nova sagðist ekki geta tjáð sig um málið í samtali við fréttastofu í morgun þar sem hún hefði takmarkaðar upplýsingar. Hún vísaði á lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Óverulegt tjón Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi, staðfesti að bíl hefði verið bakkað inn í verslunina og talsvert miklu hefði verið stolið. Enn eigi eftir að fara yfir upptökur úr eftirlitsmyndavélum og því liggi ekki fyrir hversu margir hafi verið á ferðinni. Hann hafði ekki nánari upplýsingar um málið að svo stöddu. Uppfært klukkan 11:00 Í samtali við fréttastofu segir Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova, að ekki sé rétt að miklu hafi verið stolið, aðeins örfáum tækjum. Mesta tjónið sé vegna skemmda á rúðunni sem var bakkað inn um. „Þetta er óverulegt tjón miðað við allt. Viðbragsaðilar, Öryggismiðstöðin og lögregla, brugðust skjótt við þannig þjófarnir höfðu lítinn tíma.“ Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova segir tjónið óverulegt miðað við fjölda tækja í verslununni og á lager. Nova Verslun Nova í Lágmúla er í gamalli Landsbankabyggingu. Þjófarnir komust ekki inn á lager verslunarinnar sem Margrét segir að sé vel varinn í gömlu peningageymslu bankans. Lögreglumál Reykjavík Nova Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Eins og sjá má á myndunum sem fylgja fréttinni var brugðist hratt við hjá Nova í morgun og var verslunin opnuð á hefðbundnum opnunartíma. Búið er að festa plötur í stað rúðanna sem brotnuðu við innbrotið í nótt. Séð innan úr verslun Nova.Vísir/Margrét Björk Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var einhverju magni af snjallsímum stolið úr versluninni en enn er verið að meta tjónið. Verslunarstjóri Nova sagðist ekki geta tjáð sig um málið í samtali við fréttastofu í morgun þar sem hún hefði takmarkaðar upplýsingar. Hún vísaði á lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Óverulegt tjón Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi, staðfesti að bíl hefði verið bakkað inn í verslunina og talsvert miklu hefði verið stolið. Enn eigi eftir að fara yfir upptökur úr eftirlitsmyndavélum og því liggi ekki fyrir hversu margir hafi verið á ferðinni. Hann hafði ekki nánari upplýsingar um málið að svo stöddu. Uppfært klukkan 11:00 Í samtali við fréttastofu segir Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova, að ekki sé rétt að miklu hafi verið stolið, aðeins örfáum tækjum. Mesta tjónið sé vegna skemmda á rúðunni sem var bakkað inn um. „Þetta er óverulegt tjón miðað við allt. Viðbragsaðilar, Öryggismiðstöðin og lögregla, brugðust skjótt við þannig þjófarnir höfðu lítinn tíma.“ Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova segir tjónið óverulegt miðað við fjölda tækja í verslununni og á lager. Nova Verslun Nova í Lágmúla er í gamalli Landsbankabyggingu. Þjófarnir komust ekki inn á lager verslunarinnar sem Margrét segir að sé vel varinn í gömlu peningageymslu bankans.
Lögreglumál Reykjavík Nova Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira