Uppgjörið: Keflavík - Fjölnir 88-72 | Deildarmeistararnir flugu í undanúrslit Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 17. apríl 2024 21:07 vísir/hulda margrét Keflavík er komið í undanúrslit Subway-deildar kvenna eftir þriðja sigurinn í einvígi liðsins gegn Fjölni í 8-liða úrslitum. Það var ljóst mjög snemma í hvað stefndi hérna í Blue höllinni í kvöld. Keflavík tók forystuna strax á upphafs sekúndum leiksins og þrátt fyrir að Fjölnir hafi svarað með þrist strax í næstu sókn þá tóku Keflavík öll völd á vellinum. Fjölnisliðið var seint í gang og virkaði svolítið eins og þær væru bara tilbúnar að fara í sumarfrí eftir fyrsta leikhluta en þær voru þó ívið skárri í öðrum leikhluta. Korinne Campbell dró liðið á herðum sér í fyrri hálfleiknum og var með 22 stig af 29 stigum Fjölnis eftir fyrri hálfleikinn. Keflavíkurliðið var eins og svo oft áður í vetur bara eins og vel smurð vél og sótti sín stig vel í fyrri hálfleiknum. Sara Rún Hinriksdóttir og Daniela Wallen voru með sitthvor tólf stigin í hlé fyrir Keflavík. Keflavík leiddi nokkuð öruggt og þægilega með 21 stigi í hálfleik 50-29. Það var aðeins jafnara með liðunum í þriðja leikhluta þó svo Keflavík hleypti Fjölni aldrei inn í leikinn. Fjölnisliðið gat þó tekið það með sér úr leikhlutanum að tapa honum bara með einu stigi. Í fjórða leikhluta var þetta bara spurning um að leyfa sem flestum að spila. Hjá Keflavík komust næstum allar af skýrslu á blað í stigaskori og hjá Fjölni var þetta bara spurning hversu hátt Korinne Campbell kæmist í stigaskori. Keflavík fór með öruggan sigur 88-72. Atvik leiksins Erfitt að velja eitthvað eitt atvik í leiknum sem stóð uppúr. Undir lok leiksins keyrði Ásthildur Eva Olsen á körfuna hjá Keflavík en náði ekki að setja skotið ofan í. Hefði það dottið hefðu allar á skýrslu Keflavíkur komist á blað. Það hefði verið ágætt atvik. Stjörnur og skúrkar Hjá Keflavík var liðsheildin sterkust en Daniela Wallen og Sara Rún Hinriksdóttir voru atkvæðamestar. Daniela með 15 stig og Sara Rún 12. Hjá Fjölni var það Korinne Campbell sem bar liðið á herðum sér. Hún var lang öflugust í liði Fjölnis og gerði allt sem í hennar valdi stóð til að halda Fjölni samkeppnishæfu en fékk afskaplega litla hjálp. Campbell var með sannkallaða trölla tvennu 42 stig og 17 fráköst. Hvað skúrka varðar þá hefur maður séð mun betri og beittari leiki frá Raquel Laneiro en það fór lítið fyrir henni á skortöflunni en var þó með tíu stoðsendingar. Dómararnir Davíð Kristján Hreiðarsson, Bjarni Hlíðvist Kristmarsson og Stefán Kristinnsson voru dómarar kvöldsins. Þetta var tiltölulega auðveldur leikur að dæma og komust þremeningarnir vel frá sínu í kvöld. Fór lítið fyrir þeim og það er akkúrat það sem maður vill frá dómurum. Stemmingin og umgjörð Stemningin var fín hérna í Blue höllinni í Keflavík. Hefði viljað sjá fleiri í stúkunni en allt credit á þá sem mættu og studdu liðin áfram. Ung trommarasveit sem hélt uppi fjörinu og studdi sitt lið áfra. Í jafn mikilvægum leik þá voru sárafáir Fjölnismeginn sem var miður. Umgjörð var eins og ávallt í topp standi hjá Keflavík. Viðtöl „Auðveldara fyrir okkur að skora en þær“ Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz „Þetta var flott og bara eins og ég talaði um fyrir leik þá vildum við klára þetta núna og gerðum það bara vel fannst mér. Gott að dreifa mínútum vel og núna bíðum við bara eftir að sjá hverjum við mætum í fjögura liða,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Keflavík rúllaði vel á liðinu sínu í kvöld og komust flestar á blað í kvöld sem spiluðu einhverjar mínútur. „Það er alltaf gaman að koma úr sigurleik þar sem þú nærð að leyfa öllum að spila slatta og bónus ef allar skora en það er ekkert alltaf þannig. Ólíklegt að það verði hægt að vera mikið í svoleiðis það sem eftir er af úrslitakeppninni. Það er bara ánægjulegt og í síðasta leik líka en við munum fá hörku andstæðing í fjögurra liða sama hvaða lið við fáum. “ Aðspurður um hvað hafi siglt þessum sigri í höfn var Sverrir Þór ekkert að draga í land með það að hans lið væri sterkara en lið Fjölnis. „Við komum bara af krafti inn í leikinn og erum náttúrulega bara með sterkara lið með fullri virðingu fyrir Fjölni. Erum með meiri breidd og erfitt fyrir þær að spila á móti okkur þegar við getum rúllað á mannskap en þær eru mikið með sömu inni á, þær þreytast og svo bara jókst munurinn.“ Sverri Þór fannst hans lið allan tímann vera með leikinn og Keflavík eiga auðveldara með að skora sín stig heldur en lið Fjölnis. „Mér fannst strax bara eins og í hinum leikjunum bara eins og við værum með þetta. Auðveldara fyrir okkur að skora en þær. Þær þurftu að hafa meira fyrir sínum körfum og svo í seinni hálfleik var þetta bara orðið svolítið eins og það væri verið að bíða eftir að þetta væri búið.“ Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Fjölnir
Keflavík er komið í undanúrslit Subway-deildar kvenna eftir þriðja sigurinn í einvígi liðsins gegn Fjölni í 8-liða úrslitum. Það var ljóst mjög snemma í hvað stefndi hérna í Blue höllinni í kvöld. Keflavík tók forystuna strax á upphafs sekúndum leiksins og þrátt fyrir að Fjölnir hafi svarað með þrist strax í næstu sókn þá tóku Keflavík öll völd á vellinum. Fjölnisliðið var seint í gang og virkaði svolítið eins og þær væru bara tilbúnar að fara í sumarfrí eftir fyrsta leikhluta en þær voru þó ívið skárri í öðrum leikhluta. Korinne Campbell dró liðið á herðum sér í fyrri hálfleiknum og var með 22 stig af 29 stigum Fjölnis eftir fyrri hálfleikinn. Keflavíkurliðið var eins og svo oft áður í vetur bara eins og vel smurð vél og sótti sín stig vel í fyrri hálfleiknum. Sara Rún Hinriksdóttir og Daniela Wallen voru með sitthvor tólf stigin í hlé fyrir Keflavík. Keflavík leiddi nokkuð öruggt og þægilega með 21 stigi í hálfleik 50-29. Það var aðeins jafnara með liðunum í þriðja leikhluta þó svo Keflavík hleypti Fjölni aldrei inn í leikinn. Fjölnisliðið gat þó tekið það með sér úr leikhlutanum að tapa honum bara með einu stigi. Í fjórða leikhluta var þetta bara spurning um að leyfa sem flestum að spila. Hjá Keflavík komust næstum allar af skýrslu á blað í stigaskori og hjá Fjölni var þetta bara spurning hversu hátt Korinne Campbell kæmist í stigaskori. Keflavík fór með öruggan sigur 88-72. Atvik leiksins Erfitt að velja eitthvað eitt atvik í leiknum sem stóð uppúr. Undir lok leiksins keyrði Ásthildur Eva Olsen á körfuna hjá Keflavík en náði ekki að setja skotið ofan í. Hefði það dottið hefðu allar á skýrslu Keflavíkur komist á blað. Það hefði verið ágætt atvik. Stjörnur og skúrkar Hjá Keflavík var liðsheildin sterkust en Daniela Wallen og Sara Rún Hinriksdóttir voru atkvæðamestar. Daniela með 15 stig og Sara Rún 12. Hjá Fjölni var það Korinne Campbell sem bar liðið á herðum sér. Hún var lang öflugust í liði Fjölnis og gerði allt sem í hennar valdi stóð til að halda Fjölni samkeppnishæfu en fékk afskaplega litla hjálp. Campbell var með sannkallaða trölla tvennu 42 stig og 17 fráköst. Hvað skúrka varðar þá hefur maður séð mun betri og beittari leiki frá Raquel Laneiro en það fór lítið fyrir henni á skortöflunni en var þó með tíu stoðsendingar. Dómararnir Davíð Kristján Hreiðarsson, Bjarni Hlíðvist Kristmarsson og Stefán Kristinnsson voru dómarar kvöldsins. Þetta var tiltölulega auðveldur leikur að dæma og komust þremeningarnir vel frá sínu í kvöld. Fór lítið fyrir þeim og það er akkúrat það sem maður vill frá dómurum. Stemmingin og umgjörð Stemningin var fín hérna í Blue höllinni í Keflavík. Hefði viljað sjá fleiri í stúkunni en allt credit á þá sem mættu og studdu liðin áfram. Ung trommarasveit sem hélt uppi fjörinu og studdi sitt lið áfra. Í jafn mikilvægum leik þá voru sárafáir Fjölnismeginn sem var miður. Umgjörð var eins og ávallt í topp standi hjá Keflavík. Viðtöl „Auðveldara fyrir okkur að skora en þær“ Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz „Þetta var flott og bara eins og ég talaði um fyrir leik þá vildum við klára þetta núna og gerðum það bara vel fannst mér. Gott að dreifa mínútum vel og núna bíðum við bara eftir að sjá hverjum við mætum í fjögura liða,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Keflavík rúllaði vel á liðinu sínu í kvöld og komust flestar á blað í kvöld sem spiluðu einhverjar mínútur. „Það er alltaf gaman að koma úr sigurleik þar sem þú nærð að leyfa öllum að spila slatta og bónus ef allar skora en það er ekkert alltaf þannig. Ólíklegt að það verði hægt að vera mikið í svoleiðis það sem eftir er af úrslitakeppninni. Það er bara ánægjulegt og í síðasta leik líka en við munum fá hörku andstæðing í fjögurra liða sama hvaða lið við fáum. “ Aðspurður um hvað hafi siglt þessum sigri í höfn var Sverrir Þór ekkert að draga í land með það að hans lið væri sterkara en lið Fjölnis. „Við komum bara af krafti inn í leikinn og erum náttúrulega bara með sterkara lið með fullri virðingu fyrir Fjölni. Erum með meiri breidd og erfitt fyrir þær að spila á móti okkur þegar við getum rúllað á mannskap en þær eru mikið með sömu inni á, þær þreytast og svo bara jókst munurinn.“ Sverri Þór fannst hans lið allan tímann vera með leikinn og Keflavík eiga auðveldara með að skora sín stig heldur en lið Fjölnis. „Mér fannst strax bara eins og í hinum leikjunum bara eins og við værum með þetta. Auðveldara fyrir okkur að skora en þær. Þær þurftu að hafa meira fyrir sínum körfum og svo í seinni hálfleik var þetta bara orðið svolítið eins og það væri verið að bíða eftir að þetta væri búið.“
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti