Telur kjördæmin of stór og vill jafna vægi atkvæða Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2024 23:24 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, ræddi stjórnarskrármál við formenn flokkanna á Alþingi í dag. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra telur að kjördæmi séu of stór og að jafna ætti vægi atkvæða á milli þeirra. Hann boðaði formenn flokkanna á Alþingi til fundar í dag til þess að ræða stjórnarskrárbreytingar. Núverandi kjördæmaskipan með sex kjördæmum hefur verið við lýði frá stjórnarskrárbreytingu árið 1999. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sagðist hafa sett hana, vægi atkvæða á milli þingmanna og jöfnun á milli þingflokka á dagskrá formannafundarins í dag. „Í stuttu máli þá er það mitt innlegg inn í þessa umræðu að kjördæmin eins og þau eru í dag, sérstaklega landsbyggðarkjördæmi, séu of stór. Það er of oft sem ég finn fyrir því hjá fólki að því þykir vera of mikil fjarlægð við hina kjörnu fulltrúa,“ sagði Bjarni í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Í grófum dráttum teldi hann rétt að skipta Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæmum upp í tvö kjördæmi hverju til þess að ná fram meiri nálægð kjósenda við þingmenn sína. Sum þeirra væru svo víðfeðm og það væri heilmikið verkefni fyrir þingmenn að ná til kjósenda. Í Norðausturkjördæmi teldu Austfirðingar Eyjafjörðinn hafa svo mikið vægi að hann væri allsráðandi og í Norðvesturkjördæmi teldu Vestfirðingar sig hornreka. Stuðla að því að fólki finnist skipta máli að taka þátt Þá sagðist Bjarni hafa áhuga á að draga úr mesta misvægi atkvæða á milli kjördæma. Stjórnarskrá kveður á um að atkvæði í einu kjördæmi megi í mesta lagi hafa tvölfalt vægi á við annað. Þingmenn hafi færst frá Norðvesturkjördæmi til Suðvesturkjördæmis vegna þess misvægið fór upp í þessi ytri mörk með íbúaþróuninni sem hefur átt sér stað í kjördæmunum. „Ég myndi vilja draga úr þessu misvægi atkvæðanna, jafna atkvæðavægið á landinu,“ sagði forsætisráðherra. „Aðalatriðið er það að við þurfum að tryggja að kosningafyrirkomulag, kjördæmaskipanin og samtal við fólk sé til þess fallið að byggja undir þá tilfinningu að fólki finnist sem það skipti máli að taka þátt, að það geti haldið einhverjum ábyrgum.“ Ekki hlynntur landinu sem einu kjördæminu Ein róttækasta hugmyndin sem hefur verið nefnd til þess að jafna vægi atkvæða er að gera landið allt að einu kjördæmi. Bjarni sagðist ekki fylgjandi slíkum hugmyndum þar sem hann teldi að með því glötuðust tengsl við landsbyggðina. „Ég vil að það sé tekið tillit til landsbyggðanna. Þó að mér þyki tvöfalt vægi atkvæða vera fullmikið þá myndi ég geta séð fyrir mér að við getum náð tveimur markmiðum í einu með því að tryggja betri nálægð við byggðirnar en á sama tíma draga aðeins úr misvægi atkvæðanna,“ sagði hann. Spurður út í undirtektirnar sem hugmyndirnar hafi fengið hjá formönnum flokkanna sagðist Bjarna telja að ágætis samhljómur væri á milli þeirra um að passa upp á lýðræðislega framkvæmd og að viðhalda hárri kosningaþátttöku. Leiðirnar að markmiðinu væru þó margbreytilegar. „Stóra áskorunin er sú hvort að það sé hægt að ná mönnum saman um leiðina,“ sagði ráðherrann. Halla Tómasdóttir náði kjöri með rúman þriðjung atkvæða. Rætt hefur verið um hvort að forseti ætti að vera kosinn í tveimur umferðum til þess að hann hafi meirihluta kjósenda á bak við sig.Vísir/Vilhelm Þröskuldur forsetaframboðs of lágur Einnig var rætt um mögulegar breytingar á ákvæðum stjórnarskrár um forseta, þar á meðal kröfur um fjölda undirskrifta fyrir forsetaframbjóðendur. Bjarni sagði það verulegt umhugsunarefni að nokkrir frambjóðendur hafi ekki einu sinni fengið jafnmörg atkvæði í kosningunum sjálfum og undirskriftir til þess að komast í framboð. „Í mínum huga er alveg augljóst að þröskuldurinn er alltof lágur,“ sagði Bjarni. Hann vonast til þess að hægt verði að samþykkja breytingar á þessu kjörtímabili því að öðrum kosti verði væntanlega kosið aftur eftir sömu reglum í næstu forsetakosningum að fjórum árum liðnum, að því gefnu að fleiri en eitt framboð verði. „Mér finnst við verðum aðeins að taka á okkur rögg og færa þetta í betra horf,“ sagði forsætisráðherra. Bjarni sagðist nokkuð hrifinn af hugmyndum um að kjósa til forseta í tveimur umferðum til þess að tryggja að sá sem nær kjöri geri það með meirihluta kjósenda á bak við sig. „Ég geri ekkert með ábendingar um að það kalli á mikið umstang og mikla fyrirhöfn.“ Á tímabili leit út fyrir í skoðanakönnunum að þrír frambjóðendur gætu náð yfir tuttugu prósent atkvæða en allir undir þrjátíu prósentum í kosningunum. Á endanum sigraði Halla Tómasdóttir með rúman þriðjung atkvæða. „Ef við hefðum fengið þá niðurstöðu þá hefði maður sagt: þarna hefði verið gott að hafa aðra umferð.“ Kjördæmaskipan Stjórnarskrá Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Núverandi kjördæmaskipan með sex kjördæmum hefur verið við lýði frá stjórnarskrárbreytingu árið 1999. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sagðist hafa sett hana, vægi atkvæða á milli þingmanna og jöfnun á milli þingflokka á dagskrá formannafundarins í dag. „Í stuttu máli þá er það mitt innlegg inn í þessa umræðu að kjördæmin eins og þau eru í dag, sérstaklega landsbyggðarkjördæmi, séu of stór. Það er of oft sem ég finn fyrir því hjá fólki að því þykir vera of mikil fjarlægð við hina kjörnu fulltrúa,“ sagði Bjarni í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Í grófum dráttum teldi hann rétt að skipta Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæmum upp í tvö kjördæmi hverju til þess að ná fram meiri nálægð kjósenda við þingmenn sína. Sum þeirra væru svo víðfeðm og það væri heilmikið verkefni fyrir þingmenn að ná til kjósenda. Í Norðausturkjördæmi teldu Austfirðingar Eyjafjörðinn hafa svo mikið vægi að hann væri allsráðandi og í Norðvesturkjördæmi teldu Vestfirðingar sig hornreka. Stuðla að því að fólki finnist skipta máli að taka þátt Þá sagðist Bjarni hafa áhuga á að draga úr mesta misvægi atkvæða á milli kjördæma. Stjórnarskrá kveður á um að atkvæði í einu kjördæmi megi í mesta lagi hafa tvölfalt vægi á við annað. Þingmenn hafi færst frá Norðvesturkjördæmi til Suðvesturkjördæmis vegna þess misvægið fór upp í þessi ytri mörk með íbúaþróuninni sem hefur átt sér stað í kjördæmunum. „Ég myndi vilja draga úr þessu misvægi atkvæðanna, jafna atkvæðavægið á landinu,“ sagði forsætisráðherra. „Aðalatriðið er það að við þurfum að tryggja að kosningafyrirkomulag, kjördæmaskipanin og samtal við fólk sé til þess fallið að byggja undir þá tilfinningu að fólki finnist sem það skipti máli að taka þátt, að það geti haldið einhverjum ábyrgum.“ Ekki hlynntur landinu sem einu kjördæminu Ein róttækasta hugmyndin sem hefur verið nefnd til þess að jafna vægi atkvæða er að gera landið allt að einu kjördæmi. Bjarni sagðist ekki fylgjandi slíkum hugmyndum þar sem hann teldi að með því glötuðust tengsl við landsbyggðina. „Ég vil að það sé tekið tillit til landsbyggðanna. Þó að mér þyki tvöfalt vægi atkvæða vera fullmikið þá myndi ég geta séð fyrir mér að við getum náð tveimur markmiðum í einu með því að tryggja betri nálægð við byggðirnar en á sama tíma draga aðeins úr misvægi atkvæðanna,“ sagði hann. Spurður út í undirtektirnar sem hugmyndirnar hafi fengið hjá formönnum flokkanna sagðist Bjarna telja að ágætis samhljómur væri á milli þeirra um að passa upp á lýðræðislega framkvæmd og að viðhalda hárri kosningaþátttöku. Leiðirnar að markmiðinu væru þó margbreytilegar. „Stóra áskorunin er sú hvort að það sé hægt að ná mönnum saman um leiðina,“ sagði ráðherrann. Halla Tómasdóttir náði kjöri með rúman þriðjung atkvæða. Rætt hefur verið um hvort að forseti ætti að vera kosinn í tveimur umferðum til þess að hann hafi meirihluta kjósenda á bak við sig.Vísir/Vilhelm Þröskuldur forsetaframboðs of lágur Einnig var rætt um mögulegar breytingar á ákvæðum stjórnarskrár um forseta, þar á meðal kröfur um fjölda undirskrifta fyrir forsetaframbjóðendur. Bjarni sagði það verulegt umhugsunarefni að nokkrir frambjóðendur hafi ekki einu sinni fengið jafnmörg atkvæði í kosningunum sjálfum og undirskriftir til þess að komast í framboð. „Í mínum huga er alveg augljóst að þröskuldurinn er alltof lágur,“ sagði Bjarni. Hann vonast til þess að hægt verði að samþykkja breytingar á þessu kjörtímabili því að öðrum kosti verði væntanlega kosið aftur eftir sömu reglum í næstu forsetakosningum að fjórum árum liðnum, að því gefnu að fleiri en eitt framboð verði. „Mér finnst við verðum aðeins að taka á okkur rögg og færa þetta í betra horf,“ sagði forsætisráðherra. Bjarni sagðist nokkuð hrifinn af hugmyndum um að kjósa til forseta í tveimur umferðum til þess að tryggja að sá sem nær kjöri geri það með meirihluta kjósenda á bak við sig. „Ég geri ekkert með ábendingar um að það kalli á mikið umstang og mikla fyrirhöfn.“ Á tímabili leit út fyrir í skoðanakönnunum að þrír frambjóðendur gætu náð yfir tuttugu prósent atkvæða en allir undir þrjátíu prósentum í kosningunum. Á endanum sigraði Halla Tómasdóttir með rúman þriðjung atkvæða. „Ef við hefðum fengið þá niðurstöðu þá hefði maður sagt: þarna hefði verið gott að hafa aðra umferð.“
Kjördæmaskipan Stjórnarskrá Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira