Katrín gefur kost á sér Árni Sæberg skrifar 5. apríl 2024 13:06 Katrín Jakobsdóttir býður sig fram til forseta. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér til embættis forseta Íslands. Katrín segir í yfirlýsingu að hún muni biðjast lausnar úr embætti forsætisráðherra og bjóða sig fram til forseta. Hún muni á næstu vikum ferðast um landið og tala við landsmenn um framtíðina. Hún segir alls ekki gefið að hún, sem hafi verið í stjórnmálum í tuttugu ár, bjóði sig fram til forseta. Hún hafi fyrir nokkuð löngu síðan ákveðið að hún myndi ekki gefa kost á sér í komandi Alþingiskosningum. Hún telji þó að hún geti áfram gert landi og þjóð gagn og því hafi hún ákveðið að bjóða sig fram til forseta. „Sú reynsla sem ég hef af stjórnmálum, reynslan af því að leiða saman ólíka hópa og sá skilningur sem ég hef öðlast á þeim tíma, gerir það að verkum að hún geti nýst vel í þessu embætti.“ Katrín tilkynnti framboð sitt í myndbandsfærslu á samfélagsmiðlum. Forsetinn þurfi að sýna forystu og auðmýkt Katrín segir að hún hafi undanfarið velt fyrir sér forsetaembættinu. Það sé mikilvægt embætti. Forsetinn þurfi að skilja gangverk stjórnmála og samfélags, hann þurfi að geta sýnt forystu og auðmýkt, hann þurfi að gæta hagsmuna Íslands á alþjóðavettvangi, hann þurfi að geta tekið erfiðar ákvarðanir, óháð stundarvinsældum, hann þurfi að geta talað til þjóðarinnar allrar. „Enda verður ekki af honum tekið að hann er kosinn af þjóðinni.“ Risastórar áskoranir framundan Katrín segir okkur stödd á flóknum tímum. Stríðsátökum hafi fjölgað í heiminum. Við stöndum frammi fyrir risastórum áskorunum á sviði loftslags og umhverfismála. Tækniþróunin sé á slíkum hraða að annað eins hefur ekki sést og aldrei hafi verið mikilvægara að efla og gæta mennskunni. „Á slíkum tímum þurfum við að horfa á undirstöðurnar, menntun og menningu. Þurfum að tryggja íslenska tungu sem er okkar rótfesta, en á sama tíma þurfum við að standa vörð um fjölbreytnina sem einkennir íslenskt samfélag. Í öllum þessum málum hefur forsetinn hlutverki að gegna, að tala skýrt fyrir þeim grunngildum sem við byggjum íslenskt samfélag á, lýðræði, mannréttindum og réttarríkinu. Bæði hér heima og á alþjóðavettvangi.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Alþingi Forseti Íslands Tengdar fréttir Bein útsending: Katrín situr fyrir svörum Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi, veitir fjölmiðlum viðtöl í Hörpu klukkan 14. 5. apríl 2024 13:49 Katrín búin að taka ákvörðun og upplýsa ríkisstjórn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins segir Katrínu hafa greint ríkisstjórn frá ákvörðun sinni. Það sagði hann að loknum ríkisstjórnarfundi. Forsætisráðherra muni sjálf tilkynna um ákvörðun sína. 5. apríl 2024 12:15 Katrín eigi næstu klukkustundir í opinberri umræðu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahags segir ríkisstjórnarfundinn sem var að ljúka hafa verið nokkuð hefðbundinn. Það hafi verið farið yfir mörg mál. 5. apríl 2024 11:49 „Það er ákveðið óvissustig núna“ Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að möguleg ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, hafi ekki verið til formlegrar umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun. 5. apríl 2024 11:55 Katrín vildi engum spurningum svara Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra yfirgaf ríkistjórnarfund morgunsins án þess að gefa sér tíma til að svara spurningum fjölmiðla varðandi líklegt forsetaframboð sitt. Hún sagðist vera á leið í stjórnarráðið og myndi ræða við fjölmiðla síðar í dag. 5. apríl 2024 11:57 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Katrín segir í yfirlýsingu að hún muni biðjast lausnar úr embætti forsætisráðherra og bjóða sig fram til forseta. Hún muni á næstu vikum ferðast um landið og tala við landsmenn um framtíðina. Hún segir alls ekki gefið að hún, sem hafi verið í stjórnmálum í tuttugu ár, bjóði sig fram til forseta. Hún hafi fyrir nokkuð löngu síðan ákveðið að hún myndi ekki gefa kost á sér í komandi Alþingiskosningum. Hún telji þó að hún geti áfram gert landi og þjóð gagn og því hafi hún ákveðið að bjóða sig fram til forseta. „Sú reynsla sem ég hef af stjórnmálum, reynslan af því að leiða saman ólíka hópa og sá skilningur sem ég hef öðlast á þeim tíma, gerir það að verkum að hún geti nýst vel í þessu embætti.“ Katrín tilkynnti framboð sitt í myndbandsfærslu á samfélagsmiðlum. Forsetinn þurfi að sýna forystu og auðmýkt Katrín segir að hún hafi undanfarið velt fyrir sér forsetaembættinu. Það sé mikilvægt embætti. Forsetinn þurfi að skilja gangverk stjórnmála og samfélags, hann þurfi að geta sýnt forystu og auðmýkt, hann þurfi að gæta hagsmuna Íslands á alþjóðavettvangi, hann þurfi að geta tekið erfiðar ákvarðanir, óháð stundarvinsældum, hann þurfi að geta talað til þjóðarinnar allrar. „Enda verður ekki af honum tekið að hann er kosinn af þjóðinni.“ Risastórar áskoranir framundan Katrín segir okkur stödd á flóknum tímum. Stríðsátökum hafi fjölgað í heiminum. Við stöndum frammi fyrir risastórum áskorunum á sviði loftslags og umhverfismála. Tækniþróunin sé á slíkum hraða að annað eins hefur ekki sést og aldrei hafi verið mikilvægara að efla og gæta mennskunni. „Á slíkum tímum þurfum við að horfa á undirstöðurnar, menntun og menningu. Þurfum að tryggja íslenska tungu sem er okkar rótfesta, en á sama tíma þurfum við að standa vörð um fjölbreytnina sem einkennir íslenskt samfélag. Í öllum þessum málum hefur forsetinn hlutverki að gegna, að tala skýrt fyrir þeim grunngildum sem við byggjum íslenskt samfélag á, lýðræði, mannréttindum og réttarríkinu. Bæði hér heima og á alþjóðavettvangi.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Alþingi Forseti Íslands Tengdar fréttir Bein útsending: Katrín situr fyrir svörum Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi, veitir fjölmiðlum viðtöl í Hörpu klukkan 14. 5. apríl 2024 13:49 Katrín búin að taka ákvörðun og upplýsa ríkisstjórn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins segir Katrínu hafa greint ríkisstjórn frá ákvörðun sinni. Það sagði hann að loknum ríkisstjórnarfundi. Forsætisráðherra muni sjálf tilkynna um ákvörðun sína. 5. apríl 2024 12:15 Katrín eigi næstu klukkustundir í opinberri umræðu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahags segir ríkisstjórnarfundinn sem var að ljúka hafa verið nokkuð hefðbundinn. Það hafi verið farið yfir mörg mál. 5. apríl 2024 11:49 „Það er ákveðið óvissustig núna“ Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að möguleg ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, hafi ekki verið til formlegrar umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun. 5. apríl 2024 11:55 Katrín vildi engum spurningum svara Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra yfirgaf ríkistjórnarfund morgunsins án þess að gefa sér tíma til að svara spurningum fjölmiðla varðandi líklegt forsetaframboð sitt. Hún sagðist vera á leið í stjórnarráðið og myndi ræða við fjölmiðla síðar í dag. 5. apríl 2024 11:57 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Bein útsending: Katrín situr fyrir svörum Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi, veitir fjölmiðlum viðtöl í Hörpu klukkan 14. 5. apríl 2024 13:49
Katrín búin að taka ákvörðun og upplýsa ríkisstjórn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins segir Katrínu hafa greint ríkisstjórn frá ákvörðun sinni. Það sagði hann að loknum ríkisstjórnarfundi. Forsætisráðherra muni sjálf tilkynna um ákvörðun sína. 5. apríl 2024 12:15
Katrín eigi næstu klukkustundir í opinberri umræðu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahags segir ríkisstjórnarfundinn sem var að ljúka hafa verið nokkuð hefðbundinn. Það hafi verið farið yfir mörg mál. 5. apríl 2024 11:49
„Það er ákveðið óvissustig núna“ Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að möguleg ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, hafi ekki verið til formlegrar umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun. 5. apríl 2024 11:55
Katrín vildi engum spurningum svara Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra yfirgaf ríkistjórnarfund morgunsins án þess að gefa sér tíma til að svara spurningum fjölmiðla varðandi líklegt forsetaframboð sitt. Hún sagðist vera á leið í stjórnarráðið og myndi ræða við fjölmiðla síðar í dag. 5. apríl 2024 11:57