Önnur palestínsk fjölskylda komin til landsins: „Við erum heppin að fá þau í okkar samfélag“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. febrúar 2024 19:29 Sjálfboðaliðarnir fimm í Egyptalandi. Aðsend Palestínsk móðir og dætur hennar þrjár, sem dvalið hafa á Gasaströndinni, eru komnar til landsins. Mæðgurnar eru í hópi tólf Palestínumanna sem hópur íslenskra sjálfboðaliða aðstoðar nú við að komast yfir Rafah-landamærin. Sigrún Johnson er einn fimm sjálfboðaliða sem lögðu leið sína til Egyptalands í vikunni til þess að aðstoða þá Palestínumenn sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar, að komast til landsins. Sigrún lenti seinni partinn í dag ásamt mæðgunum. Dæturnar þrjár eru þriggja, sex og tólf ára. Um er að ræða aðra fjölskyldusameininguna í tengslum við átökin á Gasa. Þegar er ein fjölskylda komin til landsins með hjálp Maríu Lilju Þrastardóttur, Bergþóru Snæbjörnsdóttur og Kristínu Eiríksdóttur. Fjölskyldufaðirinn hefur dvalið hér á landi í tvö ár. Í samtali við Vísi segir Sigrún mikla fagnaðarfundi hafa átt sér stað þegar þau sameinuðust á Keflavíkurflugvelli í dag. „Þetta eru ótrúlega ljúfar og flottar stelpur,“ segir Sigrún um dæturnar þrjár. „Ég hef aðeins spjallað við pabbann sem er ekkert nema yndislegheitin. Við erum heppin að fá þau í okkar samfélag.“ Unnið að komu átta til viðbótar Sigrún segir sjálfboðaliðana hafa aðstoðað mæðgurnar með pappírsvinnu sem hafi þurft að fylla út til þess að komast heim. Sjálfar hafi mæðgurnar, með aðstoð ættingja og vina, safnað pening fyrir ferðalaginu. „Þetta kom allt í gegn á mánudag en þær fengu ekki símtal fyrr en í gær um að þær myndu fá flug um kvöldið,“ segir Sigrún, en flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna sér um að bóka flug fyrir flóttafólk frá Gasa. Sigrún segir ferðalagið hafa gengið vel þrátt fyrir hnökra tengda pappírsvinnu. „Þær skilja takmarkaða ensku og hafa aldrei flogið áður þannig að þetta var svolítið nýtt fyrir þeim.“ Mæðgurnar eru í hópi tólf Palestínumanna sem komist hafa á svokallaðan landamæralista, fengið leyfi til þess að fara yfir Rafah-landamærin. Restin af sjálfboðaliðunum vinnur nú að því að koma þeim átta sem eftir standa til landsins. Palestína Egyptaland Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Faðmlög og gleðitár í Leifsstöð eftir fimm ára aðskilnað Gleðitár trítluðu niður kinnar þegar fjölskyldufaðir frá Gasa tók á móti eiginkonu sinni og þremur sonum í komusal Keflavíkurflugvallar í dag eftir rúmlega fimm ára aðskilnað. Móðirin segist aldrei á sinni ævi hafa fundið jafn góða tilfinningu og þegar hún fékk í dag faðma eiginmann sinn. 9. febrúar 2024 19:55 Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09 Ráðuneytið hundsi ítrekaðar tilraunir sjálfboðaliðanna til samskipta Hópur íslenskra sjálfboðaliða í Kaíró í Egyptalandi mun á næstu dögum aðstoða tólf Palestínumenn, sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi, yfir landamærin frá Gasa. Þeir gagnrýna að íslensk stjórnvöld hafi hundsað allar þeirra tilraunir til samskipta. 15. febrúar 2024 11:36 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Sigrún Johnson er einn fimm sjálfboðaliða sem lögðu leið sína til Egyptalands í vikunni til þess að aðstoða þá Palestínumenn sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar, að komast til landsins. Sigrún lenti seinni partinn í dag ásamt mæðgunum. Dæturnar þrjár eru þriggja, sex og tólf ára. Um er að ræða aðra fjölskyldusameininguna í tengslum við átökin á Gasa. Þegar er ein fjölskylda komin til landsins með hjálp Maríu Lilju Þrastardóttur, Bergþóru Snæbjörnsdóttur og Kristínu Eiríksdóttur. Fjölskyldufaðirinn hefur dvalið hér á landi í tvö ár. Í samtali við Vísi segir Sigrún mikla fagnaðarfundi hafa átt sér stað þegar þau sameinuðust á Keflavíkurflugvelli í dag. „Þetta eru ótrúlega ljúfar og flottar stelpur,“ segir Sigrún um dæturnar þrjár. „Ég hef aðeins spjallað við pabbann sem er ekkert nema yndislegheitin. Við erum heppin að fá þau í okkar samfélag.“ Unnið að komu átta til viðbótar Sigrún segir sjálfboðaliðana hafa aðstoðað mæðgurnar með pappírsvinnu sem hafi þurft að fylla út til þess að komast heim. Sjálfar hafi mæðgurnar, með aðstoð ættingja og vina, safnað pening fyrir ferðalaginu. „Þetta kom allt í gegn á mánudag en þær fengu ekki símtal fyrr en í gær um að þær myndu fá flug um kvöldið,“ segir Sigrún, en flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna sér um að bóka flug fyrir flóttafólk frá Gasa. Sigrún segir ferðalagið hafa gengið vel þrátt fyrir hnökra tengda pappírsvinnu. „Þær skilja takmarkaða ensku og hafa aldrei flogið áður þannig að þetta var svolítið nýtt fyrir þeim.“ Mæðgurnar eru í hópi tólf Palestínumanna sem komist hafa á svokallaðan landamæralista, fengið leyfi til þess að fara yfir Rafah-landamærin. Restin af sjálfboðaliðunum vinnur nú að því að koma þeim átta sem eftir standa til landsins.
Palestína Egyptaland Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Faðmlög og gleðitár í Leifsstöð eftir fimm ára aðskilnað Gleðitár trítluðu niður kinnar þegar fjölskyldufaðir frá Gasa tók á móti eiginkonu sinni og þremur sonum í komusal Keflavíkurflugvallar í dag eftir rúmlega fimm ára aðskilnað. Móðirin segist aldrei á sinni ævi hafa fundið jafn góða tilfinningu og þegar hún fékk í dag faðma eiginmann sinn. 9. febrúar 2024 19:55 Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09 Ráðuneytið hundsi ítrekaðar tilraunir sjálfboðaliðanna til samskipta Hópur íslenskra sjálfboðaliða í Kaíró í Egyptalandi mun á næstu dögum aðstoða tólf Palestínumenn, sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi, yfir landamærin frá Gasa. Þeir gagnrýna að íslensk stjórnvöld hafi hundsað allar þeirra tilraunir til samskipta. 15. febrúar 2024 11:36 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Faðmlög og gleðitár í Leifsstöð eftir fimm ára aðskilnað Gleðitár trítluðu niður kinnar þegar fjölskyldufaðir frá Gasa tók á móti eiginkonu sinni og þremur sonum í komusal Keflavíkurflugvallar í dag eftir rúmlega fimm ára aðskilnað. Móðirin segist aldrei á sinni ævi hafa fundið jafn góða tilfinningu og þegar hún fékk í dag faðma eiginmann sinn. 9. febrúar 2024 19:55
Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09
Ráðuneytið hundsi ítrekaðar tilraunir sjálfboðaliðanna til samskipta Hópur íslenskra sjálfboðaliða í Kaíró í Egyptalandi mun á næstu dögum aðstoða tólf Palestínumenn, sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi, yfir landamærin frá Gasa. Þeir gagnrýna að íslensk stjórnvöld hafi hundsað allar þeirra tilraunir til samskipta. 15. febrúar 2024 11:36