Telur ekkert að því að sitjandi forsætisráðherra bjóði sig fram Bjarki Sigurðsson skrifar 7. apríl 2024 19:41 Katrín Jakobsdóttir fráfarandi forsætisráðherra og Guðni Th. Jóhannesson fráfarandi forseti fyrir fund þeirra í dag. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra baðst lausnar úr embætti sínu í dag til þess að bjóða sig fram til forseta Íslands. Fráfarandi forseti segir atburðarásina ekki óheppilega en ráðherra telur ríkisstjórnina ekki falla gangi hún frá borðinu. Aldrei nokkurn tímann í sögu lýðveldisins Íslands hefur sitjandi forsætisráðherra boðið sig fram til forseta Íslands. Á Bessastöðum í dag baðst Katrín Jakobsdóttir lausnar úr embættinu til að vera sú fyrsta til að gera nákvæmlega það. Katrín Jakobsdóttir verður forsætisráðherra í nokkra daga til viðbótar.Vísir/Vilhelm Lausnarbeiðnin samþykkt Forsetinn samþykkti lausnarbeiðnina en óskaði eftir því að Katrín myndi sitja áfram sem forsætisráðherra þar til leiðtogar stjórnarflokkanna væru búnir að velja nýjan forsætisráðherra. „Formenn þeirra stjórnmálaflokka sem eiga aðild að núverandi ríkisstjórn hafa tjáð mér að þeir hafi hug á að halda stjórnarsamstarfi áfram undir forystu nýs forsætisráðherra. Þess má vænta að senn komi í ljós hver það verður,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í ræðu sinni eftir fundinn. Ekkert varhugavert við framboðið Hann gaf sem minnst upp um hversu langan tíma flokkarnir hefðu til að finna sér nýjan forsætisráðherra. Þá væri það ekki óheppilegt að sitjandi forsætisráðherra yfirgæfi ríkisstjórnina til að bjóða sig fram til forseta. „Ef það þætti afskaplega óheppilegt þá væru settar einhverjar skorður af því tagi í okkar stjórnskipun. Þannig það eru ákveðin ákvæði um kjörgengi og við getum unað þokkalega við þau held ég,“ segir Guðni. En sérðu eitthvað varhugavert við að sitjandi forsætisráðherra fari í forsetaframboð? „Nei.“ Vissi af þessum flækjum Katrín á ekki von á því að vera forsætisráðherra mikið lengur. Hún telur flokkana þrjá komast að lausn fyrr en síðar. „Það er auðvitað óvenjulegt að sitjandi forsætisráðherra gefi kost á sér í framboð til forseta. Þá verður maður bara að taka því að það eru ákveðnar flækjur sem fylgja því. Það lá algjörlega ljóst fyrir þegar ég tók mína ákvörðun þannig ég bara tek á þeim,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin springi ekki Hún er spennt fyrir því að geta farið á kaf í framboðsgírinn og telur að ríkisstjórnin muni ekki springa við brotthvarf hennar. „Ég hef auðvitað lagt mig alla fram í því verkefni að leiða þessa ríkisstjórn undanfarið sex og hálft ár, að sjálfsögðu. Og hef verið þar hundrað prósent. En eins og ég segi, það er enginn ómissandi í þessu og ekki ég heldur,“ segir Katrín. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Guðni Th. Jóhannesson Vinstri græn Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Aldrei nokkurn tímann í sögu lýðveldisins Íslands hefur sitjandi forsætisráðherra boðið sig fram til forseta Íslands. Á Bessastöðum í dag baðst Katrín Jakobsdóttir lausnar úr embættinu til að vera sú fyrsta til að gera nákvæmlega það. Katrín Jakobsdóttir verður forsætisráðherra í nokkra daga til viðbótar.Vísir/Vilhelm Lausnarbeiðnin samþykkt Forsetinn samþykkti lausnarbeiðnina en óskaði eftir því að Katrín myndi sitja áfram sem forsætisráðherra þar til leiðtogar stjórnarflokkanna væru búnir að velja nýjan forsætisráðherra. „Formenn þeirra stjórnmálaflokka sem eiga aðild að núverandi ríkisstjórn hafa tjáð mér að þeir hafi hug á að halda stjórnarsamstarfi áfram undir forystu nýs forsætisráðherra. Þess má vænta að senn komi í ljós hver það verður,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í ræðu sinni eftir fundinn. Ekkert varhugavert við framboðið Hann gaf sem minnst upp um hversu langan tíma flokkarnir hefðu til að finna sér nýjan forsætisráðherra. Þá væri það ekki óheppilegt að sitjandi forsætisráðherra yfirgæfi ríkisstjórnina til að bjóða sig fram til forseta. „Ef það þætti afskaplega óheppilegt þá væru settar einhverjar skorður af því tagi í okkar stjórnskipun. Þannig það eru ákveðin ákvæði um kjörgengi og við getum unað þokkalega við þau held ég,“ segir Guðni. En sérðu eitthvað varhugavert við að sitjandi forsætisráðherra fari í forsetaframboð? „Nei.“ Vissi af þessum flækjum Katrín á ekki von á því að vera forsætisráðherra mikið lengur. Hún telur flokkana þrjá komast að lausn fyrr en síðar. „Það er auðvitað óvenjulegt að sitjandi forsætisráðherra gefi kost á sér í framboð til forseta. Þá verður maður bara að taka því að það eru ákveðnar flækjur sem fylgja því. Það lá algjörlega ljóst fyrir þegar ég tók mína ákvörðun þannig ég bara tek á þeim,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin springi ekki Hún er spennt fyrir því að geta farið á kaf í framboðsgírinn og telur að ríkisstjórnin muni ekki springa við brotthvarf hennar. „Ég hef auðvitað lagt mig alla fram í því verkefni að leiða þessa ríkisstjórn undanfarið sex og hálft ár, að sjálfsögðu. Og hef verið þar hundrað prósent. En eins og ég segi, það er enginn ómissandi í þessu og ekki ég heldur,“ segir Katrín.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Guðni Th. Jóhannesson Vinstri græn Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira