Mótfallinn sjálfsafgreiðslu á Bessastöðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2024 13:24 Baldur Þórhallsson var meðal sex forsetaefna sem mættu í kappræður í myndver Stöðvar 2 í gærkvöldi. vísir/vilhelm Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi segir mikilvægt að forseti Íslands sé aldrei meðvirkur með ráðandi öflum. Alþingi megi aldrei upplifa það að afgreiðsla laga á Bessastöðum sé eins og sjálfsafgreiðsla á bensínstöð. Þetta kom fram í forsetakappræðunum á Stöð 2 í gærkvöldi. Þar voru frambjóðendur spurðir út í málskotsréttinn og hvernig þeir myndu beita honum. Katrín var spurð hvernig hún myndi nálgast slík mál sem kæmu frá ríkisstjórn og Alþingi sem hún yfirgaf nýlega. Katrín lýsti því yfir að ef Alþingi samþykkti lög sem hefðu langtímaáhrif á samfélagið og vörðuðu grundvallargildi samfélagsins þá gilti engu hverjir sætu í ríkisstjórn. Þótt kappræðurnar hafi verið alvarlegar lengst af komu augnablik þar sem forsetaefnin skelltu upp úr.Vísir/Vilhelm „Vissulega er rétt að ég hef ekki verið að fela mína pólitísku fortíð og dettur það ekki í hug. Ég þekki auðvitað þau sem sitja á þingi og er ósammála því að Alþingi sé veik stofnun,“ sagði Katrín og vísaði til orða meðframbjóðanda síns Arnars Þórs Jónssonar um veikt Alþingi. „Hollusta forseta er eingöngu við þjóðina,“ sagði Katrín sem var spurð út í lagareldisfrumvarpið sem töluverður styr hefur staðið um. Katrín sagðist myndu taka það til íhugunar en fyrst þyrfti að leyfa málinu að fara sína leið í þinginu. Lítið traust í samfélaginu Jón Gnarr sagðist myndu skoða að nota málskotsréttinn ef það væri hreyfing í samfélaginu og undirskriftir þess efnis. „Ég myndi taka það til ítarlegrar skoðunar, sýna því virðingu, hitta fulltrúa þessa fólks og heyra þeirra málflutning. Taka svo skref í framhaldi af því.“ Halla Tómasdóttir vill auka traust í íslensku samfélagi.Vísir/vilhelm Halla Tómasdóttir sagðist ekki þeirrar skoðunar að forseti ætti að fara fyrir sínum skoðunum heldur þjóðarinnar. Hún segir umræðuna um málskotsréttinn í kosningabaráttunni líklegast stafa af litlu trausti í samfélaginu. Hún myndi vilja setja meiri tíma í að byggja brýr og traust í samfélaginu svo ekki þyrfti ítrekað að tala um öryggisventil. „Þetta er mikilvægur öryggisventill vegna þess að traustið er lágt í samfélaginu. Það væri betra að hafa sameiginlega langtíma sýn og þurfa ekki að grípa til örþrifaráða sem geta sundrað þjóðinni.“ Ætti að ræða réttinn í allt kvöld Baldur sagði málskotsréttinn mikilvægastan af öllu og eitthvað sem mætti ræða í allt kvöld. Mikilvægur neyðarhemill. Þingið ráði för í allri dagsdaglegri ákvarðanatöku. „En það má ekki vera þannig að þingið haldi að það sé einhver sjálfsafgreiðsla á Bessastöðum eins og bensínstöðvum.“ Halla Hrund og Arnar Þór í stellingum í kappræðunum í gærkvöldi.Vísir/vilhelm Halla Hrund Logadóttir sagði forseta ekki eiga að vera í pólitískum dansi eða að grípa fram fyrir hendur á þinginu. „Eingöngu þegar það eru afar sérstakar aðstæður,“ sagði Halla Hrund og nefndi ESB sem dæmi. Forseti hefði líka alltaf þann möguleika að nýta rödd sína í formlegum og óformlegum samtölum. Sala á Landsvirkjun væri dæmi um mál sem hún teldi eðlilegt að þjóðin fengi að segja sinn hug um. Katrín bætti við að mest væri spurt út í svona mál. Hvað er meðvirkni? Baldur sagði þá heyra ítrekað að forseti mætti ekki vera meðvirkur gagnvart ríkisstjórn hvers tíma. Jón Gnarr spurði þá hvað væri að vera meðvirkur? Baldur nefndi sem dæmi að lög færu frá þinginu til Bessastaða án þess að þau væru skoðuð með gagnrýnum hætti. Sjálfsafgreiðsla á Bessastöðum eins og á bensínstöðvum. Jón Gnarr var þungt hugsi varðandi meðvirknistal.Vísir/Vilhelm „Að virða fólk og treysta því, er það meðvirkni?“ spurði Jón. „Að mega ekki vera meðvirkur með einhverjum, þýðir það að maður megi aldrei treysta viðkomandi manneskju?“ Baldur svaraði að bragði: „Það er ég ekki að segja“ sagði Baldur og fékk svar frá Jóni: „Nei, ég er bara að spyrja.“ Kappræðurnar í heild má sjá að neðan. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Umhverfis- og loftslagsmálin „Icesave okkar tíma“ „Nú er til dæmis mál sem brennur mjög augljóslega á ungu fólki í dag og ætti ekki að hafa farið framhjá neinum; umhverfis- og loftslagsmálin. Ég er búinn að vera að standa í þessari kosningabaráttu núna í einhverjar vikur og ég hef aldrei verið spurður út í það.“ 17. maí 2024 10:30 Treysta sér til þess að vernda þjóðkirkjuna Þrátt fyrir að aðeins tveir frambjóðendur í forsetakappræðum Stöðvar 2 í gærkvöldi segðust berum orðum vera félagar í þjóðkirkjunni lýstu þeir sig allir tilbúna til þess að vernda kirkjuna og eiga við hana gott samstarf. 17. maí 2024 07:01 Staldraði við þegar talað var um fóstur sem frumuklasa Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi segir vanvirðingu þegar talað er um fóstur eða barn í móðurkviði sem frumuklasa. Umhugsunarefni sé hve margar fóstureyðingar séu framkvæmdar hér á landi árlega. Fullt af fólki væri tilbúið að veita þeim börnum sem fæddust gott líf. 16. maí 2024 22:49 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Þetta kom fram í forsetakappræðunum á Stöð 2 í gærkvöldi. Þar voru frambjóðendur spurðir út í málskotsréttinn og hvernig þeir myndu beita honum. Katrín var spurð hvernig hún myndi nálgast slík mál sem kæmu frá ríkisstjórn og Alþingi sem hún yfirgaf nýlega. Katrín lýsti því yfir að ef Alþingi samþykkti lög sem hefðu langtímaáhrif á samfélagið og vörðuðu grundvallargildi samfélagsins þá gilti engu hverjir sætu í ríkisstjórn. Þótt kappræðurnar hafi verið alvarlegar lengst af komu augnablik þar sem forsetaefnin skelltu upp úr.Vísir/Vilhelm „Vissulega er rétt að ég hef ekki verið að fela mína pólitísku fortíð og dettur það ekki í hug. Ég þekki auðvitað þau sem sitja á þingi og er ósammála því að Alþingi sé veik stofnun,“ sagði Katrín og vísaði til orða meðframbjóðanda síns Arnars Þórs Jónssonar um veikt Alþingi. „Hollusta forseta er eingöngu við þjóðina,“ sagði Katrín sem var spurð út í lagareldisfrumvarpið sem töluverður styr hefur staðið um. Katrín sagðist myndu taka það til íhugunar en fyrst þyrfti að leyfa málinu að fara sína leið í þinginu. Lítið traust í samfélaginu Jón Gnarr sagðist myndu skoða að nota málskotsréttinn ef það væri hreyfing í samfélaginu og undirskriftir þess efnis. „Ég myndi taka það til ítarlegrar skoðunar, sýna því virðingu, hitta fulltrúa þessa fólks og heyra þeirra málflutning. Taka svo skref í framhaldi af því.“ Halla Tómasdóttir vill auka traust í íslensku samfélagi.Vísir/vilhelm Halla Tómasdóttir sagðist ekki þeirrar skoðunar að forseti ætti að fara fyrir sínum skoðunum heldur þjóðarinnar. Hún segir umræðuna um málskotsréttinn í kosningabaráttunni líklegast stafa af litlu trausti í samfélaginu. Hún myndi vilja setja meiri tíma í að byggja brýr og traust í samfélaginu svo ekki þyrfti ítrekað að tala um öryggisventil. „Þetta er mikilvægur öryggisventill vegna þess að traustið er lágt í samfélaginu. Það væri betra að hafa sameiginlega langtíma sýn og þurfa ekki að grípa til örþrifaráða sem geta sundrað þjóðinni.“ Ætti að ræða réttinn í allt kvöld Baldur sagði málskotsréttinn mikilvægastan af öllu og eitthvað sem mætti ræða í allt kvöld. Mikilvægur neyðarhemill. Þingið ráði för í allri dagsdaglegri ákvarðanatöku. „En það má ekki vera þannig að þingið haldi að það sé einhver sjálfsafgreiðsla á Bessastöðum eins og bensínstöðvum.“ Halla Hrund og Arnar Þór í stellingum í kappræðunum í gærkvöldi.Vísir/vilhelm Halla Hrund Logadóttir sagði forseta ekki eiga að vera í pólitískum dansi eða að grípa fram fyrir hendur á þinginu. „Eingöngu þegar það eru afar sérstakar aðstæður,“ sagði Halla Hrund og nefndi ESB sem dæmi. Forseti hefði líka alltaf þann möguleika að nýta rödd sína í formlegum og óformlegum samtölum. Sala á Landsvirkjun væri dæmi um mál sem hún teldi eðlilegt að þjóðin fengi að segja sinn hug um. Katrín bætti við að mest væri spurt út í svona mál. Hvað er meðvirkni? Baldur sagði þá heyra ítrekað að forseti mætti ekki vera meðvirkur gagnvart ríkisstjórn hvers tíma. Jón Gnarr spurði þá hvað væri að vera meðvirkur? Baldur nefndi sem dæmi að lög færu frá þinginu til Bessastaða án þess að þau væru skoðuð með gagnrýnum hætti. Sjálfsafgreiðsla á Bessastöðum eins og á bensínstöðvum. Jón Gnarr var þungt hugsi varðandi meðvirknistal.Vísir/Vilhelm „Að virða fólk og treysta því, er það meðvirkni?“ spurði Jón. „Að mega ekki vera meðvirkur með einhverjum, þýðir það að maður megi aldrei treysta viðkomandi manneskju?“ Baldur svaraði að bragði: „Það er ég ekki að segja“ sagði Baldur og fékk svar frá Jóni: „Nei, ég er bara að spyrja.“ Kappræðurnar í heild má sjá að neðan.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Umhverfis- og loftslagsmálin „Icesave okkar tíma“ „Nú er til dæmis mál sem brennur mjög augljóslega á ungu fólki í dag og ætti ekki að hafa farið framhjá neinum; umhverfis- og loftslagsmálin. Ég er búinn að vera að standa í þessari kosningabaráttu núna í einhverjar vikur og ég hef aldrei verið spurður út í það.“ 17. maí 2024 10:30 Treysta sér til þess að vernda þjóðkirkjuna Þrátt fyrir að aðeins tveir frambjóðendur í forsetakappræðum Stöðvar 2 í gærkvöldi segðust berum orðum vera félagar í þjóðkirkjunni lýstu þeir sig allir tilbúna til þess að vernda kirkjuna og eiga við hana gott samstarf. 17. maí 2024 07:01 Staldraði við þegar talað var um fóstur sem frumuklasa Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi segir vanvirðingu þegar talað er um fóstur eða barn í móðurkviði sem frumuklasa. Umhugsunarefni sé hve margar fóstureyðingar séu framkvæmdar hér á landi árlega. Fullt af fólki væri tilbúið að veita þeim börnum sem fæddust gott líf. 16. maí 2024 22:49 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Umhverfis- og loftslagsmálin „Icesave okkar tíma“ „Nú er til dæmis mál sem brennur mjög augljóslega á ungu fólki í dag og ætti ekki að hafa farið framhjá neinum; umhverfis- og loftslagsmálin. Ég er búinn að vera að standa í þessari kosningabaráttu núna í einhverjar vikur og ég hef aldrei verið spurður út í það.“ 17. maí 2024 10:30
Treysta sér til þess að vernda þjóðkirkjuna Þrátt fyrir að aðeins tveir frambjóðendur í forsetakappræðum Stöðvar 2 í gærkvöldi segðust berum orðum vera félagar í þjóðkirkjunni lýstu þeir sig allir tilbúna til þess að vernda kirkjuna og eiga við hana gott samstarf. 17. maí 2024 07:01
Staldraði við þegar talað var um fóstur sem frumuklasa Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi segir vanvirðingu þegar talað er um fóstur eða barn í móðurkviði sem frumuklasa. Umhugsunarefni sé hve margar fóstureyðingar séu framkvæmdar hér á landi árlega. Fullt af fólki væri tilbúið að veita þeim börnum sem fæddust gott líf. 16. maí 2024 22:49