Fjölmiðlalögin felld úr gildi 22. júlí 2004 00:01 Fjölmiðlalögin voru felld úr gildi í dag. Stjórnarandstaðan sat hjá við afgreiðslu málsins og varaformaður Frjálslynda flokksins segir að stjórnarþingmenn hafi viljandi brotið stjórnarskrána. Við þriðju umræðu um fjölmiðlafrumvarpið á Alþingi í morgun gagnrýndi Mörður Árnason Samfylkingunni orð Bjarna Benediktssonar, formanns allsherjarnefndar, um efnislitla umræðu stjórnarandstöðunnar. Mörður sagði hvorki Bjarna né aðra fulltrúa allsherjarnefndar hafa verið í þinginu þegar efnisleg umræða um málið fór fram. „Formaður allsherjarnefndar á ekkert með að koma hér og vera með skæting og kjaft,“ sagði Mörður. Bjarni sagði þessi ummæli ekki svaraverð. Frumvarpið var afgreitt um hádegi og stjórnarandstaðan sat hjá. Harðorðastur var Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum, sem sakaði þingmenn stjórnarflokkanna um stjórnarskrárbrot; með því að útiloka þjóðaratkvæðagreiðslu.hafi þeir svikið þingmannaeið sinn. Magnús sagði daginn í dag hverfa í söguna sem daginn sem óafmánlegur smánarblettur hafi verið settur á störf Alþingis, dagurinn sem naumur meirihluti Alþingis hafi brotið stjórnarskrá. Hann sagði þennan meirhluta ekki eiga sér neinar málsbætur. Halldór Ásgrímsson, sitjandi forsætisráðherra, var ekki sáttur við þennan málflutning. Hann sagðist ekki láta sér detta það í hug að nokkur þingmaður vilji stjórnarskrána og rjúfa þann eið sem þeir hafi samþykkt á Alþingi. Varðandi stjórnskipunarlegu óvissu, sem verið hefur til umræðu í málinu, segir Halldór verða að viðurkennast að þingið og þingmenn hafi vanrækt að eyða þessari óvissu á undanförnum 60 árum. Nú verði að taka til við það. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, brá á loft í ræðustól Alþingis í dag því sem eftir er af fjölmiðlafrumvarpinu sem þekur aðeins lítinn hluta af einu blaði. Hann sagði ákvæðið um útvarpsréttarnefnd sem þar er „ekki svo galin“. Það væri það sem eftir væri - hitt væri horfið og best væri að það gleymdist sem fyrst. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
Fjölmiðlalögin voru felld úr gildi í dag. Stjórnarandstaðan sat hjá við afgreiðslu málsins og varaformaður Frjálslynda flokksins segir að stjórnarþingmenn hafi viljandi brotið stjórnarskrána. Við þriðju umræðu um fjölmiðlafrumvarpið á Alþingi í morgun gagnrýndi Mörður Árnason Samfylkingunni orð Bjarna Benediktssonar, formanns allsherjarnefndar, um efnislitla umræðu stjórnarandstöðunnar. Mörður sagði hvorki Bjarna né aðra fulltrúa allsherjarnefndar hafa verið í þinginu þegar efnisleg umræða um málið fór fram. „Formaður allsherjarnefndar á ekkert með að koma hér og vera með skæting og kjaft,“ sagði Mörður. Bjarni sagði þessi ummæli ekki svaraverð. Frumvarpið var afgreitt um hádegi og stjórnarandstaðan sat hjá. Harðorðastur var Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum, sem sakaði þingmenn stjórnarflokkanna um stjórnarskrárbrot; með því að útiloka þjóðaratkvæðagreiðslu.hafi þeir svikið þingmannaeið sinn. Magnús sagði daginn í dag hverfa í söguna sem daginn sem óafmánlegur smánarblettur hafi verið settur á störf Alþingis, dagurinn sem naumur meirihluti Alþingis hafi brotið stjórnarskrá. Hann sagði þennan meirhluta ekki eiga sér neinar málsbætur. Halldór Ásgrímsson, sitjandi forsætisráðherra, var ekki sáttur við þennan málflutning. Hann sagðist ekki láta sér detta það í hug að nokkur þingmaður vilji stjórnarskrána og rjúfa þann eið sem þeir hafi samþykkt á Alþingi. Varðandi stjórnskipunarlegu óvissu, sem verið hefur til umræðu í málinu, segir Halldór verða að viðurkennast að þingið og þingmenn hafi vanrækt að eyða þessari óvissu á undanförnum 60 árum. Nú verði að taka til við það. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, brá á loft í ræðustól Alþingis í dag því sem eftir er af fjölmiðlafrumvarpinu sem þekur aðeins lítinn hluta af einu blaði. Hann sagði ákvæðið um útvarpsréttarnefnd sem þar er „ekki svo galin“. Það væri það sem eftir væri - hitt væri horfið og best væri að það gleymdist sem fyrst.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira