Læknar á leið í verkfall Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. október 2024 16:42 Læknar hefja verkfallsaðgerðir 18. nóvember ef samningar nást ekki við ríkið. Vísir/Vilhelm Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. Þetta staðfestir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, við fréttastofu. Góð þátttaka var í atkvæðagreiðslunni en um 83 prósent af 1250 félagsmönnum greiddu atkvæði. Verkfallsaðgerðir hjá læknum, sem starfa á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum, hefjast 18. nóvember. Fram kemur á vef Læknafélagsins að ríkissáttasemjara og viðsemjandanum, samninganefnd ríkisins, verði tilkynnt á morgun um að verkföll með þeim hætti sem samþykkt voru hefjist 18. nóvember hafi samningar milli aðila ekki tekist fyrir þann tíma. Verkfallsaðgerðirnar verða í nokkrum lotum: Fyrsta lotan er 18. til 21. nóvember, næsta lota er 2. til 5. desember, sú þriðja 16. til 19. desember. Í janúar 2025 verða í hverri viku verkföll lækna á einhverri starfseiningu þeirra, eins og nánar kemur fram í meðfylgjandi lýsingu. Þessar aðgerðir eru yfirgripsmiklar og munu ná til ýmissa eininga og stofnanna í heilbrigðiskerfinu. Í tilkynningu Læknafélagsins segir að stjórn og samninganefnd félagsins vonist til að ekki þurfi að koma til þessara verkfallsaðgerða og að samningar náist áður en verkföllin eigi að hefjast. Verkfallsaðgerðir lækna verða sem hér segir: Í nóvember 2024: 1. Frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 18. nóvember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (þó ekki læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). Geðþjónusta Landspítala. Embætti landlæknis. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Ráðgjafar- og greiningarstöð. 2. Frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 19. nóvember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Sjúkrahúsið á Akureyri. Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (eingöngu læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). 3. Frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 20. nóvember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónusta Landspítala. Hjarta-, augn- og krabbameinsþjónusta Landspítala. 4. Frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 21. nóvember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Klínisk rannsóknar- og stoðþjónusta Landspítala. Kvenna- og barnaþjónusta Landspítala. Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Heilbrigðisstofnun Austurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Í desember 2024: 5. Frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 2. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) og frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 17. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Klínisk rannsóknar- og stoðþjónusta Landspítala. Kvenna- og barnaþjónusta Landspítala. Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Heilbrigðisstofnun Austurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. 6. Frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 3. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) og frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 18. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (þó ekki læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). Geðþjónusta Landspítala. Embætti landlæknis. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Ráðgjafar- og greiningarstöð. 7. Frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 4. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) og frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagins 19. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Sjúkrahúsið á Akureyri. Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (eingöngu læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). 8. Frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 5. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) og frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 16. desember 2024 (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónusta Landspítala. Hjarta-, augn- og krabbameinsþjónusta Landspítala. Í janúar 2025: 9. Frá miðnætti aðfaranótt mánudagins 6. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti þriðjudagsins 14. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti miðvikudagsins 22. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti fimmtudagsins 30. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Sjúkrahúsið á Akureyri. Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (eingöngu læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). 10. Frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 7. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 15. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 23. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 27. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónusta Landspítala. Hjarta-, augn- og krabbameinsþjónusta Landspítala. 11. Frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 8. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 16. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 20. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 28. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Klínisk rannsóknar- og stoðþjónusta Landspítala. Kvenna- og barnaþjónusta Landspítala. Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Heilbrigðisstofnun Austurlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. 12. Frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 9. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 13. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 21. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 29. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (þó ekki læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). Geðþjónusta Landspítala. Embætti landlæknis. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Ráðgjafar- og greiningarstöð. Heilbrigðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Læknaverkfall 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Þetta staðfestir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, við fréttastofu. Góð þátttaka var í atkvæðagreiðslunni en um 83 prósent af 1250 félagsmönnum greiddu atkvæði. Verkfallsaðgerðir hjá læknum, sem starfa á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum, hefjast 18. nóvember. Fram kemur á vef Læknafélagsins að ríkissáttasemjara og viðsemjandanum, samninganefnd ríkisins, verði tilkynnt á morgun um að verkföll með þeim hætti sem samþykkt voru hefjist 18. nóvember hafi samningar milli aðila ekki tekist fyrir þann tíma. Verkfallsaðgerðirnar verða í nokkrum lotum: Fyrsta lotan er 18. til 21. nóvember, næsta lota er 2. til 5. desember, sú þriðja 16. til 19. desember. Í janúar 2025 verða í hverri viku verkföll lækna á einhverri starfseiningu þeirra, eins og nánar kemur fram í meðfylgjandi lýsingu. Þessar aðgerðir eru yfirgripsmiklar og munu ná til ýmissa eininga og stofnanna í heilbrigðiskerfinu. Í tilkynningu Læknafélagsins segir að stjórn og samninganefnd félagsins vonist til að ekki þurfi að koma til þessara verkfallsaðgerða og að samningar náist áður en verkföllin eigi að hefjast. Verkfallsaðgerðir lækna verða sem hér segir: Í nóvember 2024: 1. Frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 18. nóvember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (þó ekki læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). Geðþjónusta Landspítala. Embætti landlæknis. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Ráðgjafar- og greiningarstöð. 2. Frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 19. nóvember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Sjúkrahúsið á Akureyri. Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (eingöngu læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). 3. Frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 20. nóvember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónusta Landspítala. Hjarta-, augn- og krabbameinsþjónusta Landspítala. 4. Frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 21. nóvember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Klínisk rannsóknar- og stoðþjónusta Landspítala. Kvenna- og barnaþjónusta Landspítala. Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Heilbrigðisstofnun Austurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Í desember 2024: 5. Frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 2. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) og frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 17. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Klínisk rannsóknar- og stoðþjónusta Landspítala. Kvenna- og barnaþjónusta Landspítala. Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Heilbrigðisstofnun Austurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. 6. Frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 3. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) og frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 18. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (þó ekki læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). Geðþjónusta Landspítala. Embætti landlæknis. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Ráðgjafar- og greiningarstöð. 7. Frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 4. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) og frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagins 19. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Sjúkrahúsið á Akureyri. Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (eingöngu læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). 8. Frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 5. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) og frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 16. desember 2024 (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónusta Landspítala. Hjarta-, augn- og krabbameinsþjónusta Landspítala. Í janúar 2025: 9. Frá miðnætti aðfaranótt mánudagins 6. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti þriðjudagsins 14. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti miðvikudagsins 22. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti fimmtudagsins 30. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Sjúkrahúsið á Akureyri. Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (eingöngu læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). 10. Frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 7. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 15. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 23. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 27. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónusta Landspítala. Hjarta-, augn- og krabbameinsþjónusta Landspítala. 11. Frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 8. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 16. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 20. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 28. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Klínisk rannsóknar- og stoðþjónusta Landspítala. Kvenna- og barnaþjónusta Landspítala. Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Heilbrigðisstofnun Austurlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. 12. Frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 9. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 13. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 21. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 29. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (þó ekki læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). Geðþjónusta Landspítala. Embætti landlæknis. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Ráðgjafar- og greiningarstöð.
Heilbrigðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Læknaverkfall 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira