Stj.mál

Fréttamynd

Stjórnmálaflokkar spilltastir

Íslenskir stjórnmálaflokkar eru spilltustu stofnanir íslenska samfélagsins. Þetta eru niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar könnunar. Stjórnmálaflokkar eru taldir spilltasta aflið í sex af hverjum tíu löndum sem þátt tóku í könnuninni. Hér á landi er viðskiptalífið talið næstspilltasti geiri samfélagsins og fjölmiðlar eru í þriðja sæti. 

Innlent
Fréttamynd

Guðlaugi Þór svarað

Guðmundur Þóroddsson, formaður Orkuveitu Reykjavíkur fullyrðir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær að Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarmaður í Orkuveitunni hafi farið með rangt mál í frétt í Fréttablaðinu á fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Feluskattar vega upp skattalækkun

Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði að það yrði mikill hamingjudagur þegar tekju- og eignaskattsfrumvarp ríkisstjórnarinnar yrði samþykkt á Alþingi, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti ríkisstjórnarflokkanna í gær. "Þetta er mikill hamingjudagur því verið er að móta þjóðfélagið til framtíðar. Fólki er umbunað fyrir dugnað og um leið er furmvarpið félagslega réttlátt."

Innlent
Fréttamynd

Frumleg lausn byggðavanda

Það er frumleg nálgun hjá sveitastjórum í sjávarbyggðum að leggja til að veiðigjald á kvóta renni til byggðanna og að skuldir þeirra í félagslega íbúðakerfinu verði afskrifaðar. Þetta segir Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarmanna, eftir fund með sveitastjórunum í fyrradag.

Innlent
Fréttamynd

Lygabrygsl á þingi

Þingmenn vændu hvern annan um ósannindi í umræðum á Alþingi í gær þegar Össur Skarphéðinsson, Samfylkingu gerði að umtalsefni orð Geirs H. Haarde, fjármálaráðherra í sjónvarpsþætti á Stöð 2. Hafði Össur eftir Geir að hann hefði staðfest að Framsóknarflokkurinn stæði gegn lækkun matarskattar.

Innlent
Fréttamynd

Með í nefnd en sat hjá

Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins sat hjá í atkvæðagreiðslu á Alþingi þegar umdeildu frumvarpi sem sagt er fela í sér skólagjöld í ríkisháskóla var vísað til þriðju umræðu á þingi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Viðbúnaður WHO vegna fuglaflensu

"Við sjáum vísbendingar um að yfirvofandi sé heimsfaraldur skæðrar inflúensu," sagði Lee Jong-wook, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), á blaðamannafundi sem haldinn var í byrjun fundar framkvæmdastjórnar stofnunarinnar í Reykjavík í gær og áréttaði að stofnuninni væri mjög umhugað um málið.

Erlent
Fréttamynd

Vændi Össur um lygi

Hart var tekist á um skattalækkanir ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vændi Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar, um lygi og var áminnt fyrir af forseta þingsins.

Innlent
Fréttamynd

Gert upp milli útgerða

Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar gagnrýnir á vefsíðu að úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa sé í höndum sveitarfélaganna sjálfra en ekki sjávarútvegsráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Mistök í lagasetningu

Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, segir að ekki sé enn vitað hvað dómur Hæstaréttar um erfðafjárskatt frá því á föstudag hafi áhrif á marga. Þá komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að sex erfingjar þyrftu ekki að greiða erfðafjárskatt vegna þess að engin heimild hefði verið fyrir skattlagningu.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra rak í rogastans

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vísar því á bug að hann hafi skipt um skoðun um málefni Mannréttindaskrifstofu Íslands eins og haldið var fram í fréttum um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Vill utandagskrárumræðu um PISA-könnun

Niðurstöður PISA-könnunar um námsárangur íslenskra grunnskólabarna kalla á að það verði lyft grettistaki í skólamálum Íslendinga til að koma þjóðinni í fremstu röð í menntamálum. Þetta er mat Björgvins G. Sigurðssonar, fulltrúa Samfylkingarinnar í menntamálanefnd Alþingis. Björgvin hefur óskað eftir utandagskrárumræðu um málið á þinginu.

Innlent
Fréttamynd

Hneyksli of vægt orð

Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks vinstri-grænna, segir að orðið hneyksli sé of vægt til að lýsa niðurskurði á framlögum til Mannréttindaskrifstofu við afgreiðslu fjárlaga um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Kennt verði alla virka daga

Menntamálaráðherra segir mikilvægt að kennt verði alla virka daga í grunnskólum landsins til að bæta fyrir nær átta vikna hlé sem varð á kennslu meðan á verkfalli grunnskólakennara stóð.  Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Engin von um kísilduftsverksmiðju

Allar vonir Mývetninga um kísilduftsverksmiðju í stað Kísiliðjunnar eru úr sögunni því norska undirbúningsfélagið að kísilduftsverksmiðjunni var lýst gjaldþrota í Noregi í gær. Þetta kom fram í máli Valgerðar Sverrisdóttur, viðskipta- og iðnaðarráðherra, á Alþingi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Tekjur jöfnunarsjóðs lækka með lækkun skatta

Tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga lækka varanlega um rúmar 400 milljónir þegar frumvarp til laga um lækkun tekjuskatts og eignarskatts kemur til fullra framkvæmda árið 2007, vegna lækkunar tekjuskatta, afnám eignarskatts og hækkunar persónuaflsáttar. Þetta kemur fram í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið.

Innlent
Fréttamynd

Vilja fá veiðileyfagjaldið

Sveitastjórar átta sjávarbyggða hafa lagt til við þingmenn og ráðherra að veiðigjald á kvóta renni til byggðanna og skuldir þeirra í félagslegu íbúðakerfinu verði afskrifaðar. Þeir hittu formenn þingflokkanna, Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Árna Magnússon félagsmálaráðherra að máli í gær og óskuðu eftir viðræðum við ríkisvaldið um tillögurnar.

Innlent
Fréttamynd

Borgin kærð fyrir jafnréttisbrot

Reykjavíkurborg verður kærð til kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar í stöðu sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs. Fulltrúar Reykjavíkurlistans samþykktu á fundi borgarráðs fyrir skömmu að ráða Svanhildi Konráðsdóttur, fyrrverandi forstöðumann höfuðborgarstofu. Tíu af þrettán framkvæmdastjórum borgarinnar eru konur.

Innlent
Fréttamynd

Skuldir eiga að lækka

Í fjárhagáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár er gert fyrir lækkun skulda borgarsjóðs og engum nýjum langtímalánum. Oddviti sjálfstæðismanna segir helst líta út fyrir að óskhyggja ráði ferðinni í áætlunum borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæði Alþingis verði tryggt

Stjórnarandstöðuflokkarnir leggja mikla áherslu á að sjálfstæði Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu verði tryggt við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Níu fulltrúar stjórnmálaflokkanna verða í stjórnarskrárnefndinni en nefndinni til fulltingis verður hópur sérfræðinga.

Innlent
Fréttamynd

Litlar vangaveltur um breytingar

Stjórnarandstaðan virðist lítið hafa velt fyrir sér hugsanlegum breytingum á stjórnarskránni en forsætisráðherra óskaði tilnefninga í stjórnarskrárnefnd í gær. Þingmaður Samfylkingar segir að tryggja verði, hér eftir sem hingað til, að hægt sé að bera undir þjóðina ákvarðanir Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Deilt um Írak

Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna gagnrýndi Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra harkalega í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær. Tilefnið var að Halldór hefði fullyrt í umræðuþætti í sjónvarpi að innrásin í Írak hefði verið rædd í utanríkisnefnd og á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Umhverfisráðuneytið virti ekki lög

Úthlutun umhverfisráðherra á fé úr veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna eftir ársbyrjun 2003 var ekki í samræmi við ákvæði laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Innlent
Fréttamynd

Áskorun frá Þjóðverjum

Þýska mannréttindastofnunin hefur sent Alþingi áskorun þess efnis að ekki verði hætt fjárstuðningi við Mannréttindaskrifstofu Íslands. Segir meðal annars að þýska mannréttindastofnunin hafi af því þungar áhyggjur að fjárskortur myndi hamla starfi mannréttindaskrifstofunnar.

Innlent
Fréttamynd

Alþingi og Íraksmálið

Utanríkisráðherra og forsætisráðherra ákváðu að setja Ísland á lista yfir hinar staðföstu þjóðir og veita þar með innrásaröflunum í Írak móralskan stuðning. Málið virðist ekki hafa komið til kasta utanríkismálanefndar eins og lög kveða á um.

Erlent
Fréttamynd

Hrun í rækju- og skelfiskveiðum bætt

Sveitarfélög sem hafa orðið fyrir búsifjum vegna samdráttar í veiðum fengu úthlutað mestum byggðakvóta. Þingmaður telur að kerfið letji útgerðir í því að efla sig og styrkja innan kvótakerfisins.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra sakaður um ósannindi

Formaður Vinstri-grænna ræddi Íraksmálin enn og aftur í upphafi þingfundar í dag. Hann sakaði forsætisráðherra um ósannindi í sjónvarpsviðtali í gær þar sem Íraksmálin bar á góma. 

Innlent
Fréttamynd

Matur í hálft ár

Fyrir svipaða upphæð og nemur ávinningnum af skattabreytingunum ætti barnlaus einstaklingur með 150 þúsund í tekjur á mánuði að geta keypt mat í tæplega hálft ár.

Innlent
Fréttamynd

Deilt um þingsköp

Stjórnarandstæðingar deildu hart á fundarstjórn Birgis Ármannssonar, varaforseta Alþingis í umræðum um Írak í gær.

Innlent