Sver af sér rætna herferð gegn Baldri Árni Sæberg skrifar 7. apríl 2024 13:03 Ástþór kannast ekkert við málið. Vísir Ástþór Magnússon sver af sér öll tengsl við Facebook-síðuna Bessastaðabaráttan, þar sem rætinni herferð gegn Baldri Þórhallssyni hefur verið haldið úti. Sama dag og tengslin voru borin upp á Ástþór var síðunni eytt. Bessastaðabaráttan og sérstaklega mynd sem dreift var á síðunni, hefur vakið mikla athygli og reiði síðan hún var sett í loftið. Á myndinni má sjá Baldur Þórhallsson, sem er í forsetaframboði líkt og Ástþór, kyssa eiginmann sinn Felix Bergsson. Í bakgrunni má sjá annað samkynhneigt par í faðmlögum og fána hinseginfólks. Þá má sjá talblöðrur þar sem lesa má gömul ummæli þeirra Baldurs og Felix, greinilega ætlaðar þeim til smættunar. Netverjar hafa margir hverjir lýst yfir óánægju sinni með gjörninginn. Sá þetta á Facebook. Eitt er að hafa sínar skoðanir á mönnum og málefnum, en mér finnst glatað að borga fyrir að bera svona út. Allir eiga fortíð, geta beðist afsökunar, bætt sig og eiga að njóta sannmælis.Kosningar eiga að vera málefnalegar en ekki leðjuslagur. pic.twitter.com/zYTOyl8G6M— Arnar Arinbjarnarson (@arnarar) March 31, 2024 Símanúmer og vefsíða í eigu Ástþórs tengd síðunni Aðrir netverjar hafa gengið skrefinu lengra og reynt að komast að því hver stendur að baki síðunni. Í frétt DV segir að slík rannsókn hafi leitt í ljós að símanúmer og vefsíða í eigu Ástþórs væru skráð fyrir síðunni. DV hafi því sent Ástþóri fyrirspurn vegna málsins og spurt hvort síðan væri ekki í mótsögn við skilaboð hans um alheimsfrið. Ástþór hafi ekkert viljað kannast við málið og í yfirlýsingu sagt að hvorki Bessastaðabaráttan né umrædd mynd væri á hans vegum. „Þess má geta að sama dag var umræddri Facebook-síðu eytt,“ segir í frétt DV. Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Bessastaðabaráttan og sérstaklega mynd sem dreift var á síðunni, hefur vakið mikla athygli og reiði síðan hún var sett í loftið. Á myndinni má sjá Baldur Þórhallsson, sem er í forsetaframboði líkt og Ástþór, kyssa eiginmann sinn Felix Bergsson. Í bakgrunni má sjá annað samkynhneigt par í faðmlögum og fána hinseginfólks. Þá má sjá talblöðrur þar sem lesa má gömul ummæli þeirra Baldurs og Felix, greinilega ætlaðar þeim til smættunar. Netverjar hafa margir hverjir lýst yfir óánægju sinni með gjörninginn. Sá þetta á Facebook. Eitt er að hafa sínar skoðanir á mönnum og málefnum, en mér finnst glatað að borga fyrir að bera svona út. Allir eiga fortíð, geta beðist afsökunar, bætt sig og eiga að njóta sannmælis.Kosningar eiga að vera málefnalegar en ekki leðjuslagur. pic.twitter.com/zYTOyl8G6M— Arnar Arinbjarnarson (@arnarar) March 31, 2024 Símanúmer og vefsíða í eigu Ástþórs tengd síðunni Aðrir netverjar hafa gengið skrefinu lengra og reynt að komast að því hver stendur að baki síðunni. Í frétt DV segir að slík rannsókn hafi leitt í ljós að símanúmer og vefsíða í eigu Ástþórs væru skráð fyrir síðunni. DV hafi því sent Ástþóri fyrirspurn vegna málsins og spurt hvort síðan væri ekki í mótsögn við skilaboð hans um alheimsfrið. Ástþór hafi ekkert viljað kannast við málið og í yfirlýsingu sagt að hvorki Bessastaðabaráttan né umrædd mynd væri á hans vegum. „Þess má geta að sama dag var umræddri Facebook-síðu eytt,“ segir í frétt DV.
Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira