Próftökubann og refsingar fyrir svindlara Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2024 12:20 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra leggur til að ökunemar sem svindla á bílprófinu fái allt að sex mánaða próftökubann að launum. Vísir/Arnar Í nýju frumvarpi innviðaráðherra til breytinga á umferðarlögum er lagt til að brot á prófreglum í ökuprófi geti varðað sviptingu á próftökurétti í allt að sex mánuði, auk annarra mögulegra refsinga. Frumvarpinu er aðallega ætlað að bregðast við aukinni umferð smáfarartækja, svo sem rafknúinna hlaupahjóla, og var lagt fram á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga. Þar eru lagðar til breytingar á lögunum sem ætlað er að skilgreina smáfarartæki og marka lagaramma utan um þau, svo sem með reglum um lágmarksaldur upp á 13 ár og að óheimilt sé að aka þeim undir áhrifum áfengis. Í frumvarpinu er þó að finna nýmæli frá því það var síðast lagt fram. Þar er lögð til breyting á 58. grein umferðarlaga, þannig að brot á prófreglum í ökuprófi varði brottvísun úr prófi og sviptingar réttinum til að þreyta prófið í allt að sex mánuði. Auk þess gæti slík háttsemi sætt sektum eða refsingu samkvæmt 95. grein laganna. Í frumvarpinu segir þá að öðrum sé óheimilt að aðstoða ökunema við brot á prófreglum og að Samgöngustofa myndi hafa ákvörðunarvald til sviptingu próftökuréttarins. Sektir eða fangelsi Í athugasemdum í greinargerð frumvarpsins kemur fram að með ákvæðinu sé gert ráð fyrir að Samgöngustofa taki við ákvörðun um sviptingu próftökuréttar mið af alvarleika brots, þeim hagsmunum sem undir eru hverju sinni, þeim varðaðaráhrifum sem viðurlögunum er ætlað að hafa og aðstæðum að öðru leyti. Þá er heimild fyrir ráðherra að mæla fyrir um útfærslu ákvæðisins og viðurlaga samkvæmt því, í reglugerð. „Þá er gert ráð fyrir því að í alvarlegri tilvikum geti beiting viðurlaga skv. 95. gr. einnig komið til skoðunar. Með því verða varnaðaráhrif viðurlaga vegna brota á prófreglum aukin enn frekar svo að draga megi úr umfangi þess en einnig bregðast við þeim tilvikum þegar upp kemst um að ökunemi hafi haft rangt við,“ segir í greinargerðinni. Í 95. grein er kveðið á um að brot gegn ákveðnum ákvæðum umferðarlaga, meðal annars 58. greininni sem fjallar um bílprófið, geti varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Geta svindlað og mætt aftur í næstu viku Í greinargerð með frumvarpinu er brot á prófreglum í ökuprófi sagt alvarlegt vandamál hér á landi, og að Samgöngustofa hafi vakið athygli ráðuneytisins á því, „Engum viðurlögum hefur verið beitt öðrum en brottvísun úr prófi og þeir sem uppvísir verða að broti á prófreglum hafa getað mætt aftur í próf viku síðar. Áhrif þess á umferðaröryggi eru bersýnilega neikvæð þar sem eitthvað hefur verið um slík brot og gera má ráð fyrir því að einhverjir hafi staðist ökupróf sem þeir hefðu annars ekki staðist og því ekki tileinkað sér námsefnið.“ Því þyki nauðsynlegt að bregðast við slíkum brotum, og hæfilegt þyki að í flestum tilfellum verði viðkomandi óheimilt að þreyta prófið um ákveðinn tíma. Þó liggi fyrir að í alvarlegri tilvikum verði hægt að beita alvarlegri viðurlögum. Alþingi Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Bílpróf Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Frumvarpinu er aðallega ætlað að bregðast við aukinni umferð smáfarartækja, svo sem rafknúinna hlaupahjóla, og var lagt fram á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga. Þar eru lagðar til breytingar á lögunum sem ætlað er að skilgreina smáfarartæki og marka lagaramma utan um þau, svo sem með reglum um lágmarksaldur upp á 13 ár og að óheimilt sé að aka þeim undir áhrifum áfengis. Í frumvarpinu er þó að finna nýmæli frá því það var síðast lagt fram. Þar er lögð til breyting á 58. grein umferðarlaga, þannig að brot á prófreglum í ökuprófi varði brottvísun úr prófi og sviptingar réttinum til að þreyta prófið í allt að sex mánuði. Auk þess gæti slík háttsemi sætt sektum eða refsingu samkvæmt 95. grein laganna. Í frumvarpinu segir þá að öðrum sé óheimilt að aðstoða ökunema við brot á prófreglum og að Samgöngustofa myndi hafa ákvörðunarvald til sviptingu próftökuréttarins. Sektir eða fangelsi Í athugasemdum í greinargerð frumvarpsins kemur fram að með ákvæðinu sé gert ráð fyrir að Samgöngustofa taki við ákvörðun um sviptingu próftökuréttar mið af alvarleika brots, þeim hagsmunum sem undir eru hverju sinni, þeim varðaðaráhrifum sem viðurlögunum er ætlað að hafa og aðstæðum að öðru leyti. Þá er heimild fyrir ráðherra að mæla fyrir um útfærslu ákvæðisins og viðurlaga samkvæmt því, í reglugerð. „Þá er gert ráð fyrir því að í alvarlegri tilvikum geti beiting viðurlaga skv. 95. gr. einnig komið til skoðunar. Með því verða varnaðaráhrif viðurlaga vegna brota á prófreglum aukin enn frekar svo að draga megi úr umfangi þess en einnig bregðast við þeim tilvikum þegar upp kemst um að ökunemi hafi haft rangt við,“ segir í greinargerðinni. Í 95. grein er kveðið á um að brot gegn ákveðnum ákvæðum umferðarlaga, meðal annars 58. greininni sem fjallar um bílprófið, geti varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Geta svindlað og mætt aftur í næstu viku Í greinargerð með frumvarpinu er brot á prófreglum í ökuprófi sagt alvarlegt vandamál hér á landi, og að Samgöngustofa hafi vakið athygli ráðuneytisins á því, „Engum viðurlögum hefur verið beitt öðrum en brottvísun úr prófi og þeir sem uppvísir verða að broti á prófreglum hafa getað mætt aftur í próf viku síðar. Áhrif þess á umferðaröryggi eru bersýnilega neikvæð þar sem eitthvað hefur verið um slík brot og gera má ráð fyrir því að einhverjir hafi staðist ökupróf sem þeir hefðu annars ekki staðist og því ekki tileinkað sér námsefnið.“ Því þyki nauðsynlegt að bregðast við slíkum brotum, og hæfilegt þyki að í flestum tilfellum verði viðkomandi óheimilt að þreyta prófið um ákveðinn tíma. Þó liggi fyrir að í alvarlegri tilvikum verði hægt að beita alvarlegri viðurlögum.
Alþingi Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Bílpróf Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira