Lífseigir skaflar á ábyrgð eigenda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. mars 2024 14:00 Eftir snjóþungan vetur virðist vorið á næsta leyti, þar til maður sér næstu snjóhrúgu og er rækilega minntur á veðurfarið á Íslandi. stöð 2 Snjóskaflar sem standa í borgarlandinu verða ekki fjarlægðir nema þeir ógni umferðaröryggi. Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg hvetur fólk til að láta borgina vita ef snjóhrúga veldur ama. Það mætti halda að fréttamaður stæði fyrir framan fallegan fjallgarð á Austurlandi en svo er ekki. Undirrituð er stödd í Reykjavík hjá stærðarinnar snjóskafli og þeir eru víða í borginni. Eftir snjóþungan vetur virðist vorið á næsta leyti, þar til maður sér næstu snjóhrúgu og er rækilega minntur á veðurfarið á Íslandi. Snjóskaflarnir eru sem fyrr segir víða og valda flestir ekki miklum ama þó dæmi séu um það. Við Suðurlandsbraut má til að mynda sjá snjóskafl þekja fjögur til fimm bílastæði. Það virðist þó ekki stoppa ökumenn bíla sem reyna að leggja ofan á skaflinum til að sinna erindum á svæðinu, líkt og sjá má í sjónvarpsfréttinni. Þessi skafl þekur nokkur bílastæði, sem virðist reyndar ekki stöðva ökumann bíls sem leggur ofan á skaflinum.stöð 2 Þar má líka sjá hvernig stærðarinnar snjóskafl blasir við ökumönnum sem keyra Suðurlandsbraut í átt að Hallarmúla sem gerir það að verkum að ökumenn sjá illa bíla sem aka úr gagnstæðri átt. Þessi snjóskafl skyggir á þá bíla sem koma frá Hallarmúla inn á bílastæðin við Suðurlandsbraut.stöð 2 Staðsetningin skiptir máli Ofangreindir skaflar eru ekki í borgarlandinu og því undir eigendum bílastæðisins á Suðurlandsbraut komið hvort þeir verði fjarlægðir að sögn skrifstofustjóra hjá vetrarþjónustu Reykjavíkurborg. Engin leið er þó að vita hvort snjónum hafi verið mokað af borgarlandi á blettinn eða af einkalóð á svæðið. Skrifstofustjórinn segir að almennt standi ekki til að fjarlægja snjóhrúgur í borgarlandinu nema í þeim tilfellum þar sem þær ógna öryggi eða útsýni. „Alltaf ef þetta veldur einhvers konar öryggisógn, skerði sjónlínur á gatnamótum þannig að það sé umferðaröryggi sem sé ógnað,“ segir Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri hjá vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar. Þessi skafl er á bílastæðinu við Vinabæ.stöð 2 Látnir bráðna Beðið verði eftir því að snjóskaflarnir bráðni en Hjalti hvetur borgarbúa til að láta vita ef skafl ógnar öryggi. „Senda endilega á ábendingavef borgarinnar og þá munum við skoða málin og sjá hvort þetta falli undir það að fjarlægja og við gerum það þá fljótt og vel.“ Snjómokstur Reykjavík Umferð Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Það mætti halda að fréttamaður stæði fyrir framan fallegan fjallgarð á Austurlandi en svo er ekki. Undirrituð er stödd í Reykjavík hjá stærðarinnar snjóskafli og þeir eru víða í borginni. Eftir snjóþungan vetur virðist vorið á næsta leyti, þar til maður sér næstu snjóhrúgu og er rækilega minntur á veðurfarið á Íslandi. Snjóskaflarnir eru sem fyrr segir víða og valda flestir ekki miklum ama þó dæmi séu um það. Við Suðurlandsbraut má til að mynda sjá snjóskafl þekja fjögur til fimm bílastæði. Það virðist þó ekki stoppa ökumenn bíla sem reyna að leggja ofan á skaflinum til að sinna erindum á svæðinu, líkt og sjá má í sjónvarpsfréttinni. Þessi skafl þekur nokkur bílastæði, sem virðist reyndar ekki stöðva ökumann bíls sem leggur ofan á skaflinum.stöð 2 Þar má líka sjá hvernig stærðarinnar snjóskafl blasir við ökumönnum sem keyra Suðurlandsbraut í átt að Hallarmúla sem gerir það að verkum að ökumenn sjá illa bíla sem aka úr gagnstæðri átt. Þessi snjóskafl skyggir á þá bíla sem koma frá Hallarmúla inn á bílastæðin við Suðurlandsbraut.stöð 2 Staðsetningin skiptir máli Ofangreindir skaflar eru ekki í borgarlandinu og því undir eigendum bílastæðisins á Suðurlandsbraut komið hvort þeir verði fjarlægðir að sögn skrifstofustjóra hjá vetrarþjónustu Reykjavíkurborg. Engin leið er þó að vita hvort snjónum hafi verið mokað af borgarlandi á blettinn eða af einkalóð á svæðið. Skrifstofustjórinn segir að almennt standi ekki til að fjarlægja snjóhrúgur í borgarlandinu nema í þeim tilfellum þar sem þær ógna öryggi eða útsýni. „Alltaf ef þetta veldur einhvers konar öryggisógn, skerði sjónlínur á gatnamótum þannig að það sé umferðaröryggi sem sé ógnað,“ segir Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri hjá vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar. Þessi skafl er á bílastæðinu við Vinabæ.stöð 2 Látnir bráðna Beðið verði eftir því að snjóskaflarnir bráðni en Hjalti hvetur borgarbúa til að láta vita ef skafl ógnar öryggi. „Senda endilega á ábendingavef borgarinnar og þá munum við skoða málin og sjá hvort þetta falli undir það að fjarlægja og við gerum það þá fljótt og vel.“
Snjómokstur Reykjavík Umferð Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira