„Ótrúlega stolt og þakklát eftir daginn í dag“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. mars 2024 17:51 Sigríður Margrét gæddi sér á vöfflum eins og hefð er fyrir þegar samningar nást í Karphúsinu. vísir/ívar fannar Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist bæði stolt og þakklát eftir að undirritun kjarasamninga lauk í Karphúsinu í dag. Búið sé að leggja grunn að efnahagslegum stöðugleika. Viðræður við VR hefjast í næstu viku. Í dag skrifuðu fagfélögin svokölluðu undir langtímasamning við Samtök atvinnulífsins. Til fagfélaganna teljast Rafiðnaðarsamband Íslands, Matvís, VM og Grafía. Samningurinn er til fjögurra ára og byggir á sömu forsendum og langtímasamningar breiðfylkingar Eflingar, Samiðnar og SGS sem náðust fyrr í vikunni. „Við erum hér komin með langtíma kjarasamning sem getur byggt undir efnahagslegan stöðugleika. Við erum bara ótrúlega stolt og þakklát eftir daginn í dag,“ sagði Sigíður Margrét í samtali við fréttastofu að lokinni undirritun samninga í Karphúsinu í dag. Með samningsundirritun er búið að semja við stóra hópa, bæði fagfélög og breiðfylkingu. Sigríður og bætir við að um mikil tímamót sé að ræða, samningarnir séu afar mikilvægir. „Það má segja að þessir stóru hópar hafi lagt upp með launastefnunni sem við munum síðan vinna eftir. Það hefur verið þannig í gegnum þessar viðræður, að öll stóru félögin komu að þeim. Við erum með þessi sameiginlegu markmið og þessir samningar eru til þess fallnir að verðbólga geti minnkað, svo það séu sköpuð skilyrði fyrir því að stýrivextir geti lækkað. Það er lykilatriði fyrir fólk og fyrirtæki hérlendis.“ Spurð út í stöðu stéttarfélagsins VR, sem sleit sig frá viðræðunum, segir Sigríður: „Viðræðurnar við VR fara af stað af fullum krafti á mánudaginn, það er þannig að VR hefur þegar tekið þátt í þessum viðræðum. Við höfum verið að semja núna formlega frá 28. desember og óformlega frá því í nóvember. Stóran hluta af þeim tíma var VR við samningaborðið. Þetta upplegg er því líka í samráði við VR.“ Sigríður segir lítið hafa skilið á milli VR og annarra samningsaðila. „Það snerist fyrst og fremst um forsenduákvæði, núna erum við búin að ganga frá þessum stóru málum og ég bara treysti því að viðræðurnar gangi vel í næstu viku. Það er búið að marka stefnu og leggja grunn að efnahagslegum stöðugleika. Þetta er bara risastórt verkefni og við höfum allan tímann verið sammála um þessi helstu markmið.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Í dag skrifuðu fagfélögin svokölluðu undir langtímasamning við Samtök atvinnulífsins. Til fagfélaganna teljast Rafiðnaðarsamband Íslands, Matvís, VM og Grafía. Samningurinn er til fjögurra ára og byggir á sömu forsendum og langtímasamningar breiðfylkingar Eflingar, Samiðnar og SGS sem náðust fyrr í vikunni. „Við erum hér komin með langtíma kjarasamning sem getur byggt undir efnahagslegan stöðugleika. Við erum bara ótrúlega stolt og þakklát eftir daginn í dag,“ sagði Sigíður Margrét í samtali við fréttastofu að lokinni undirritun samninga í Karphúsinu í dag. Með samningsundirritun er búið að semja við stóra hópa, bæði fagfélög og breiðfylkingu. Sigríður og bætir við að um mikil tímamót sé að ræða, samningarnir séu afar mikilvægir. „Það má segja að þessir stóru hópar hafi lagt upp með launastefnunni sem við munum síðan vinna eftir. Það hefur verið þannig í gegnum þessar viðræður, að öll stóru félögin komu að þeim. Við erum með þessi sameiginlegu markmið og þessir samningar eru til þess fallnir að verðbólga geti minnkað, svo það séu sköpuð skilyrði fyrir því að stýrivextir geti lækkað. Það er lykilatriði fyrir fólk og fyrirtæki hérlendis.“ Spurð út í stöðu stéttarfélagsins VR, sem sleit sig frá viðræðunum, segir Sigríður: „Viðræðurnar við VR fara af stað af fullum krafti á mánudaginn, það er þannig að VR hefur þegar tekið þátt í þessum viðræðum. Við höfum verið að semja núna formlega frá 28. desember og óformlega frá því í nóvember. Stóran hluta af þeim tíma var VR við samningaborðið. Þetta upplegg er því líka í samráði við VR.“ Sigríður segir lítið hafa skilið á milli VR og annarra samningsaðila. „Það snerist fyrst og fremst um forsenduákvæði, núna erum við búin að ganga frá þessum stóru málum og ég bara treysti því að viðræðurnar gangi vel í næstu viku. Það er búið að marka stefnu og leggja grunn að efnahagslegum stöðugleika. Þetta er bara risastórt verkefni og við höfum allan tímann verið sammála um þessi helstu markmið.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira