Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 12:02 Þórður Bragason hjá Voninni er einn þeirra sem hefur sótt um leyfi til hrefnuveiða. Vísir Þrjú fyrirtæki hafa sótt um halveiðileyfi til viðbótar við Hval hf. Öll þrjú sóttu um leyfi til veiða á hrefnu en ekki liggur fyrir hvenær umsóknirnar verða afgreiddar. Eigandi eins fyrirtækisins segir sjómenn á Vestfjörðum hafa orðið vara við breytingar á lífríkinu vegna ofgnóttar af hrefnu. Árin 2003-2018 stunduðu þrír til fimm bátar hrefnuveiðar hér við land en árið 2018 voru einungis sex hrefnur veiddar. Síðasta hrefnan var veidd árið 2021 en það árið veiddist aðeins ein. Leyfin til veiða á hrefnu og langreyði eru hins vegar alveg aðskilin. Þórður Bragason, annar eigenda Útgerðafélagsins Vonarinnar, sem hefur sótt um leyfi til veiða á hrefnu, hefur stundað sjómennsku í gegnum tíðina en ætlar nú í fyrsta sinn á hrefnuveiðar. „Ég var á hvalveiðum fyrir tveimur árum á Hval 8. Ég hef eins og gengur og gerist hitt mann og annan fyrir vestan sem hafa stundað hrefnuveiðar. Það er álit þeirra að það sé orðið ógrinni af hval fyrir vestan og talsverðar breytingar á lífríkinu þar,“ segir Þórður. Hnúfubakur ráði ríkjum inni í fjörðunum en fyrir utan þá sé ógrinni af hrefnu. Auk Vonarinnar, sem sótti um veiðileyfi í lok júlí, sóttu Tjaldtangi ehf. og Fasteignafélagið Ból ehf. um leyfi til hrefnuveiða í lok október. Samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu við fyrirspurn fréttastofu liggur ekki fyrir hvenær afgreiðslu umsókna lýkur. Þórður segist ekki hafa neinar tilfinningu fyrir því hvort leyfi verði gefin út. „Þetta mál er einhvern vegin allt svo skrítið, tilfinningaþrungið, sem er mjög skrítið. Ég held að maður krossi bara fingur og bíður og vonar,“ segir Þórður. „Þetta er bara veiðimennska eins og allt annað og við búums vo vel að við eigum heilt samfélag vísindamanna, sem reynir að áætla hvort stofnar séu tækir eða eigi að friða þá. Við förum bara eftir því.“ Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Alls hafa fjögur fyrirtæki sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar en samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu liggur ekki fyrir hvenær afgreiðslu umsókna lýkur. 18. nóvember 2024 06:45 Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum fyrr í dag frumkvæðisathugun á hlerunarmáli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, situr í nefndinni og segir að málið ætti að vera rannsakað sem mögulegt brot á lögum er varða mútur. 15. nóvember 2024 18:51 „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Sonur Jóns Gunnarssonar sagði föður sinn ætla að afgreiða hvalveiðileyfi fyrir kosningar en að ekki mætti tala um að hann gerði það fyrir Kristján Loftsson, vin hans, á leynilegum upptökum sem voru gerðar af honum. Jón hefði tekið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fá stöðu. 15. nóvember 2024 09:06 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Árin 2003-2018 stunduðu þrír til fimm bátar hrefnuveiðar hér við land en árið 2018 voru einungis sex hrefnur veiddar. Síðasta hrefnan var veidd árið 2021 en það árið veiddist aðeins ein. Leyfin til veiða á hrefnu og langreyði eru hins vegar alveg aðskilin. Þórður Bragason, annar eigenda Útgerðafélagsins Vonarinnar, sem hefur sótt um leyfi til veiða á hrefnu, hefur stundað sjómennsku í gegnum tíðina en ætlar nú í fyrsta sinn á hrefnuveiðar. „Ég var á hvalveiðum fyrir tveimur árum á Hval 8. Ég hef eins og gengur og gerist hitt mann og annan fyrir vestan sem hafa stundað hrefnuveiðar. Það er álit þeirra að það sé orðið ógrinni af hval fyrir vestan og talsverðar breytingar á lífríkinu þar,“ segir Þórður. Hnúfubakur ráði ríkjum inni í fjörðunum en fyrir utan þá sé ógrinni af hrefnu. Auk Vonarinnar, sem sótti um veiðileyfi í lok júlí, sóttu Tjaldtangi ehf. og Fasteignafélagið Ból ehf. um leyfi til hrefnuveiða í lok október. Samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu við fyrirspurn fréttastofu liggur ekki fyrir hvenær afgreiðslu umsókna lýkur. Þórður segist ekki hafa neinar tilfinningu fyrir því hvort leyfi verði gefin út. „Þetta mál er einhvern vegin allt svo skrítið, tilfinningaþrungið, sem er mjög skrítið. Ég held að maður krossi bara fingur og bíður og vonar,“ segir Þórður. „Þetta er bara veiðimennska eins og allt annað og við búums vo vel að við eigum heilt samfélag vísindamanna, sem reynir að áætla hvort stofnar séu tækir eða eigi að friða þá. Við förum bara eftir því.“
Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Alls hafa fjögur fyrirtæki sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar en samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu liggur ekki fyrir hvenær afgreiðslu umsókna lýkur. 18. nóvember 2024 06:45 Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum fyrr í dag frumkvæðisathugun á hlerunarmáli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, situr í nefndinni og segir að málið ætti að vera rannsakað sem mögulegt brot á lögum er varða mútur. 15. nóvember 2024 18:51 „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Sonur Jóns Gunnarssonar sagði föður sinn ætla að afgreiða hvalveiðileyfi fyrir kosningar en að ekki mætti tala um að hann gerði það fyrir Kristján Loftsson, vin hans, á leynilegum upptökum sem voru gerðar af honum. Jón hefði tekið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fá stöðu. 15. nóvember 2024 09:06 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Alls hafa fjögur fyrirtæki sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar en samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu liggur ekki fyrir hvenær afgreiðslu umsókna lýkur. 18. nóvember 2024 06:45
Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum fyrr í dag frumkvæðisathugun á hlerunarmáli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, situr í nefndinni og segir að málið ætti að vera rannsakað sem mögulegt brot á lögum er varða mútur. 15. nóvember 2024 18:51
„En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Sonur Jóns Gunnarssonar sagði föður sinn ætla að afgreiða hvalveiðileyfi fyrir kosningar en að ekki mætti tala um að hann gerði það fyrir Kristján Loftsson, vin hans, á leynilegum upptökum sem voru gerðar af honum. Jón hefði tekið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fá stöðu. 15. nóvember 2024 09:06