Sverðin slíðruð í orku, útlendinga- og lögreglumálum Heimir Már Pétursson skrifar 9. apríl 2024 19:20 Tríó Bjarna Benediktssonar verðandi forsætisráðherra mætir til fréttamannafundar leiðtoga stjórnarflokkanna í Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Bjarni og ráðherrar í ráðuneyti hans voru settir í embætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem hófst klukkan sjö í kvöld. Forystufólk stjórnarflokkanna þurfti helgina og gærdaginn til að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi eftir að Katrín Jakobsdóttir sagði af sér embætti síðast liðinn föstudag. Hún hefur farið fyrir starfsstjórn að ósk forseta Íslands frá þeim tíma. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti tillögu Bjarna Benediktssonar formanns flokksins um áframhaldandi samstarf flokkanna ásamt breytingum á ráðherraskipan í gærkvöldi. Þingflokkar Framsóknarflokksins og Vinstri grænna samþykktu síðan sams konar tillögu í morgun. Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur gengið í endurnýjun lífdaga.Vísir/Vilhelm Þingstörf lágu niðri í gær og í dag vegna viðræðna stjórnarflokkanna. En í dag varð ljóst að Bjarni Benediktsson yrði forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. Við það flytur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir sig aftur yfir í utanríkisráðuneytið. Svandís Svavarsdóttir verður innviðaráðherra og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kemur ný í hennar stað í matvælaráðuneytið. Bjarni Benediktsson nýr forsætisráðherra segir mikilvægt að stjórnarflokkarnir einbeiti sér að mikilvægustu málunum enda dagarnir takmarkaðir það sem eftir lifir kjörtímabils. Vísir/Bjarni Benediktsson Málin tekin fastari tökum Bjarni sagði á fréttamannafundi í dag að orkumálin og útlendingamálin verði tekin fastari tökum en hingað til. Fram væru komin frumvörp í útlendingamálum sem þyrftu að ná fram að ganga. „Það sem ég sé fyrir mér að þurfi síðan að halda áfram að gera er að aðlaga íslenska löggjöf um innflytjendamál því sem er að gerast í dag á Norðurlöndunum. Þar sem löggjöfin er að taka breytingum í ljósi breyttra aðstæðna. Lögin um þessi efni voru smíðuð við allt, allt aðrar aðstæður heldur en eru uppi í dag á Íslandi,“ sagði Bjarni eftir fréttamannafund leiðtoga stjórnarflokkanna í dag. Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður Vinstri grænna segir Vinstri græn ekki hafa gefið eftir í útlendinga og orkumálum. Áfram verði horft til nátúruverndarsjónarmiða í virkjanamálum og að innflytjendum verði gert auðveldara að aðlagast íslensku samfélagi.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður Vinstri grænna sagði Vinstri græn ekki þar með vera að gleypa eitraða pillu. Stjórnarflokkarnir hefðu nýlega kynnt heildstæða framtíðarsýn í útlendingamálum og áfram yrði byggt á henni. „Það þarf meiri aðstoð í skóla landsins þegar kemur að börnum innflytjenda. Það þarf að huga betur að tækifærum bæði barna innflytjenda og innflytjenda sjálfra til atvinnuþátttöku og hreinlega meta þeirra reynslu og nám. Ég tel að það sé lykilatriði til að vinna gegn stéttaskiptingu í landinu og jafna tækifæri fólks að við tökumst á við þennan málaflokk í heild sinni og við höfum lagt ríka áherslu á það hvað varðar innflytjendur,“ sagði Guðmundur Ingi. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segir mikilvægt að ríkisstjórnin stuðli að því með aðgerðum sínum að kjarasamningar haldi og það takist á ná niður verðbólgu og vöxtum.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði tíma til kominn að Framsóknarmaður tæki við fjármálaráðuneytinu eftir 45 ára fjarveru þaðan. Fjármálaáætlun væri væntanleg og mikilvægt að halda jafnvægi í ríkisfjármálum. „Vissulega eru einhverjar áherslubreytingar með mannabreytingum. En stefnan er skýr. Við ætlum að vinna hér áfram að því að fá kjarasamningana til að virka. Þær stuðningsaðgerðir sem við erum að leggja fram, klára þær hratt og vel í þinginu þannig að þær komi til framkvæmda og styðji við það að verðbólga fari minnkandi og vextir þar með.“ Sannfærður um að stjórnin sé á réttri leið Gangið þið inn í þetta samstarf núna til næstu átján mánaða fullviss um þið eyðið ekki mestu kröftunum í að takast á innbyrðis? „Já, við höfum kannski ekki verið að því á undanförnum mánuðum og misserum. En það er alveg rétt að það hefur verið uppi ágreiningur um einstaka hluti og einstaka málaflokka jafnvel. Þess vegna gáfum við okkur góðan tíma, þessa daga, til að ræða þetta. Og komum hér í dag sannfærðir um að við séum á réttri leið og búin að tala okkur saman um hvernig við getum náð utan um það,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Þingmönnum stjórnarflokkanna hefur ekki alltaf farnast að ganga í takt á undanförnum mánuðum og hefur gætt mikillar óánægju meðal Sjálfstæðismanna með samstarfið við Vinstri græn. Nú er spurning hvort betur gangi þegar formaður Sjálfstæðisflokksins leiðir hjörðina.Vísir/Vilhelm Ný forsætisráðherra leggur líka áherslu á breytingar í orkumálum. Virkja þurfi meira meðal annars til að ná fram markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra vinni nú að úttekt á umgjörð virkjanamála. Guðmundur Ingi sagði Vinstri græn aldrei hafa verið á móti virkjunum. Hins vegar hefði flokkurinn lagt áherslu á að vel væri hugað að náttúruverndarmálum þegar kæmi að virkjunum og muni gera það áfram. Vinstri græn hafa tafið framgang frumvarpa dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum um breytingar á lögreglumálum, um auknar rannsóknarheimildir til lögreglunnar. Bjarni segist leggja kapp á að frumvarp þar að lútandi sem nú liggi fyrir þinginu klárist. „Og ég er mjög vongóður um að við fáum lendingu í því. Við þurfum líka eins og allar ríkisstjórnir að horfast í augu við að dagafjöldinn er takmarkaður á þinginu. Við þurfum að nýta tímann vel til að tryggja að þau mál sem mestu skipta fái framgang en tíminn fari kannski ekki um of í mál sem minna máli skipta, sagði Bjarni Benediktsson. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Orkumál Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson nýr forsætisráðherra Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins verður næsti forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tekur við sem fjármálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir verður innviðaráðherra. 9. apríl 2024 14:03 Ætlar að virkja meira Bjarni Benediktsson, sem tekur við forsætisráðuneytinu í kvöld, segir að virkja þurfi meira til þess að nýta sjálfbæra orku betur. 9. apríl 2024 14:40 Nýr ráðherra þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, verðandi matvælaráðherra, þurfti ekki að hugsa sig lengi um þegar boðið kom um að taka við matvælaráðuneytinu. Hún þekki vel til málaflokksins og hokin af reynslu. 9. apríl 2024 14:48 Forsætisráðuneytið ekki helsta þrætueplið Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segir spurninguna um það hver tæki við forsætisráðuneytinu ekki hafa verið það sem formenn ríkisstjórnarinnar ræddu helst þegar ný ríkisstjórn var mynduð. 9. apríl 2024 14:58 Framsókn geti ekki lengur falið sig á bak við „stóra bróður“ Formaður þingflokks Pírata fagnar því að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr fjármálaráðuneytinu með uppstokkun á ríkisstjórninni. Nú geti Framsóknarflokkurinn hins vegar ekki lengur falið sig á bak við að „stóri bróðir“ komi í veg fyrir að hann uppfylli kosningaloforð sín. 9. apríl 2024 15:40 Vinstri græn ekki að gleypa eitraða pillu Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra og formaður VG segir ríkisstjórnarflokkana þrjá hafa sest niður um helgina, eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti framboð sitt til forseta, með það að markmiði að halda samstarfinu áfram. 9. apríl 2024 15:46 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Forystufólk stjórnarflokkanna þurfti helgina og gærdaginn til að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi eftir að Katrín Jakobsdóttir sagði af sér embætti síðast liðinn föstudag. Hún hefur farið fyrir starfsstjórn að ósk forseta Íslands frá þeim tíma. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti tillögu Bjarna Benediktssonar formanns flokksins um áframhaldandi samstarf flokkanna ásamt breytingum á ráðherraskipan í gærkvöldi. Þingflokkar Framsóknarflokksins og Vinstri grænna samþykktu síðan sams konar tillögu í morgun. Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur gengið í endurnýjun lífdaga.Vísir/Vilhelm Þingstörf lágu niðri í gær og í dag vegna viðræðna stjórnarflokkanna. En í dag varð ljóst að Bjarni Benediktsson yrði forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. Við það flytur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir sig aftur yfir í utanríkisráðuneytið. Svandís Svavarsdóttir verður innviðaráðherra og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kemur ný í hennar stað í matvælaráðuneytið. Bjarni Benediktsson nýr forsætisráðherra segir mikilvægt að stjórnarflokkarnir einbeiti sér að mikilvægustu málunum enda dagarnir takmarkaðir það sem eftir lifir kjörtímabils. Vísir/Bjarni Benediktsson Málin tekin fastari tökum Bjarni sagði á fréttamannafundi í dag að orkumálin og útlendingamálin verði tekin fastari tökum en hingað til. Fram væru komin frumvörp í útlendingamálum sem þyrftu að ná fram að ganga. „Það sem ég sé fyrir mér að þurfi síðan að halda áfram að gera er að aðlaga íslenska löggjöf um innflytjendamál því sem er að gerast í dag á Norðurlöndunum. Þar sem löggjöfin er að taka breytingum í ljósi breyttra aðstæðna. Lögin um þessi efni voru smíðuð við allt, allt aðrar aðstæður heldur en eru uppi í dag á Íslandi,“ sagði Bjarni eftir fréttamannafund leiðtoga stjórnarflokkanna í dag. Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður Vinstri grænna segir Vinstri græn ekki hafa gefið eftir í útlendinga og orkumálum. Áfram verði horft til nátúruverndarsjónarmiða í virkjanamálum og að innflytjendum verði gert auðveldara að aðlagast íslensku samfélagi.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður Vinstri grænna sagði Vinstri græn ekki þar með vera að gleypa eitraða pillu. Stjórnarflokkarnir hefðu nýlega kynnt heildstæða framtíðarsýn í útlendingamálum og áfram yrði byggt á henni. „Það þarf meiri aðstoð í skóla landsins þegar kemur að börnum innflytjenda. Það þarf að huga betur að tækifærum bæði barna innflytjenda og innflytjenda sjálfra til atvinnuþátttöku og hreinlega meta þeirra reynslu og nám. Ég tel að það sé lykilatriði til að vinna gegn stéttaskiptingu í landinu og jafna tækifæri fólks að við tökumst á við þennan málaflokk í heild sinni og við höfum lagt ríka áherslu á það hvað varðar innflytjendur,“ sagði Guðmundur Ingi. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segir mikilvægt að ríkisstjórnin stuðli að því með aðgerðum sínum að kjarasamningar haldi og það takist á ná niður verðbólgu og vöxtum.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði tíma til kominn að Framsóknarmaður tæki við fjármálaráðuneytinu eftir 45 ára fjarveru þaðan. Fjármálaáætlun væri væntanleg og mikilvægt að halda jafnvægi í ríkisfjármálum. „Vissulega eru einhverjar áherslubreytingar með mannabreytingum. En stefnan er skýr. Við ætlum að vinna hér áfram að því að fá kjarasamningana til að virka. Þær stuðningsaðgerðir sem við erum að leggja fram, klára þær hratt og vel í þinginu þannig að þær komi til framkvæmda og styðji við það að verðbólga fari minnkandi og vextir þar með.“ Sannfærður um að stjórnin sé á réttri leið Gangið þið inn í þetta samstarf núna til næstu átján mánaða fullviss um þið eyðið ekki mestu kröftunum í að takast á innbyrðis? „Já, við höfum kannski ekki verið að því á undanförnum mánuðum og misserum. En það er alveg rétt að það hefur verið uppi ágreiningur um einstaka hluti og einstaka málaflokka jafnvel. Þess vegna gáfum við okkur góðan tíma, þessa daga, til að ræða þetta. Og komum hér í dag sannfærðir um að við séum á réttri leið og búin að tala okkur saman um hvernig við getum náð utan um það,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Þingmönnum stjórnarflokkanna hefur ekki alltaf farnast að ganga í takt á undanförnum mánuðum og hefur gætt mikillar óánægju meðal Sjálfstæðismanna með samstarfið við Vinstri græn. Nú er spurning hvort betur gangi þegar formaður Sjálfstæðisflokksins leiðir hjörðina.Vísir/Vilhelm Ný forsætisráðherra leggur líka áherslu á breytingar í orkumálum. Virkja þurfi meira meðal annars til að ná fram markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra vinni nú að úttekt á umgjörð virkjanamála. Guðmundur Ingi sagði Vinstri græn aldrei hafa verið á móti virkjunum. Hins vegar hefði flokkurinn lagt áherslu á að vel væri hugað að náttúruverndarmálum þegar kæmi að virkjunum og muni gera það áfram. Vinstri græn hafa tafið framgang frumvarpa dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum um breytingar á lögreglumálum, um auknar rannsóknarheimildir til lögreglunnar. Bjarni segist leggja kapp á að frumvarp þar að lútandi sem nú liggi fyrir þinginu klárist. „Og ég er mjög vongóður um að við fáum lendingu í því. Við þurfum líka eins og allar ríkisstjórnir að horfast í augu við að dagafjöldinn er takmarkaður á þinginu. Við þurfum að nýta tímann vel til að tryggja að þau mál sem mestu skipta fái framgang en tíminn fari kannski ekki um of í mál sem minna máli skipta, sagði Bjarni Benediktsson.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Orkumál Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson nýr forsætisráðherra Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins verður næsti forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tekur við sem fjármálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir verður innviðaráðherra. 9. apríl 2024 14:03 Ætlar að virkja meira Bjarni Benediktsson, sem tekur við forsætisráðuneytinu í kvöld, segir að virkja þurfi meira til þess að nýta sjálfbæra orku betur. 9. apríl 2024 14:40 Nýr ráðherra þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, verðandi matvælaráðherra, þurfti ekki að hugsa sig lengi um þegar boðið kom um að taka við matvælaráðuneytinu. Hún þekki vel til málaflokksins og hokin af reynslu. 9. apríl 2024 14:48 Forsætisráðuneytið ekki helsta þrætueplið Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segir spurninguna um það hver tæki við forsætisráðuneytinu ekki hafa verið það sem formenn ríkisstjórnarinnar ræddu helst þegar ný ríkisstjórn var mynduð. 9. apríl 2024 14:58 Framsókn geti ekki lengur falið sig á bak við „stóra bróður“ Formaður þingflokks Pírata fagnar því að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr fjármálaráðuneytinu með uppstokkun á ríkisstjórninni. Nú geti Framsóknarflokkurinn hins vegar ekki lengur falið sig á bak við að „stóri bróðir“ komi í veg fyrir að hann uppfylli kosningaloforð sín. 9. apríl 2024 15:40 Vinstri græn ekki að gleypa eitraða pillu Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra og formaður VG segir ríkisstjórnarflokkana þrjá hafa sest niður um helgina, eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti framboð sitt til forseta, með það að markmiði að halda samstarfinu áfram. 9. apríl 2024 15:46 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson nýr forsætisráðherra Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins verður næsti forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tekur við sem fjármálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir verður innviðaráðherra. 9. apríl 2024 14:03
Ætlar að virkja meira Bjarni Benediktsson, sem tekur við forsætisráðuneytinu í kvöld, segir að virkja þurfi meira til þess að nýta sjálfbæra orku betur. 9. apríl 2024 14:40
Nýr ráðherra þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, verðandi matvælaráðherra, þurfti ekki að hugsa sig lengi um þegar boðið kom um að taka við matvælaráðuneytinu. Hún þekki vel til málaflokksins og hokin af reynslu. 9. apríl 2024 14:48
Forsætisráðuneytið ekki helsta þrætueplið Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segir spurninguna um það hver tæki við forsætisráðuneytinu ekki hafa verið það sem formenn ríkisstjórnarinnar ræddu helst þegar ný ríkisstjórn var mynduð. 9. apríl 2024 14:58
Framsókn geti ekki lengur falið sig á bak við „stóra bróður“ Formaður þingflokks Pírata fagnar því að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr fjármálaráðuneytinu með uppstokkun á ríkisstjórninni. Nú geti Framsóknarflokkurinn hins vegar ekki lengur falið sig á bak við að „stóri bróðir“ komi í veg fyrir að hann uppfylli kosningaloforð sín. 9. apríl 2024 15:40
Vinstri græn ekki að gleypa eitraða pillu Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra og formaður VG segir ríkisstjórnarflokkana þrjá hafa sest niður um helgina, eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti framboð sitt til forseta, með það að markmiði að halda samstarfinu áfram. 9. apríl 2024 15:46