„Naut þessa leiks í botn“ Gunnar Gunnarsson skrifar 10. október 2024 23:14 Viðar Örn í ham á hliðarlínunni í fyrra Vísir/Bára Dröfn Höttur heldur efsta sætinu í Bónus-deild karla í körfuknattleik eftir 120-115 sigur á Keflavík í framlengdum leik á Egilsstöðum í kvöld. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari liðsins segir góða greiningu á Keflavíkurliðinu hafa átt stóran þátt í því að Hetti tókst að snúa leiknum sér í vil. „Við skerptum á varnarleiknum, stigum hærra á þá og vorum ákveðnari gegn [Wendell] Green. Við sendum hann á stóru mennina og létum hann taka erfið skot þar. Við vorum full linir gagnvart honum framan af leik, þá fann hann auðveldar sendingar en við hertum á því og náðum betri stoppum.“ „Sóknarlega fórum að hlaupa mikið með engan í horninu og þannig fengum við góðar opnanir,“ svaraði Viðar Örn, aðspurður um hvað hefði snúið leiknum Hetti í vil í lok fjórða leikhluta. Höttur var undir 89-95 þegar fjórar mínútur voru eftir og hafði elt leikinn allt frá öðrum leikhluta. Í hvert skipti sem liðið komst í seilingarfjarlægð við Keflavík virtust gestirnir eiga svör. En Hattarmenn héldu alltaf áfram og það bar árangur. Salvador fann lausnirnar við leik Keflavíkur Viðar sagði nýjan meðþjálfara sinn, Salvador Guardia, hafa átt stóran þátt í að Hetti tókst að leysa úr stöðunni og vinna sig til baka. „Hann á risa þátt í þessum sigri með að greina Keflavíkur liðið vel. Hann kom með hugmyndir um hvað við myndum gera varnarlega, hvernig við settum leikinn upp og það var stór hluti af því að við kláruðum leikinn. Hann kemur með reynslu og góðar hugmyndir inn í það sem við erum að gera.“ Leikurinn var alltaf jafn, hvorugt liðið komst í tíu stiga forustu og oft á tíðum settu leikmenn niður glæsileg skot. „Þetta var þrususkemmtilegur leikur og mikill hávaði í áhorfendum. Það voru læti, tekist á og alls konar barátta í gangi.“ Hattarlið Viðars hafa til þessa verið þekktust fyrir góðan varnarleik en fyrstu tvo leikina á nýju tímabili hefur liðið skorað meira en 100 stig í venjulegum leiktíma. „Þegar við erum samstilltir, hreyfum boltann vel, nýtum okkar fimm menn og ráðumst á vörn andstæðinganna þar sem við ætlum okkur erum við drulluflottir. Við vorum það í dag og síðast og byggjum á því.“ Viðar Örn vonast til að leikurinn gefi Hetti áframhaldandi sjálfstraust. „Við fáum bara tvö stig fyrir sigurinn, þrjú eru ekki í boði þótt við vildum. Sigurinn gefur okkur sjálfstraust og tvö stig. Þau verða ekki tekin af okkur. Við höfum enn hluti sem við getum bætt en við erum á fínum stað þannig það er stefnan að taka tvö stig næst og halda þannig áfram.“ Körfubolti Bónus-deild karla Höttur Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Sjá meira
„Við skerptum á varnarleiknum, stigum hærra á þá og vorum ákveðnari gegn [Wendell] Green. Við sendum hann á stóru mennina og létum hann taka erfið skot þar. Við vorum full linir gagnvart honum framan af leik, þá fann hann auðveldar sendingar en við hertum á því og náðum betri stoppum.“ „Sóknarlega fórum að hlaupa mikið með engan í horninu og þannig fengum við góðar opnanir,“ svaraði Viðar Örn, aðspurður um hvað hefði snúið leiknum Hetti í vil í lok fjórða leikhluta. Höttur var undir 89-95 þegar fjórar mínútur voru eftir og hafði elt leikinn allt frá öðrum leikhluta. Í hvert skipti sem liðið komst í seilingarfjarlægð við Keflavík virtust gestirnir eiga svör. En Hattarmenn héldu alltaf áfram og það bar árangur. Salvador fann lausnirnar við leik Keflavíkur Viðar sagði nýjan meðþjálfara sinn, Salvador Guardia, hafa átt stóran þátt í að Hetti tókst að leysa úr stöðunni og vinna sig til baka. „Hann á risa þátt í þessum sigri með að greina Keflavíkur liðið vel. Hann kom með hugmyndir um hvað við myndum gera varnarlega, hvernig við settum leikinn upp og það var stór hluti af því að við kláruðum leikinn. Hann kemur með reynslu og góðar hugmyndir inn í það sem við erum að gera.“ Leikurinn var alltaf jafn, hvorugt liðið komst í tíu stiga forustu og oft á tíðum settu leikmenn niður glæsileg skot. „Þetta var þrususkemmtilegur leikur og mikill hávaði í áhorfendum. Það voru læti, tekist á og alls konar barátta í gangi.“ Hattarlið Viðars hafa til þessa verið þekktust fyrir góðan varnarleik en fyrstu tvo leikina á nýju tímabili hefur liðið skorað meira en 100 stig í venjulegum leiktíma. „Þegar við erum samstilltir, hreyfum boltann vel, nýtum okkar fimm menn og ráðumst á vörn andstæðinganna þar sem við ætlum okkur erum við drulluflottir. Við vorum það í dag og síðast og byggjum á því.“ Viðar Örn vonast til að leikurinn gefi Hetti áframhaldandi sjálfstraust. „Við fáum bara tvö stig fyrir sigurinn, þrjú eru ekki í boði þótt við vildum. Sigurinn gefur okkur sjálfstraust og tvö stig. Þau verða ekki tekin af okkur. Við höfum enn hluti sem við getum bætt en við erum á fínum stað þannig það er stefnan að taka tvö stig næst og halda þannig áfram.“
Körfubolti Bónus-deild karla Höttur Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti