EM kvenna í handbolta 2024

Fréttamynd

„Ég held að við getum al­veg staðið í Þjóð­verjum“

„Vá. Geggjað að vera partur af þessu og ótrúlega gaman að klára þetta,“ sagði Berglind Þorsteinsdóttir innt eftir viðbrögðum við fyrsta stórmótasigri íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Varnarvinna hennar spilaði stóran þátt í 27-24 sigri gegn Úkraínu á Evrópumótinu.

Handbolti
Fréttamynd

„Þær eru svo­lítið þyngri“

„Þetta leggst bara vel í mig. Við erum búnar að hvíla vel núna og undirbúa liðið vel. Mér finnst stelpurnar mjög stemmdar,“ segir aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Ágúst Jóhannsson fyrir leik kvennalandsliðs Íslands við Úkraínu á EM í Innsbruck.

Handbolti
Fréttamynd

Fullt af mögu­leikum í þessu

Andrea Jacobsen er spennt fyrir komandi leikjum hjá íslenska kvennalandsliðinu í handbolta á EM í Innsbruck. Liðið mætir Úkraínu í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Stelpur sem geta lúðrað á markið

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, segir stórtap Úkraínu fyrir Þýskalandi í fyrsta leik á EM ekki gefa til kynna að leikur Íslands við þær úkraínsku í dag verði auðveldur.

Handbolti
Fréttamynd

„Ég fór ekkert allt­of seint að sofa“

„Þetta var bara svekkjandi. Við spiluðum mjög góðan leik og leiðinlegt að fá ekki stig út úr þessu,“ segir skyttan Thea Imani Sturludóttir um leik Íslands við Holland á EM. Úkraína bíður í dag.

Handbolti
Fréttamynd

„Ég þarf smá út­rás“

„Ég var ofboðslega svekkt af því að þetta var þarna, við hefðum getað þetta og allt það. Á sama tíma rosalega stolt af okkar frammistöðu, með hvaða hugarfari við komum inn í þennan leik og hvað við sýndum hvað í okkur býr,“ segir landsliðskonan Þórey Rósa Stefánsdóttir um leik Íslands við Holland á EM í Innsbruck í gær.

Handbolti
Fréttamynd

„Ætla að gefa þessum kosningum frí“

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hefur engan tíma til að spá í Alþingiskosningar dagsins. Eftir leik við Holland í gær er sá næsti við Úkraínu á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Skýrsla Vals: Herslumunur og hetju­dáð

Það vantaði svo lítið upp á. Maður þurfti að anda aðeins og stilla sig af áður en sest var að skrifum eftir þennan leik stelpnanna okkar við Hollendinga. Djöfull vorum við nálægt þessu.

Handbolti
Fréttamynd

„Maður er hálf meyr“

„Vá, þetta er rosamikil blanda af svekkelsi en er á sama tíma gríðarlega stolt af liðinu fyrir þessa frammistöðu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, annar fyrirliða kvennalandsliðs Íslands í handbolta, eftir naumt tveggja marka tap fyrir Hollandi í fyrsta leik liðsins á EM.

Handbolti
Fréttamynd

„Þær eru bara hetjur“

Helga Ingvadóttir, móðir landsliðsfyrirliðans Sunnu Jónsdóttur, er mætt á þriðja stórmótið og fyrsta Evrópumótið síðan 2010. Hún verður á meðal um rúmlega hundrað Íslendinga sem verða í stúkunni þegar Ísland mætir Hollandi klukkan 17:00 í Innsbruck.

Handbolti
Fréttamynd

„Maður finnur að­eins fyrir fiðrildunum“

Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson býst við hörkuleik við Hollendinga sem íslenska kvennalandsliðið mætir í fyrsta leik á EM í Innsbruck í dag. Biðin hefur verið löng eftir því að hefja leik á mótinu og spennan mikil.

Handbolti
Fréttamynd

Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra?

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur leik á fyrsta Evrópumóti liðsins síðan 2012 þegar það mætir sterku hollensku liði klukkan 17:00 í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í dag. Komið er að fyrsta prófinu eftir mikla lærdómstörn.

Handbolti
Fréttamynd

„Stolt af sjálfri mér“

Steinunn Björnsdóttir þreytir frumraun sína á stórmóti er Ísland mætir Hollandi á EM í handbolta í Innsbruck seinni partinn í dag. Rúmt ár er frá því að hún eignaðist sitt annað barn og var hreint ekki fyrirséð að þetta yrði raunin.

Handbolti
  • «
  • 1
  • 2