Mikilvægt að bílastæðagjöld skili sér í þjónustu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 20. ágúst 2024 20:57 Þjóðgarðsvörður segir engan hagnað standa eftir af bílastæðagjöldum. Vísir/Bjarni Bílastæðagjöld og aðgangseyrir að náttúruperlum skila eigendum gríðarlegum tekjum. Misjafnt er hvort eða hvernig rekstraraðilar ferðamannastaða nýta tekjur til uppbyggingar á aðstöðu. Ríki, sveitarfélög og einkaaðilar hafa tekið upp bílastæðagjöld á hátt í þrjátíu ferðamannastöðum á landinu. Í gær kom fram hjá ferðamálastjóra að koma þyrfti böndum á þessa þróun. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum kom á bílastæðagjöldum fyrir átta árum. Þjóðgarðsvörður segir gjaldtökuna hafa gengið vel. „Þetta hefur skipt sköpum í því að geta rekið staðinn hérna með sóma,“ segir Einar Á. E. Sæmundsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Enginn hagnaður Þjóðgarðsvörður segir að bílastæðagjöldin standi undir einum fjórða af rekstrarkostnaði og viðhaldi þjóðgarðsins. Engin hagnaður standi hins vegar eftir. Gert sé ráð fyrir að bílastæðagjöldin verði um tvö hundruð milljónir króna í ár. „Þegar maður fer hringinn kringum landið og maður þarf að borga hér á helstu náttúruperlum finnst mér mikilvægast að það gjald skili sér í einhverri þjónustu, eins og það sannarlega gerir hérna hjá okkur. Að það verði ekki eitthvað glápgjald. Að þú fáir að taka instargrammyndina á staðnum og svo ferðu burt,“ segir Einar. Ferðamannastaðir þar sem rukkað er bílastæðagjald.vísir Fyrrverandi eigendur Kersins voru með þeim fyrstu til að taka upp gjald við íslenska náttúruperlu árið 2013. Þá kom fram að þeir ætluðu að nota tekjurnar til að byggja upp aðstöðu. Nú ellefu árum seinna er ekkert almenningssalerni á svæðinu. Kerið hagnaðist um 30 milljónir króna árið 2022 en í fyrra eignaðist fyrirtækið Arctic Adventures Kerið. Skiptar skoðanir ferðamanna En hvað finnst ferðamönnum um slíka gjaldtöku? „Það er eins og í Danmörku. Mér finnst það ekki gott. Mér finnst í lagi að borga smáupphæð en ekki mikið,“ segir Line frá Danmörku. Þau Antonin og Iva frá Tékklandi komu af fjöllum þegar þau áttuði sig á því að þau þyrftu að greiða fyrir aðgang að Kerinu og voru enn að hugsa sig um þegar blaðamaður náði af þeim tali. „Það kom okkur dálítið á óvart. Við vissum ekki af þessu. Við erum enn að hugsa okkur um,“ segja þau. „Mér finnst það við hæfi á flestum stöðum. Sumir þeirra eru ekki nógu áhugaverðir til að borga fyrir en flestir þeirra eru það. Svo ég sætti mig við það,“ segir Jakob hins vegar sem er einnig frá Tékklandi. Hugarfarið að breytast Hveragerðisbær ákvað árið 2021 að byrja að taka gjöld fyrir bílastæði í Reykjadal. Sigríður Hjálmarsdóttir, atvinnu- og markaðsfulltrúi hjá Hveragerðisbæ segir bæinn ekki hagnast á gjaldtökunni og fagnar því að Íslendingar séu farnir að átta sig á því að það kosti sitt að viðhalda náttúruperlum landsins. „Útlendingarnir eru kannski sáttari. Mér finnst hins vegar að hugarfarið sé að breytast hjá íslendingum. Vegna þess að Íslendingar eru farnir að átta sig á því að það þarf að viðhalda stöðunum og það kostar. Einhvers staðar að þurfa peningarnir að koma,“ segir Sigríður. Aðspurð segir hún tekjurnar hafa verið breytilegar eftir árum en að síðastliðna tólf mánuði hafi um hundrað þúsund bílar lagt í Reykjadal sem skilaði bænum í kringum 40 milljónum króna. Enginn hagnaður sé þó fólginn í því fyrir bæjarstjórnina og öll upphæðin fer í þjónustu og viðhald. Bæði á stígum á svæðinu og í salrenisaðstöðu, upplýsingagjöf og fleira. Hvaða ramma þurfti bærinn að fara eftir við að koma upp gjaldtöku? „Það er í raun bara það sem segir í lögum. til þess að fá að vera með svona gjaldtöku þarf upphæðin að miðast við það að hún sé til þess að halda út þessari grunnþjónustu. Það er nákvæmlega það sem er að gerast hér,“ segir Sigríður. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Bílastæði Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Ríki, sveitarfélög og einkaaðilar hafa tekið upp bílastæðagjöld á hátt í þrjátíu ferðamannastöðum á landinu. Í gær kom fram hjá ferðamálastjóra að koma þyrfti böndum á þessa þróun. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum kom á bílastæðagjöldum fyrir átta árum. Þjóðgarðsvörður segir gjaldtökuna hafa gengið vel. „Þetta hefur skipt sköpum í því að geta rekið staðinn hérna með sóma,“ segir Einar Á. E. Sæmundsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Enginn hagnaður Þjóðgarðsvörður segir að bílastæðagjöldin standi undir einum fjórða af rekstrarkostnaði og viðhaldi þjóðgarðsins. Engin hagnaður standi hins vegar eftir. Gert sé ráð fyrir að bílastæðagjöldin verði um tvö hundruð milljónir króna í ár. „Þegar maður fer hringinn kringum landið og maður þarf að borga hér á helstu náttúruperlum finnst mér mikilvægast að það gjald skili sér í einhverri þjónustu, eins og það sannarlega gerir hérna hjá okkur. Að það verði ekki eitthvað glápgjald. Að þú fáir að taka instargrammyndina á staðnum og svo ferðu burt,“ segir Einar. Ferðamannastaðir þar sem rukkað er bílastæðagjald.vísir Fyrrverandi eigendur Kersins voru með þeim fyrstu til að taka upp gjald við íslenska náttúruperlu árið 2013. Þá kom fram að þeir ætluðu að nota tekjurnar til að byggja upp aðstöðu. Nú ellefu árum seinna er ekkert almenningssalerni á svæðinu. Kerið hagnaðist um 30 milljónir króna árið 2022 en í fyrra eignaðist fyrirtækið Arctic Adventures Kerið. Skiptar skoðanir ferðamanna En hvað finnst ferðamönnum um slíka gjaldtöku? „Það er eins og í Danmörku. Mér finnst það ekki gott. Mér finnst í lagi að borga smáupphæð en ekki mikið,“ segir Line frá Danmörku. Þau Antonin og Iva frá Tékklandi komu af fjöllum þegar þau áttuði sig á því að þau þyrftu að greiða fyrir aðgang að Kerinu og voru enn að hugsa sig um þegar blaðamaður náði af þeim tali. „Það kom okkur dálítið á óvart. Við vissum ekki af þessu. Við erum enn að hugsa okkur um,“ segja þau. „Mér finnst það við hæfi á flestum stöðum. Sumir þeirra eru ekki nógu áhugaverðir til að borga fyrir en flestir þeirra eru það. Svo ég sætti mig við það,“ segir Jakob hins vegar sem er einnig frá Tékklandi. Hugarfarið að breytast Hveragerðisbær ákvað árið 2021 að byrja að taka gjöld fyrir bílastæði í Reykjadal. Sigríður Hjálmarsdóttir, atvinnu- og markaðsfulltrúi hjá Hveragerðisbæ segir bæinn ekki hagnast á gjaldtökunni og fagnar því að Íslendingar séu farnir að átta sig á því að það kosti sitt að viðhalda náttúruperlum landsins. „Útlendingarnir eru kannski sáttari. Mér finnst hins vegar að hugarfarið sé að breytast hjá íslendingum. Vegna þess að Íslendingar eru farnir að átta sig á því að það þarf að viðhalda stöðunum og það kostar. Einhvers staðar að þurfa peningarnir að koma,“ segir Sigríður. Aðspurð segir hún tekjurnar hafa verið breytilegar eftir árum en að síðastliðna tólf mánuði hafi um hundrað þúsund bílar lagt í Reykjadal sem skilaði bænum í kringum 40 milljónum króna. Enginn hagnaður sé þó fólginn í því fyrir bæjarstjórnina og öll upphæðin fer í þjónustu og viðhald. Bæði á stígum á svæðinu og í salrenisaðstöðu, upplýsingagjöf og fleira. Hvaða ramma þurfti bærinn að fara eftir við að koma upp gjaldtöku? „Það er í raun bara það sem segir í lögum. til þess að fá að vera með svona gjaldtöku þarf upphæðin að miðast við það að hún sé til þess að halda út þessari grunnþjónustu. Það er nákvæmlega það sem er að gerast hér,“ segir Sigríður.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Bílastæði Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira