Lokað vegna linnulausrar rigningar Eiður Þór Árnason skrifar 7. ágúst 2024 12:47 Tjaldsvæðið á góðum degi í fyrra. Nú eru um þrjú hjólhýsi á svæðinu. Reykholt Campsite Tjaldsvæðinu í Reykholti hefur verið lokað vegna mikilla rigninga. Framkvæmdastjóri segir þetta gert til að verja grasið og jarðveginn en nær linnulaus væta hefur verið þar að undanförnu. Tjaldsvæðinu var lokað í gær en búið var að girða af hluta svæðisins í síðustu viku og var um helmingur þess lokaður um verslunarmannahelgina til þess að takmarka fjölda gesta. „Það hefur verið að rigna á hverjum degi og jarðvegurinn hefur ekki tíma til að þorna upp. Þetta er erfitt landslag með leir sem heldur vatninu á yfirborðinu,“ segir Iulian Tabara sem rekur tjaldsvæðið. Ekki fengið tvo góða daga í langan tíma Óvenju mikil úrkoma mældist á landinu í júlí og voru slegin met á vestanverðu landinu. Iulian bendir á að hjól- og fellihýsi séu þung og sömuleiðis bílarnir sem þeim fylgi. Síðast rigndi á tjaldsvæðinu í nótt en nokkrir gestir sem voru á svæðinu fá að vera þar áfram, einkum þeir sem eru með langtímasamning. „Við viljum lágmarka skemmdirnar á grasinu og það tekur tíma að jafna sig.“ Yfirleitt þurfi svæðið tvo til þrjá þurra og sólríka daga eftir að það hefur rignt en tjaldsvæðið hafi ekki fengið það andrými í nokkurn tíma. Vinna að lagfæringum Þetta er annað sumarið sem Iulian rekur tjaldsvæðið og hann segir þetta mikil viðbrigði. „Þetta hefur ekki verið gott sumar.“ Til samanburðar hafi júlí á síðasta ári verið mjög hlýr og sumarið heilt yfir mjög gott. „Við bjuggumst ekki við því að það myndi rigna svona mikið og að við myndum sjá svona miklar skemmdir. En við erum að vinna að því að lagfæra vegi og annað svo þeir þoli meiri þyngd.“ Opna mögulega ekki aftur í sumar „Við ákváðum að loka í nokkra daga til að sjá hvort veðrið skáni og ef jarðvegurinn lítur vel út munum við opna eftir nokkra daga,“ segir Iulian. Ef það gerist ekki muni tjaldsvæðið líklega ekki verða opnað aftur í sumar. Síðustu ár hafi verið hægt að leggja hjól- og fellihýsum þar fram í lok september. „Það hafa líka verið að koma mikið af útlendingum og við buðum þeim að vera á bílastæðinu ef þeir þurfa að nota eldhús og klósettaðstöðuna hjá okkur,“ segir Iulian. Ekki allir ferðamenn hafi þegið þann valkost. Veðurfarið í sumar hefur eðlilega haft mikil áhrif á rekstur tjaldsvæðisins í Reykholti. „Ef veðrið er gott þá koma Íslendingarnir og þeir höfðu ekki tækifæri til þess í júlí vegna veðurs. Þetta er að sjálfsögðu fjárhagslegt tap en hvað getum við gert? Við getum ekki stjórnað veðrinu,“ segir Iulian Tabara sem hefur lært það af eigin raun hversu áhættusamt það er að stóla á íslenska veðrið. Veður Bláskógabyggð Tjaldsvæði Tengdar fréttir Úrkoman í júlí sló met Óvenjublautt var á vestanverðu landinu í júlí. Á nokkrum úrkomustöðvum var úrkoman sú mesta sem mælst hefur. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands yfir tíðarfarið í júlí. 2. ágúst 2024 09:55 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Tjaldsvæðinu var lokað í gær en búið var að girða af hluta svæðisins í síðustu viku og var um helmingur þess lokaður um verslunarmannahelgina til þess að takmarka fjölda gesta. „Það hefur verið að rigna á hverjum degi og jarðvegurinn hefur ekki tíma til að þorna upp. Þetta er erfitt landslag með leir sem heldur vatninu á yfirborðinu,“ segir Iulian Tabara sem rekur tjaldsvæðið. Ekki fengið tvo góða daga í langan tíma Óvenju mikil úrkoma mældist á landinu í júlí og voru slegin met á vestanverðu landinu. Iulian bendir á að hjól- og fellihýsi séu þung og sömuleiðis bílarnir sem þeim fylgi. Síðast rigndi á tjaldsvæðinu í nótt en nokkrir gestir sem voru á svæðinu fá að vera þar áfram, einkum þeir sem eru með langtímasamning. „Við viljum lágmarka skemmdirnar á grasinu og það tekur tíma að jafna sig.“ Yfirleitt þurfi svæðið tvo til þrjá þurra og sólríka daga eftir að það hefur rignt en tjaldsvæðið hafi ekki fengið það andrými í nokkurn tíma. Vinna að lagfæringum Þetta er annað sumarið sem Iulian rekur tjaldsvæðið og hann segir þetta mikil viðbrigði. „Þetta hefur ekki verið gott sumar.“ Til samanburðar hafi júlí á síðasta ári verið mjög hlýr og sumarið heilt yfir mjög gott. „Við bjuggumst ekki við því að það myndi rigna svona mikið og að við myndum sjá svona miklar skemmdir. En við erum að vinna að því að lagfæra vegi og annað svo þeir þoli meiri þyngd.“ Opna mögulega ekki aftur í sumar „Við ákváðum að loka í nokkra daga til að sjá hvort veðrið skáni og ef jarðvegurinn lítur vel út munum við opna eftir nokkra daga,“ segir Iulian. Ef það gerist ekki muni tjaldsvæðið líklega ekki verða opnað aftur í sumar. Síðustu ár hafi verið hægt að leggja hjól- og fellihýsum þar fram í lok september. „Það hafa líka verið að koma mikið af útlendingum og við buðum þeim að vera á bílastæðinu ef þeir þurfa að nota eldhús og klósettaðstöðuna hjá okkur,“ segir Iulian. Ekki allir ferðamenn hafi þegið þann valkost. Veðurfarið í sumar hefur eðlilega haft mikil áhrif á rekstur tjaldsvæðisins í Reykholti. „Ef veðrið er gott þá koma Íslendingarnir og þeir höfðu ekki tækifæri til þess í júlí vegna veðurs. Þetta er að sjálfsögðu fjárhagslegt tap en hvað getum við gert? Við getum ekki stjórnað veðrinu,“ segir Iulian Tabara sem hefur lært það af eigin raun hversu áhættusamt það er að stóla á íslenska veðrið.
Veður Bláskógabyggð Tjaldsvæði Tengdar fréttir Úrkoman í júlí sló met Óvenjublautt var á vestanverðu landinu í júlí. Á nokkrum úrkomustöðvum var úrkoman sú mesta sem mælst hefur. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands yfir tíðarfarið í júlí. 2. ágúst 2024 09:55 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Úrkoman í júlí sló met Óvenjublautt var á vestanverðu landinu í júlí. Á nokkrum úrkomustöðvum var úrkoman sú mesta sem mælst hefur. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands yfir tíðarfarið í júlí. 2. ágúst 2024 09:55