Mjótt á munum á milli Katrínar og Baldurs Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2024 07:52 Ekki mælist tölfræðilega marktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs í nýjustu könnun Gallup. Vísir/Vilhelm Lítill munur er á fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup um fylgi forsetaframbjóðenda. Ekki mælist tölfræðilega marktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs. Samkvæmt könnuninni kysu þrjátíu prósent landsmanna Katrínu en ríflega tuttugu og sex prósent Baldur. Jón Gnarr er í þriðja sæti með tæplega átján prósent fylgi. Niðurstöður Gallup eru samhljóða könnun Maskínu sem birt var fyrr í vikunni.Gallup Aðrir frambjóðendur eru með talsvert minna fylgi. Halla Tómasdóttir mælist með sjö prósent og Arnar Þór Jónsson og Halla Hrund Logadóttir bæði með fjögur prósent. Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fá tvö prósent og Ástþór Magnússon eitt. Aðrir frambjóðendur hlutu innan við eitt prósent. Konur líklegri til að kjósa Katrínu en karlar Jón Eftir því sem fólk er eldra er það líklegra til að kjósa Katrínu á meðan Jón Gnarr sækir mesta fylgi sitt til yngra fólks. Aldurshlutfall kjósenda Baldurs virðist jafnara. Munur á milli kynja er einna mestur á fylgi Baldurs og Höllu Tómasdóttur, en konur eru líklegri til að kjósa þau. Konur eru einnig líklegri til að kjósa Katrínu á meðal karlar eru í meirihluta í fylgi Jóns Gnarr. Ekki er tölfræðilega marktækur munur á svörum fólks eftir búsetu, menntun né tekjum. Fólk er hinsvegar líklegra til að kjósa Katrínu eftir því sem það er eldra, en Jón eftir því sem það er yngra. Þá er mikill munur á svörum fólks eftir því hvað það kysi ef kosið yrði til Alþingis í dag. Katrín fær atkvæði langflestra þeirra sem kysu Vinstri græna, eða ríflega nítíu prósent. Könnunin var gerð dagana 5. til 11. apríl.Gallup Alls voru 1731 í úrtaki könnunarinnar og þáttökuhlutfall var 46,4 prósent. Nærri níutíu prósent þátttakanda tóku afstöðu. Tvær vikur eru þar til framboðsfrestur til forsetakosninga rennur út. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Baldur með nokkurt forskot á Jón og Katrínu Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur nokkuð forskot á keppinauta sína í baráttunni um að verða arftaki Guðni Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands. Þetta sýnir ný könnun sem Prósent vann fyrir stuðningsfólk Baldurs og Vísir hefur undir höndum. 3. apríl 2024 15:33 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Ekki mælist tölfræðilega marktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs. Samkvæmt könnuninni kysu þrjátíu prósent landsmanna Katrínu en ríflega tuttugu og sex prósent Baldur. Jón Gnarr er í þriðja sæti með tæplega átján prósent fylgi. Niðurstöður Gallup eru samhljóða könnun Maskínu sem birt var fyrr í vikunni.Gallup Aðrir frambjóðendur eru með talsvert minna fylgi. Halla Tómasdóttir mælist með sjö prósent og Arnar Þór Jónsson og Halla Hrund Logadóttir bæði með fjögur prósent. Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fá tvö prósent og Ástþór Magnússon eitt. Aðrir frambjóðendur hlutu innan við eitt prósent. Konur líklegri til að kjósa Katrínu en karlar Jón Eftir því sem fólk er eldra er það líklegra til að kjósa Katrínu á meðan Jón Gnarr sækir mesta fylgi sitt til yngra fólks. Aldurshlutfall kjósenda Baldurs virðist jafnara. Munur á milli kynja er einna mestur á fylgi Baldurs og Höllu Tómasdóttur, en konur eru líklegri til að kjósa þau. Konur eru einnig líklegri til að kjósa Katrínu á meðal karlar eru í meirihluta í fylgi Jóns Gnarr. Ekki er tölfræðilega marktækur munur á svörum fólks eftir búsetu, menntun né tekjum. Fólk er hinsvegar líklegra til að kjósa Katrínu eftir því sem það er eldra, en Jón eftir því sem það er yngra. Þá er mikill munur á svörum fólks eftir því hvað það kysi ef kosið yrði til Alþingis í dag. Katrín fær atkvæði langflestra þeirra sem kysu Vinstri græna, eða ríflega nítíu prósent. Könnunin var gerð dagana 5. til 11. apríl.Gallup Alls voru 1731 í úrtaki könnunarinnar og þáttökuhlutfall var 46,4 prósent. Nærri níutíu prósent þátttakanda tóku afstöðu. Tvær vikur eru þar til framboðsfrestur til forsetakosninga rennur út.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Baldur með nokkurt forskot á Jón og Katrínu Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur nokkuð forskot á keppinauta sína í baráttunni um að verða arftaki Guðni Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands. Þetta sýnir ný könnun sem Prósent vann fyrir stuðningsfólk Baldurs og Vísir hefur undir höndum. 3. apríl 2024 15:33 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Baldur með nokkurt forskot á Jón og Katrínu Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur nokkuð forskot á keppinauta sína í baráttunni um að verða arftaki Guðni Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands. Þetta sýnir ný könnun sem Prósent vann fyrir stuðningsfólk Baldurs og Vísir hefur undir höndum. 3. apríl 2024 15:33