Notkun Íslendinga á ADHD-lyfjum þrefaldaðist á tíu árum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. júní 2024 21:31 Alls 22.472 Íslendingar fengu uppáskrifuð ADHD lyf í fyrra og 26.654 fengu uppáskrifuð svefnlyf. Vísir/Egill Rúmlega 22 þúsund Íslendingar voru á ADHD lyfjum samkvæmt lyfjaskrá árið 2023. Þá fengu tæplega 27 þúsund manns uppáskrifuð svefnlyf sama ár. Aukning á notkun ADHD-lyfja jókst um 314 prósent hér á landi árin 2013 til 2023 í samanburði við 326 prósent á Norðurlöndunum öllum. „“ Þetta kemur fram í svari Willums Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur varafulltrúa Pírata um fjölda Íslendinga sem fá uppáskrifuð ADHD-lyf annars vegar og svefnlyf hins vegar. Í gögnum frá lyfjagagnagrunni Landlæknis kemur fram að örlítið fleiri karlar hafi fengið uppáskrifuð ADHD-lyf í fyrra miðað við konur, 11.588 samanborið við 10.884. Þó séu fleiri konur á aldrinum 20-99 ára á ADHD-lyfjum en karlar á sama aldri. Á aldrinum 0-19 séu hins vegar talsvert fleiri drengir á ADHD-lyfjum en stúlkur. Hér má sjá afgerandi mun á körlum og konum á aldrinum núll til nítján ára. Eftir þann aldur eru konur hins vegar fleiri á ADHD lyfjum.Alþingi Þá kemur fram í svarinu að 26.654 Íslendingar hafi fengið uppáskrifuð svefnlyf í fyrra samkvæmt lyfjagagnagrunninum. Þar eru konur talsvert fleiri, eða sextán þúsund í samanburði við tíu þúsund karla. Hér eru fleiri konur með uppáskrifuð svefnlyf í öllum aldurshópum nema einum, þar sem hlutfallið er jafnt.Alþingi Aukning á Íslandi minni en í Norðurlöndunum Þriðji liður fyrirspurnar Helgu Sjafnar snerist um hvort heilbrigðisráðherra telji áhyggjuefni að fleiri Íslendingar séu á ADHD-lyfjum en tíðkist hjá öðrum þjóðum, og hvort einhver vinna væri í gangi í ráðuneytinu við að skoða ástæður þess. „Sé horft til 10 ára tímabils hefur notkun allra Norðurlandanna aukist úr að meðaltali 6,7 DDD/1000/dag árið 2012 í 21,8 árið 2022 sem er aukning um 326 prósent. Á sama tíma jókst ADHD-lyfjanotkun á Íslandi úr 18,9 í 59 DDD/1000/dag eða um 314 prósent,“ segir í svari Willums. Fram kemur að ekki séu til innlendar rannsóknir á algengi ADHD-taugaþroskaröskunar en alþjóðlegar rannsóknir gefi til kynna að algengi meðal barna liggi á bilinu 5 til 7,2 prósent og fullorðinna á bilinu 2,5 til 6,7 prósent. Árið 2023 hafi 22.878 einstaklingar hér á landi fengið afgreidd ADHD-lyf eða 8,5 prósent barna og 5,2 prósent fullorðinna. Bent væri á að ekki þyrftu allir með ADHD lyfjameðferð. Ráðherra skipað grænbókarnefnd „Ljóst er að aukning í greiningum og meðhöndlun af þessari stærðargráðu reynir á þjónustukerfið í heild sinni. Heilbrigðisráðherra skipaði því grænbókarnefnd um stöðu ADHD-mála á Íslandi síðastliðinn desember til að fjalla um þjónustu og stuðning við einstaklinga með ADHD,“ segir í svari Willums. Á sama tíma og fleiri hafi fengið meðhöndlun með ADHD-lyfjum hér á landi samanborið við nágrannalöndin þá séu biðlistar eftir greiningu langir. Því sé markmið nefndarinnar meðal annars að greina stöðu ADHD-mála, lýsa samvinnu helstu kerfa sem snerti fólk með ADHD og þeim áskorunum og tækifærum sem þar leynast. Fram kemur að í grænbókarnefndinni séu fulltrúar frá heilbrigðisráðuneyti, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, barna- og menntamálaráðuneyti, Geðráði, endurhæfingarráði og ADHD-samtökunum. Nefndinni sé ætlað að tryggja umfangsmikil samráð og að leita eftir sjónarmiðum haghafa og sérfræðinga, svo sem fulltrúa heilbrigðisþjónustu, fagfélaga, sjúklingasamtaka, embættis landlæknis, Sjúkratrygginga Íslands og Lyfjastofnunar. Grænbókarnefndinni sé falið að skrifa grænbók um málaflokkinn og skila fyrir 1. júlí næstkomandi. Lyf ADHD Svefn Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Willums Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur varafulltrúa Pírata um fjölda Íslendinga sem fá uppáskrifuð ADHD-lyf annars vegar og svefnlyf hins vegar. Í gögnum frá lyfjagagnagrunni Landlæknis kemur fram að örlítið fleiri karlar hafi fengið uppáskrifuð ADHD-lyf í fyrra miðað við konur, 11.588 samanborið við 10.884. Þó séu fleiri konur á aldrinum 20-99 ára á ADHD-lyfjum en karlar á sama aldri. Á aldrinum 0-19 séu hins vegar talsvert fleiri drengir á ADHD-lyfjum en stúlkur. Hér má sjá afgerandi mun á körlum og konum á aldrinum núll til nítján ára. Eftir þann aldur eru konur hins vegar fleiri á ADHD lyfjum.Alþingi Þá kemur fram í svarinu að 26.654 Íslendingar hafi fengið uppáskrifuð svefnlyf í fyrra samkvæmt lyfjagagnagrunninum. Þar eru konur talsvert fleiri, eða sextán þúsund í samanburði við tíu þúsund karla. Hér eru fleiri konur með uppáskrifuð svefnlyf í öllum aldurshópum nema einum, þar sem hlutfallið er jafnt.Alþingi Aukning á Íslandi minni en í Norðurlöndunum Þriðji liður fyrirspurnar Helgu Sjafnar snerist um hvort heilbrigðisráðherra telji áhyggjuefni að fleiri Íslendingar séu á ADHD-lyfjum en tíðkist hjá öðrum þjóðum, og hvort einhver vinna væri í gangi í ráðuneytinu við að skoða ástæður þess. „Sé horft til 10 ára tímabils hefur notkun allra Norðurlandanna aukist úr að meðaltali 6,7 DDD/1000/dag árið 2012 í 21,8 árið 2022 sem er aukning um 326 prósent. Á sama tíma jókst ADHD-lyfjanotkun á Íslandi úr 18,9 í 59 DDD/1000/dag eða um 314 prósent,“ segir í svari Willums. Fram kemur að ekki séu til innlendar rannsóknir á algengi ADHD-taugaþroskaröskunar en alþjóðlegar rannsóknir gefi til kynna að algengi meðal barna liggi á bilinu 5 til 7,2 prósent og fullorðinna á bilinu 2,5 til 6,7 prósent. Árið 2023 hafi 22.878 einstaklingar hér á landi fengið afgreidd ADHD-lyf eða 8,5 prósent barna og 5,2 prósent fullorðinna. Bent væri á að ekki þyrftu allir með ADHD lyfjameðferð. Ráðherra skipað grænbókarnefnd „Ljóst er að aukning í greiningum og meðhöndlun af þessari stærðargráðu reynir á þjónustukerfið í heild sinni. Heilbrigðisráðherra skipaði því grænbókarnefnd um stöðu ADHD-mála á Íslandi síðastliðinn desember til að fjalla um þjónustu og stuðning við einstaklinga með ADHD,“ segir í svari Willums. Á sama tíma og fleiri hafi fengið meðhöndlun með ADHD-lyfjum hér á landi samanborið við nágrannalöndin þá séu biðlistar eftir greiningu langir. Því sé markmið nefndarinnar meðal annars að greina stöðu ADHD-mála, lýsa samvinnu helstu kerfa sem snerti fólk með ADHD og þeim áskorunum og tækifærum sem þar leynast. Fram kemur að í grænbókarnefndinni séu fulltrúar frá heilbrigðisráðuneyti, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, barna- og menntamálaráðuneyti, Geðráði, endurhæfingarráði og ADHD-samtökunum. Nefndinni sé ætlað að tryggja umfangsmikil samráð og að leita eftir sjónarmiðum haghafa og sérfræðinga, svo sem fulltrúa heilbrigðisþjónustu, fagfélaga, sjúklingasamtaka, embættis landlæknis, Sjúkratrygginga Íslands og Lyfjastofnunar. Grænbókarnefndinni sé falið að skrifa grænbók um málaflokkinn og skila fyrir 1. júlí næstkomandi.
Lyf ADHD Svefn Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira